Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 20
Mikið hefur verið rætt um kynferð- islegt ofbeldi gagnvart börnum og tek ég heilshugar undir vanþóknun á því, allt ofbeldi sem snýr að börn- um er viðbjóður. En eitt er það of- beldi sem virðist ekki mega tala um, sem er andlegt ofbeldi gagn- vart börnunum sínum, sem mæður stunda með því að meina þeim að umgangast föður sinn. Börn sem þannig eru svipt föður sínum eru mjög viðkvæm. „Föðurlausum börnum er langtum hættara við að misnota vín og vímuefni, við geðrænum vandamál- um, við sjálfsmorði, að flosna upp úr skóla, við barneignum á táningaaldri, og afbrotum,“ segir í bandarískri rannsókn á börnum frá föðurlausum heimilum. Viljið þið mæður frekar eiga þetta á hættu en að leyfa börnunum að njóta þeirra mannréttinda að þekkja og umgangast báða foreldra? Það er of algengt að feður þurfi að kaupa um- gengni við börnin sín. Í forræðisdeilum spila barnameðlögin alltaf inn í dæmið hjá konunum eins og það sé meira virði en börnin og þær jafnvel hugsa ekki um það hvernig börnunum líður þegar þau fá ekki að sjá föður sinn nema einhverja vissa daga. Svo er föðurnum hótað að hann fái ekki umgengni við börnin nema hann spili eftir höfði mæðranna. En er það ekki réttur barnanna sem á að hugsa um? Mesti glæpurinn á Íslandi er að þessi föðursvipting er leyfð í for- ræðisdeilum, glæpurinn er viss hefð hér á Íslandi og taka dóms- kerfið, kirkjan og heilbrigðiskerfið þátt í þessum glæp með því að taka ekki á því. Dómarar eru oftar en ekki búnir að taka ákvörðun um að konan fái forsjána en feðurnir ein- ungis pabbahelgar, þótt þau séu sögð vera jafn hæf til að fara með forsjá barnanna. Eru helstu rökin þá yfirleitt þau að börnin hafi verið meira hjá móður en föður og oft er það vegna þess að konurnar hlaupa að heiman með börnin með sér þeg- ar foreldrar skilja og meina svo föð- ur umgengni við börnin. Svo er sú staðreynd að félags- ráðgjafar, sálfræðingar og starfs- menn annarra leiðandi atvinnu- greina í uppeldisfræðum eru 90% kvenkyns. Þá er það spurningin um jafnrétti. Konur þið eru alltaf að heimta meiri jafnrétti, en hvar er jafnréttið í þessu málum? Mér finnst að allt jafnréttis- og jafnræð- ishjal af vörum kvenna sé innan- tómt píp meðan málum er svo hátt- að. Einnig virðist enginn vilji hjá yf- irvöldum til að breyta þessu, enda er þessi málaflokkur studdur nán- ast eingöngu af konum. Ef það er rétt að konur vilji fá jafnrétti, hvernig getum við þá búist við því að ná því á meðan við völtum yfir karlmennina á sviði forræðismála? Þurfum við ekki að hreinsa til með- al okkar fyrst? Það eru mannrétt- indi að hafa sömu laun, en er þá ekki líka mannréttindi að fá að um- gangast börnin sín? Svo eru það líka mannréttindi barnanna að fá að um- gangast bæði móður og föður. Þurf- um við ekki að staldra við, konur sem viljum jafnrétti á öllum svið- um. Það eru alltof margar konur sem eyðileggja jafnréttið með dóm- greindarleysi eða hvað er það annað að misnota lítil saklaus börn. Það er einhver gömul klisja að konan sé eitthvað skrítin eða í einhverju rugli eða lyfjum ef hún fellst á sam- eiginlegt forræði, en er það ekki einmitt vel gefin og hugsandi kona sem ætti að líta upp til, kona sem hugsar fyrst og fremst um hag barns síns. Hagsmunir barna eru við allar eðlilegar aðstæður að eiga sem best og traustust samskipti við báða for- eldra sína. Þegar karlmaður vill leita réttar síns og barnsins kemur hann alls staðar að lokuðum dyrum vegna þess að konur eru alls staðar við þau störf sem lúta að þessum málum. Hvar er jafnréttið? Það seg- ir í Barnalögunum og í Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna að „öll börn eiga rétt á að þekkja báða for- eldra sína“ – hvort sem þau eru í sambúð eða ekki. Það virðist ekki þurfa að fara eftir þessu hér á Ís- landi eða hvað? Dómkerfið, lög- fræðingar og sálfræðingar taka þátt í föðursviptingunni á einhvern hátt. Konur það erum við sem viljum jafnrétti en þurfum við þá ekki að taka á þessu, jafnrétti er nú jafn- rétti á öllum sviðum ekki bara að karlmenn eigi að gefa eftir á vinnu- markaðnum og við völtum yfir þá á andlega sviðinu, það kallast bara kvenremba en ekki jafn réttindi. Á meðan feður eru ekki viðurkenndir sem uppalendur verður ekki jafn- rétti á vinnumarkaðnum. Konur sem geta lagt sig svo lágt að tala illa um föðurinn við lítil börn, þurfa þær ekki á einhverri hjálp að halda eða er það bara sjálf- sagt að særa börnin sín. Börn sem beitt eru kynferðisofbeldi og and- legu ofbeldi upplifa sömu andlegu áhrifin, höfnun, sársauka, brotna sjálfsmynd. Eini munurinn er að saurgun fylgir kynferðisafbrotum - annað er eins. Svo er það að svipta föðurnum forsjá yfir börnunum sem er iðulega sett fram sem of- beldi gagnvart föðurnum en er þó fyrst og fremst andlegt ofbeldi gagnvart börnunum. Hvað á barn að hugsa um föðurinn? Ef móðirin segir því ekki ástæðurnar fyrir því að barnið fái ekki að hitta föður sinn nema þessar pabbahelgar. Oft lenda börn í því að lifa og hrærast í lygum frá móður sinni um föður sinn. Að svipta börn föður er alvarlegt ofbeldi gagnvart barninu og því miður hefur það hlotið blessun í dómkerfinu og hjá kirkjunni. Hefur eitthvað verið kannað hver rótin sé að ofbeldi meðal unglinga með það í huga hvaða höfnun þau hafa mætt í lífinu? Er nokkuð til unglingavanda- mál í raun, er það ekki bara forsjár- og foreldravandamál – og það stórt? En ég skil ekki af hverju móðir er ekki þakklát fyrir það ef faðirinn vill taka þátt í uppeldinu og öðru sem snýr að barninu, burtséð frá því hvort foreldrarnir geta búið saman. Móðirin þarf tíma fyrir sig og er þá ekki gott að börnin séu hjá föður sínum í staðinn fyrir að vera hjá vinkonu móðurinnar og þess háttar. Við mæður teljum að við vitum hvernig börnunum okkar líður, en er það svo í raun? Hvers vegna er þá ekki betra samband á milli mæðra og barna? Mér finnst mikill skortur á því að börn og unglingar geti talað við foreldra sína. Hvernig vitið þið mæður hvort börnin þrá að tala um föður sinn eða vilji tala við hann? Þið lokið fyrir það, þannig að þetta brýst kannski út sem reiðiköst og þegar upp er staðið situr reiði í börnunum út í móður sína yfir því hvernig hún meinar þeim að kynn- ast föður sínum. Unglingar með brotna sjálf- mynd og innst inni reiði út í föður og móður gengur illa að hasla sér völl úti í þjóðfélaginu – í þessum til- vikum aðeins vegna lyga móðurinnar og umgengni- stálmana við föður. Eiga börn ekki rétt á fjöl- skyldulífi þótt það sé á tveimum stöðum? Hvað er það sem við mæður viljum sjá í börn- unum okkar? Er það sár- indi, reiði, ásökun? Eða viljum við sjá bros, gleði og hamingju? Við verðum að átta okkur á því að við eigum ekki börnin, þau eiga sig sjálf. Þetta er þeirra líf, eigum við að eyðileggja það með sjálf- selsku og eigingirni, með því að við mæður teljum okkur hafa meiri rétt til þeirra en feðurnir, en eig- um við ekki einmitt að hafa rétt og hagsmuni barnanna í fyrirrúmi? Í Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að börn eigi rétt á að þekk- ja báða foreldra sína og mynda við þá traust og gott samband. Í barna- lögum frá 2003 er einnig kveðið á um að börn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína á sama hátt. Eins og kemur fram hér að ofan, þá eiga börn sem hafa verið svipt föður í margvíslegum erfiðleikum ekki aðeins á barnsaldri heldur líka á fullorðinsárum. Þau eiga heilmik- ið óuppgert við fortíðina – ekki að- eins við feður sína heldur við sjálf sig og ekki síst við mæður sínar. Þegar ég var óþroskuð unglings- stúlka hvarf faðir minn einn daginn, en hann fór þessa leið sem við för- um öll, hann dó. En sú sálarkreppa sem ég fór í gegnum árin á eftir og enn í dag á miðjum aldri var slík að ég hef ekki náð mér að fullu. Ég var pabbastelpa og ef hann hefði ekki dáið heldur bara farið og mér verið meinað að hitta hann, hvernig hefði þá sálarlíf mitt verið? Með þessa reynslu get ég á vissan hátt sett mig í spor barna sem einn daginn eru svipt föður sínum og föðurímynd. Þótt foreldrar geti ekki búið saman þarf ekki að eyðileggja föð- ur- og móðurmyndina eða nota börnin í stríðsátökum. Ykkur kon- um finnst ég vafalaust stórorð en það eru ekki nema nokkrar af okkur sem haga sér svona en þær eru nógu margar og einnig eru það ekki allir karlmenn sem stunda kynferð- isofbeldi. Það eru hins vegar alltof margar konur og karlar sem stunda andlegt ofbeldi á börnum. Kynferð- islegt ofbeldi og andlegt ofbeldi eiga margt sameiginlegt, nema að það fylgir saurgun kynferðislegu ofbeldi. Að lokum spyr ég, er í raun ein- hver forsenda fyrir því að hægt sé að svipta annað foreldrið umgengni og umsjá án nokkurrar ástæðu? ■ 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Andlegt ofbeldi gegn börnum GUÐRÚN HELGA FRIÐRIKSDÓTTIR SKRIFAR UM FORELDRA OG BÖRN flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.500kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.600kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 26. maí. – 1. júní VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 3.500kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og GRÍMSEYJAR 3.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 47 99 05 /2 00 4 Fargjald fyrir börn 1 króna! Gildir aðra leiðina fyrir börn að 12 ára aldri, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun (við bætist flugvallarskattur og tryggingagjald, samtals 333 kr.). Ef það er rétt að konur vilji fá jafn- rétti, hvernig getum við þá búist við því að ná því á meðan við völtum yfir karl- mennina á sviði forræðis- mála, þurfum við ekki að hreinsa til meðal okkar fyrst? Er það ekki mannréttindi að hafa sömu laun, en er þá ekki líka mannréttindi að fá að umgangast börnin sín? ,, BÖRN AÐ LEIK Greinarhöfundur leggur áherslu á mikilvægi þess að börn fái að umgangast jafnt föður sem móður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.