Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 skúffu, og hurfu á brott. Ræningj- arnir voru taldir hafa komið í bankann á reiðhjólum. Lögregla rakti slóð mannanna og fundu meðal annars annað hjólið en hitt var skilið eftir fyrir utan bank- ann. Daginn eftir ránið voru tveir menn, fæddir árin 1986 og 1978, handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald skömmu síðar. Alls voru tíu manns handteknir í tengslum við ránið. Mennirnir tveir játuðu aldrei verknaðinn en voru grunaðir allt þar til í apríl þegar í ljós kom að DNA úr gögn- um málsins passaði ekki við þá. Nokkru síðar var annar maður handtekinn þar sem DNA sam- kenndist honum. Hann neitaði staðfastlega sök og gengur nú laus. Rannsókn málsins er lokið og munu dómstólar segja til um hvort maðurinn sé sekur eða ekki. Játaði samdægurs Maður réðst vopnaður hnífi í bankaútibú SPRON í Mjóddinni þann sautjánda maí fyrir um tveimur vikum síðan. Maður fæddur árið 1987 var handtekinn í Seljahverfi tæpum klukkutíma eftir ránið. Um kvöldið játaði hann verknaðinn og telst málið vera upplýst. Lögregluvakt var við allar helstu umferðaræðar frá Mjóddinni eftir ránið. Ræninginn ógnaði fólki og hafði upp hótanir með hníf á lofti. Hnífur fannst rétt hjá vettvangi um klukkan þrjú og telur lögregl- an nokkuð víst að sami hnífur hafi verið notaður við ránið. Þrír í gæsluvarðhaldi Ræningi vopnaður öxi ruddist inn í Landsbankann við Gullinbrú á föstudaginn í síðustu viku. Hann ræddi öxina til höggs og mölvaði gler í einni gjaldkerastúkunni. Ræninginn flúði úr bankanum með ránsfenginn og vopnið. Heim- ildir blaðsins segja ránsfenginn hafa verið nokkur hundruð þús- und krónur, jafnvel allt að hálfri milljón króna. „Mér var litið út um gluggann og sá mann á harða- hlaupum eftir göngustígnum. Rétt á eftir kom starfsmaður bankans hlaupandi á eftir ræningjanum. Á sömu stundu stoppaði maður á Volvobifreið á planinu og hljóp með starfsmanninum á eftir ræn- ingjanum,“ segir Matthildur Laustsen, starfsmaður í Gullnesti sem er við hlið bankans. Matthild- ur segist strax hafa áttað sig á að bankarán hafi verið framið. Ræninginn náðist á hlaupum í Foldahverfinu fimm mínútum eft- ir að tilkynnt var um ránið. Hann fleygði öxinni og hettunni, sem hann huldi höfuðið með, frá sér í Frostafold. Skaftið á öxinni var al- blóðugt og er talið að ræninginn hafi skorið sig þegar hann braut glerið við gjaldkerastúkuna. Lög- reglan hefur bæði DNA-sýni úr hettunni og af öxinni sem og fin- graför. Skófar ræningjans var í bankanum. Í upphafi var talið að tveir til þrír menn hefðu staðið að ráninu. Sá sem fór inn í bankann var hand- tekinn strax eftir ránið. Síðar um daginn var annar maður handtek- inn og sá þriðji daginn eftir. Allir eru þeir úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til morguns. Mennirnir er fæddir árin 1984, 1978 og 1976. ■ Samningur um eftirlit með öllum ferðamönnum í Bandaríkjunum á borðinu: Liður í baráttu við hryðjuverkamenn EFTIRLIT Bandaríska ríkisstjórnin er við það að undirrita samninga við einkafyrirtæki um ítarlegt eftirlit með öllum þeim útlending- um sem landið sækja en slíkt hef- ur verið á stefnuskránni frá því að árásirnar á Tvíburaturnana varð í september 2001. Innan fárra daga mun banda- ríska ríkisstjórnin tilkynna um sigurvegarann í ríkisútboði vegna þessa en þrjú fyrirtæki taka þátt í því. Samingurinn er metinn á um þúsund milljarða króna og því eft- ir miklu að slægjast. Samkvæmt honum verður fylgst með öllum þeim útlendingum sem til lands- ins koma með fullkomnustu tækni sem völ er á en um mikið verk er að ræða þar sem þeir skipta millj- ónum sem sækja landið heim á ársgrundvelli. Hafa margar spurningar vaknað við eftirlits- þátt verkefnisins en mestar áhyggjur tengjast þeirri óvissu hvort kerfið virki þegar á reynir. Þegar hefur miklum fjármunum verið varið til þess en enn hefur ekkert fengist staðfest um áreið- anleika kerfisins eða hvort það reynist um of að fylgjast með ferðum hvers og eins við allar þær landamærastöðvar sem eru í landinu. ■ Þrengsli í fangelsi: Fangar í verkfall PÓLLAND, AP Um 400 fangar í pólsku fangelsi hófu hungur- verkfall í gær til að mótmæla miklum þrengslum í fangelsinu þar sem þeim er haldið. Hungurverkfallið hófst eftir að fangelsisyfirvöld ákváðu að fjölga föngum sem eru vistaðir í hverjum klefa. Hver klefi er byggður fyrir fimm fanga en þrátt fyrir það hefur sjö föngum verið komið fyrir í hverjum klefa. Nú ætla fangelsisyfirvöld að fjölga um einn í hverjum klefa. Þannig að átta fangar verða í hverjum klefa. ■ BUSH OG FÉLAGAR Nú á að láta reyna á hvort tillögur forsetans um aukið eftirlit með útlendingum sé fýsilegt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.