Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 22
Hláturinn lengir lífið segir máltækið og er örugglega dagsatt. Fátt losar jafn vel um spennu og góð hláturgusa og svo komast magavöðvarnir líka á hreyfingu. Tannburstun Gigt og tannburstun fara ekki vel saman en gigt getur gert daglegt verk eins og tannburstun að hræðilegri martröð. Til að leysa úr því er hægt að setja breiða gúmmíteygju á tannburstaskaftið eða festa það við svamp eða eitthvað svipað því. Ef axlahreyfingar eru takmarkaðar þá er hægt að lengja tannburstaskaftið með því að festa langt stykki úr við eða plasti við það. Einnig er hægt að takmarka hreyfingu með því að nota rafmagns- tannbursta. [ HEILSURÁÐ ] CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva. Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 Fæst í apótekum, Heilsuhúsinu, Nóatúni, Íslenskum markaði, Blómavali, Heilsuhorninu Akureyri • Styrkjandi • Mýkjandi • Hollt sælgæti Góðar sykurlausar hálstöflur „Ég reyni að passa upp á að borða að minnsta kosti eina almennilega máltíð á dag, sem er rík af vítamín- um, orku, kolvetnum og próteinum,“ segir Ívar Örn Sverrisson leikari. „Svo reyni ég að fá mér ekki sæt- indi um leið og ég er búinn að borða. Þetta er ákveð- in kenning hjá mér, að betra sé að leyfa matnum að meltast aðeins áður en maður dembir í sig sykri.“ Ívar Örn segist frekar meðvitaður um að hann þurfi að hreyfa sig reglulega, þótt hann sé ekki í stífri þjálfun. „Ég fer í sund og geri upphífingar og armbeygjur. Svo hef ég bara mikla þörf fyrir að hreyfa mig og fer stundum út að hjóla eða í körfu- bolta. Núna er ég til dæmis í söngleiknum Fame og þar eru reglulega dansæfingar. Þetta fylgir því að vera leikari, maður er vanur að hita sig upp og reyn- ir að halda líkamanum í góðu formi svo maður sé til- búinn fyrir æfingar og sýn- ingar. Oft þarf ég að geta stokkið, hlaupið og dansað á sviðinu en líka að geta leikið án þess að vera lafmóður.“ Ívar Örn segist hafa komið sér upp smá æfingaáætlun sem hann fylgir þegar hann fer í sund. „Yfirleitt fer ég í Vesturbæjarlaugina, út á Sel- tjarnarnes eða upp í Árbæ, því þar eru upphífingarstang- ir. Ég fer í útiklefann og tek þessi sett af upphífingum, armbeygjum og magaæfing- um. Þetta tekur ótrúlega stuttan tíma en ég er samt mjög þreyttur á eftir og þá skelli ég mér aðeins í pottinn.“ „Þetta hefur haldið mér í formi þegar ég hef lítinn tíma og þeir sem eru mjög sterkir geta tekið fjórða settið af armbeygjum í lokin. Það fer alltaf eftir dagsformi hvort ég tek þetta allt eða bara hluta af æfingunum. En mér finnast upphífingarnar ákveð- inn mælikvarði á það í hversu góðu formi ég er og það er mér mikilvægt að taka alltaf að minnsta kosti tólf.“ audur@frettabladid.is Flestir foreldrar vilja ólmir efla hreysti barna sinna og hafa það að leiðarljósi að koma þeim í hópí- þróttir af ýmsu tagi. Sumum reyn- ist þetta erfitt þar sem mörgum börnum finnast íþróttir einfald- lega ekki skemmtilegar. Ef það er upp á teningnum þá þarf endilega að komast til botns í málinu og leysa það í staðinn fyrir að neyða börnin í hópíþróttir. Margar ástæður eru fyrir því að börn vilja ekki stunda íþróttir, bæði líkamlegar og andlegar. Sumum börnum finnst þau vera ólík jafnöldrum sínum og finnst óþægilegt að taka þátt í hópíþrótt- um, sum börn vilja ekki bregðast foreldrum sínum og sumum börn- um finnast þau ekki nógu hæfi- leikarík til að iðka hópíþróttir. Eins og margir fullorðnir hafa sum börn einfaldlega ekki áhuga á íþróttum en þau geta samt haldið sér í góðu formi. Hægt er að hvet- ja börn til að hjóla, hlaupa eða ganga eða iðka aðrar íþróttir sem fela ekki í sér samkeppni. Mikil- vægt er að börn fari í læknisskoð- un áður en þau byrja að stunda íþróttir reglulega. Þó að börn taki upp á að iðka íþróttir sem foreldrarnir höfðu ekki í huga er mjög mikilvægt að foreldrarnir styðji við bakið á þeim, sýni þolinmæði, afmarki börnunum raunhæf markmið og etji þau áfram í átt til heilbrigðari lífsstíls. ■ Hreysti og börn: Hvað geta foreldrarnir gert? Íþróttaiðkun stuðlar að heilbrigðari lífsstíl barna. Hvernig heldurðu þér í formi? Með æfingaáætlun í sundi Ívar Örn Sverrisson leikari segir upphífingarnar ákveðinn mælikvarða á það í hversu góðu formi hann er. Æfingaáætlun Ívars Arnar 12 upphífingar 15 armbeygjur með fætur uppi á bekk, þannig tek ég ofar á brjóstvöðvunum 10 upphífingar 15 armbeygjur með „nálægu gripi“, handleggi upp við rifbein, sem reynir meira á þríhöfða 8 upphífingar 15 armbeygjur með hendur undir líkamanum 15 sinnum hnjályftur þar sem hnjám er lyft upp að bringu 5 mjóbaksæfingar, ligg á maganum og lyfti höndum og fótum Armbeygjurnar eru gerðar á mismunandi hátt til að fá átak á ólíka vöðva.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.