Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 23
Sala línuskauta hefur verið að aukast mjög mikið síðustu ár og er elsti kaupandi þeirra sem ég hef afgreitt um sjötugt,“ segir Bjarni Baldursson, sölumaður í íþróttaversluninni Útilífi, en hann sérhæfir sig í að selja línuskauta og veita fólki ráðgjöf við kaup á þeim. „Það er mjög gott fyrir maga, rass og læri að leika sér á línu- skautum og jafnvel hollara en skokk því hnén verða fyrir minna hnjaski,“ segir Bjarni og bætir við að margar útgáfur séu til af línuskautum. Hægt er að kaupa stækkanlega barnaskauta en þeir eru til í núm- erunum 30-33 og einnig 34-37 og kosta 3.990 krónur. Síðan er hægt að fá fullorðinsskauta í númerun- um 35-48 og eru þeir á verðbilinu 7.990 krónur og upp í 24.990 krón- ur. Svo þarf líka að huga að hlífum en mikilvægast er að fólk sé með hjálm og úlnliðahlífar. Gott er að fjárfesta einnig í hnéhlífum og olnbogahlífum til að hafa öryggið á oddinum. „Hægt er að kaupa hlífapakka hjá okkur sem inni- heldur úlnliðahlífar, hnéhlífar og olnbogahlífar sem er náttúrlega skynsamlegast að nota ef forðast á meiðsl,“ segir Bjarni. „Það er mjög mismunandi hvernig skautar henta fólki best, það fer allt eftir því hvernig það skautar,“ segir Bjarni. Ef fólk er að hugsa um að gera einhverjar kúnstir á pöllum og handriðum þá er hægt að kaupa svokallað freestyle skauta. Hjólin á þeim eru minni og mýkri og grípa bet- ur, en á móti kemur að hraði er ekki mikill þar sem litlu hjólin hafa minna viðnám við götuna. Ef fólk vill hins vegar fara hratt og komast leiðar sinnar á sem skemmstum tíma þá eru notuð stærri og harðari dekk sem auka hraðann. „Tvær legur eru í hverju dekki og er betra fyrir byrjendur að vera með lakari legur sem snú- ast ekkert voðalega hratt. Staðal- legurnar heita Apec og hafa þau númerin einn, þrír, fimm eða sjö. Því hærri sem talan er því hraðari snúast legurnar,“ segir Bjarni, sem hefur greinilega mikið vit á línuskautum enda búinn að leika sér á þeim síðan árið 1993. „Það er mjög fínt að skauta í Reykjavík og ég get stundum skautað allt frá mars og fram í desember. Stundum er mikið salt og sandur á götunum og mætti því sópa þær fyrr en yfirleitt er mjög gott að komast leiðar sinnar á milli bæjarhluta,“ segir Bjarni og bætir við að vinsælasti staðurinn til að skauta sé Nauthólsvík. Nokkur slys verða á ári hverju af völdum línuskautaiðkunar en samkvæmt Ófeigi Tryggva Þor- geirssyni, lækni á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi eru þau ekki al- varleg. „Aðallega eru þetta úlnliða- meiðsl og handarmeiðsl en engin stórslys. Einnig er svolítið um tognanir og mar,“ segir Ófeigur. ■ 3ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 Loksins! Besta bók sem ég hef lesið um andleg málefni er komin út á íslensku. Í raun er bókin sambland úr tveimur bókum eftir búddamúnkinn og sálfræð- inginn Jack Kornfield og nefnist á íslensku Um hjartað liggur leið í þýðingu Sigurðar Skúlasonar. Ég las bókina A Path With Heart fyrst á ensku árið 1997 og hef les- ið reglulega í henni síðan. Bókin er einstök vegna þess að hún er svo manneskjuleg. Kornfield varði átta árum sem munkur í Austurlöndum en þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna átt- aði hann sig á því að hann ætti margt eftir ólært. Hann hafði ekki sinnt tilfinningum sínum og líkama. Bókin fjallar um það hvernig Kornfield náði að sam- hæfa hugleiðslutækni búdda- munksins og lífsstíl hins vest- ræna manns. Hann tekur fyrir allar þær hættur sem leynast á vegi andlegra leitenda. Sérstak- lega finnst mér kaflinn Nýju föt- in keisarans góður en hann fjall- ar um fögur fyrirheit og síðan svik andlegra kennara úr öllum hefðum. Bókin er skyldulesning fyrir alla sem stunda andlegt líf- erni af einhverju tagi, hvort sem þeir eru kristnir, búddistar, múslimar eða mannræktar- sinnar. Eftir að hafa farið svo fögrum orðum um bók finnst mér mikilvægt að taka fram að ég hef engra hagsmuna að gæta hér. Vissulega þekki ég Sigurð Skúla- son en það er Salka bókaforlag sem gefur bókina út og ég hagn- ast ekki persónulega á því að veita henni meðmæli. Ég geri það einungis vegna þess að ég trúi að margir geti hagnast á því að lesa um leið hjartans. ■ Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Leið hjartans gbergmann@gbergmann.is. Í þessari Ayurveda-teblöndu er m.a. Pu-Erh te, sem er notað víða um heim til megrunar. Einnig er í blöndunni Maté, náttúrulegur orkuauki frá Suður-Ameríku, en í því eru nærandi og andoxandi efni. Jafnvægi jurtablöndunnar er fullkomnað með hreinsandi jurtum svo sem rósmarín, rauðrunna og brenninetlu. Fullkomið jafnvægi Slim & Fit te inniheldur jurtir til að örva efnaskiptin og er kjörin viðbót við æfinga- og mataræðisprógrömm Lífrænt hreinsandi og hressandi jurtate Einnig eru til fleiri tegundir í Yogi línunni eins og t.d. De-Tox, Licorice, Green Power ofl. Bjarni Baldursson segir gott fyrir maga, rass og læri að leika sér á línuskautum. Sumarið er tíminn fyrir línuskauta: Holl, góð og skemmtileg hreyfing Lilja Guðnadóttir, snyrtifræð- ingur, nuddari og ilmkjarna- fræðingur í Hveragerði, hefur um árabil framleitt sérstaka saltpúða og baðsölt með ilm- kjarnaolíum. „Ég hafði sjálf prófað að fara í saltböð og fund- ið hvað þau gerðu mér gott,“ segir Lilja. „Ég notaði saltböðin fyrst sem snyrtifræðingur fyrir mína viðskiptavini, en draumur- inn var alltaf að koma þessum efnum í poka sem fólk gæti lagt á líkamann. Það tók mig mörg ár að þróa saltpokana sem eru hit- aðir upp í ofni.“ Þess má geta að Lilja hefur fengið viðurkenn- ingu frá Iðntæknistofnun fyrir pokana. Þegar Lilja hafði bætt við sig ilmkjarnafræðunum fannst henni freistandi hugmynd að sameina þetta tvennt, saltið og ilmin. „Nú nota ég ilmkjarnaolí- ur í baðsöltin og nú eru sjö teg- undir á markaðnum. Lilja segist líka vera með stó- kostlega salvíublöndu sem virk- ar sérlega vel fyrir konur á breytingaskeiði. „Hún svínvirk- ar á svitakófin, það veit ég af eigin reynslu,“ segir Lilja hlæj- andi. „Það hafa fundist ös- trogenefni í salvíunni sem hefur leiðréttandi áhrif á truflanir í hormónakerfinu. Það nýjasta hjá Lilju eru sælupúðar og gælupúðar en í þá notar hún lífrænt ræktað bygg frá Móður jörð á Egilsstöðum. „Gælupúðarnir eru lagðir á aug- un og taka burt þreytu og bólgu en sælupúðarnir eru með pip- armintu og fólk getur haft þá við mjóbakið þegar það ekur bíl eða horfir á sjónvarpið. Ilmúðarnir eru svo flunkuný afurð, en lík- amsúðinn er notaður við hver- skyns kvillum og heimilisúðinn virkar á uppsafnaða neikvæða orku innan heimilisins. Hann drepur líka bakteríur þannig að hann er tilvalinn til að koma í veg fyrir kvef og pestar. „ Vörur Lilju eru til sölu í Betra lífi og Rammagerðinni. ■ [ ILMÚÐi, BAÐSÖLT OG SÆLUPÚÐAR ] Næring fyrir líkama og sál Lilja Guðnadóttir hefur þróað heilsuvörur úr ilmkjarnaolíum, byggi og salti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.