Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 19
Þetta eru furðuleg lög. Eins og margoft hefur komið fram er þess- um lögum stefnt gegn einu fyrirtæki, Norðurljósum. Það að setja lög gegn einu fyrir- tæki er einnig brot á jafn- ræðisreglu og því sennilega brot á stjórnarskránni. Ríkisstjórnin skerðir prentfrelsi á Íslandi Frumvarp forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þar með hefur ríkisstjórnin samþykkt lög um skerðingu prentfrelsis á Íslandi. Það er því ekki lengur frjáls „pressa“ á Ís- landi eins og í löndum hins vest- ræna heims. Ástandið hér er fremur orðið líkara því sem var í Sovetríkjunum gömlu. Það hefur verið aðalsmerki Íslands, að hér hefur ríkt fullt tjáningarfrelsi og fullt einstak- lingsfrelsi. Prentfrelsi hefur verið hér algert. Hver, sem er, hefur mátt gefa út blað. Nú er því tímabili lokið. Sá, sem á ljós- vakamiðil má ekki gefa út blað. Útvarp Saga má ekki gefa út blað og heldur ekki Skjár 1. Og að sjálfsögðu ekki Stöð 2 eða Norðurljós. Þetta eru furðuleg lög. Eins og margoft hefur komið fram er þessum lögum stefnt gegn einu fyrirtæki, Norðurljósum. Það að setja lög gegn einu fyrirtæki er einnig brot á jafnræðisreglu og því sennilega brot á stjórnar- skránni. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti um síðustu helgi í viðtali við Bylgjuna, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði talið, að Baugur væri orðinn of sterkur og ef ekki yrðu sett lög á hann yrði ekki neitt við ráðið. Þetta sagði Pétur, að hefði verið rætt í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins sl. vetur. Er hér komin alger staðfesting á því, að lögunum um fjölmiðlana var stefnt gegn einu fyrirtæki. Mál þetta verður Sjálfstæðis- flokknum til ævarandi skammar. Flokkurinn sem alltaf hefur kennt sig við frelsi lögleiðir hér höft og frelsistakmörkun ein- ungis vegna þess að forustu flokksins líkar ekki við eigendur Baugs. Slíkt er fáheyrt. Forustu- menn í stjórnmálum geta ekki látið afstöðu sína til einstakra manna ráða lagasetningu í mikil- vægum málum. Það, sem hefur þó vakið enn meiri furðu, er það,að ekki einn einasti þingmaður Sjálfstæðis- flokksins skuli hafa haft sjálf- stæða skoðun á fjölmiðlafrum- varpinu. Svo virðist sem einn maður hafi hugsað fyrir þá alla. Er engu líkara en óbreyttir þing- menn þori ekki að taka sjálfstæða afstöðu af ótta við forustuna. Ellert Scram fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við Skjá 1, í þætt- inum Maður á mann sl. sunnu- dag, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði villst af réttri braut. Frelsi einstaklingsins væri ekki lengur aðall flokksins. Þingmenn flokksins og almennir flokks- menn hefðu ekki lengur frelsi til þess að hafa sjálfstæðar skoðan- ir. Þar með hefði því dýr- mætasta, frelsinu, verið varpað fyrir róða í þeim flokki. ■ 19ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 Vanþekking eða vel varðveitt leyndarmál? Halldór Halldórsson skipstjóri skrifar: Fyrir nokkrum dögum birtist stórfrétt í Morgunblaðinu á tveimur stöðum. Í öðru tilfellinu var um að ræða ummæli utanrík- isráðherra og í hinu forsætisráðherra. Um- mælin voru á þá leið að drottning Dana hefði ekki notað málskotsrétt sinn á dans- ka þingið. Annaðhvort er um ótrúlega van- þekkingu að ræða hjá ráðherrunum eða vel varðveitt leyndarmál og ef svo er þá er það skiljanlegt. Ef hér á landi væru sömu lög um þjóðarat- kvæði og á danska þinginu þar sem dugar 1/3 atkvæða þingmanna til að vísa máli í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá værum við ekki orðin að lénsveldi sbr. kvótalögin, veðsetn- ingu aflaheimilda, og skiptingu bankanna milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Í sama blaði og ráðherrarnir afhjúpuðu sig þannig bað þingmaður Samfylkingarinnar, Mörður Árnason, utanríkisráðherra að lesa sér betur til áður en hann opinberaði van- þekkingu sína í fjölmiðlum á máli sem hann þekkir svo illa. Misjafnt hafast þjóð- irnar að. Danir efla lýðræðið á meðan við völtum yfir það. BRÉF TIL BLAÐSINS BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN FJÖLMIÐLALÖGIN ,, GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Til hvers ? Hjálmar Kristinn Helgason skrifar: Mig langar að koma á framfæri vonbrigðum mínum með forsíðu Fréttablaðsins fimmtu- daginn 20 maí 2003. Mynd þar sem sýnir vettvang hörmulegs bílslyss á Reykjarnes- brautinni er blaðinu til skammar. Mér er al- gerlega fyrirmunað að skilja hverju blaðið ætlar að ná fram með þessari myndbirt- ingu. Lengi hefur það tíðkast á Íslandi að birta myndir af vettvangi slysa, myndir sem sýna ummerki eftir slys og jafnvel björgun- arfólk að störfum, en með þessari mynd- birtingu er brotið blað í kaldrifjaðri „frétta- mennsku“. Ég legg til að þú, ágæti ritstjóri Fréttablaðsins, setjir þig í spor ættingja og skoðir málið út frá þeirra hlið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.