Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 107 stk. Keypt & selt 22 stk. Þjónusta 46 stk. Heilsa 5 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 7 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 19 stk. Tilkynningar 2 stk. Æfingaprógramm í sundi BLS. 2–3 Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 25. maí, 146. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.41 13.25 23.11 Akureyri 2.59 13.09 23.23 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Dong Qing Guan er hávaxin ung kona frá Kína búsett hér á landi og er einna þekktust fyrir að kenna kínverska leikfimi. Löngunin til að prófa nýja hluti færði hana til Íslands fyrir rétt rúmum tólf árum og tók hún strax til við að kenna. Nokkrum árum síðar stofnaði hún Heilsu- drekann í Ármúlanum þar sem hún kenndi hugræna teygjuleikfimi og bauð upp á kínverska heilsumeðferð af ýmsu tagi. Nú, sjö árum seinna, hefur hún flutt Heilsudrekann í stærra hús- næði í Skeifunni og ætlar sér að reka þar heilsumiðstöð að kínverskum hætti þar sem allt starfsfólkið er kínverskt og menntað á sínu sviði. „Ég lauk löngu háskóla- námi í Kína áður en ég tók til við að kenna leikfimina. Þetta er nám sem finnst ekki hérna og snýst um allt sem við- kemur líkama og heilsu,“ segir Dong Qing Guan, sem sjálf hefur stundað kínverska leikfimi frá fimm ára aldri. „Til viðbótar því sem við höfum verið að bjóða upp á ætlum við að hafa kung fu fyr- ir alla aldurshópa og í sumar verðum við með námskeið í samstarfi við ÍTR sem er sérstaklega ætlað börnum frá fjögurra ára aldri,“ segir Guan. Kung fu er ævaforn bardagalist en kín- versk leikfimi á almennt rætur sínar að rekja til fornra varnarbragða. Jafnframt snúast æfingarnar að mestu leyti um að koma á jafnvægi milli huga og líkama og liggur þar ævagömul heimspeki að baki. „Æfingarnar eru flestar hægar og ætlað að styrkja vöðva og bæta jafnvægi líkam- ans. Það er hugurinn sem ræður ferðinni fyrst og fremst og er þetta afar gott gegn stressi og sjúkdómum. Rannsóknir hafa til að mynda sýnt fram á að tai chi, sem er gömul bardagaíþrótt, reynist fólki með hjartasjúkdóma mjög vel þar sem æfing- arnar virka á blóðflæðið og gefa aukna orku. Auk þess sem tai chi vinnur geng svefnvandamálum og losar um streitu,“ segir Guan. „Kínversk leikfimi er fyrst og fremst hugræn og þar á hreyfingin sín upptök,“ segir Guan og á miðju gólfi æfingarsalarins þar sem hún kennir er að finna kínverska táknið fyrir djúpa hugleiðslu. ■ Heilsurækt: Jafnvægi milli huga og líkama heilsa@frettabladid.is Þýsk rannsókn hefur leitt í ljós að þegar konur horfa á klám örvist sá hluti heilans sem heldur utan um skipulag og tilfinningar. Bæði karlmenn og konur nota þann hluta heilans sem snýr að minni. Vísindamennirnir treysta sér ekki til að draga þá ályktun að karlar hrífist með kláminu meðan konur noti stundina til að skipuleggja sumarleyfi og gera fjárhagsáætlun. Náttúrleg vörn í sólina frá Weleda er nú fáanleg í apótek- um, heilsubúðum og barnaversl- unum. Weleda-sólarlínan býður upp á andlitskrem með vörn 20, húðmjólk með vörn 15 og After sun áburð. Í þess- ari línu eru engin efni sem hafa skað- leg áhrif á húðina, eingöngu efni sem veita vörn, titandioxid og zinkox- id. Kremin eru vatns- held og veita bæði vörn fyrir UVA- og UVB-geislum sólar. Alpa- blómið Edelweiss er notað í sól- arkremin til að hjálpa húðinni að verjast skaðlegum geislum sólar- innar og að húðin eldist ekki of hratt. After sun áburðurinn er kælandi og inniheldur meðal annars aloa vera, ólífuolíu, sesamolíu, shea butter og E- vítamín. Í Weleda-vörum eru engar ólífrænar olíur, einungis notaðar jurtaolíur, allar jurtir eru lífrænt ræktaðar og innihalda engin aukaefni, engin ólífræn ilm- eða litarefni, engar dýratil- raunir og allar umbúðir eru end- urvinnanlegar. Brjóstakrabbamein hjá körlum er að verða algengara en áður en fæstir karlmenn ná að greina að eitthvað sé að fyrr en sjúkdómurinn hefur náð að þróast. Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar. Margir karlmenn virðast algjörlega ómeðvitaðir um þann möguleika að þeir geti fengið brjóstakrabba- mein enda er sjúkdómurinn mjög sjaldgæfur hjá körlum. Á síðustu tuttugu árum hefur hann þó auk- ist nokkuð. Karlar eru yfirleitt eldri en konur þegar sjúkdómur- inn greinist og er meðalaldurinn 67 ára. Þá er líklegra að krabba- meinið nái að breiðast út, enda greinist sjúkdómurinn yfirleitt sein- na. Hins vegar er mun auðveldara fyrir karla að finna fyrir breytingum í sínum brjóstum þannig að þessu mætti breyta með því að fræða karla betur um málið. Aðstandendur hafna beiðni um líffæragjöf frá nýlátnum ætt- ingja í 39% tilvika. Engu að síður er árlegur fjöldi líffæragjafa hér á landi svipaður og annars staðar á Norðurlöndum, eða 12 einstak- lingar á hverja milljón íbúa. Þetta kom fram í erindi Runólfs V. Jóhannssonar læknis á ársþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulækna- félags Íslands, þar sem hann skýrði frá niðurstöðum rannsókn- ar um líffæragjafir á Íslandi 1992–2002. Dong Qing Guan segir það skipta öllu máli að hugur og líkami vinni saman. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEILSU Viltu upplifa ævintýri? Að sigla er ævin- týri. Siglinganámskeið sumarsins eru hafin, skráðu þig sem fyrst! Siglinga- skólinn, s. 898 0599 & 588 3092. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Tolli á æfingu í Heilsudrekanum með Suhong Zhang, meistara sínum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P EJ TU R Krílin Litla barnið er komið með nafn. Við fórum með það í kirkjuna og létum skíra það! F02240504

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.