Fréttablaðið - 25.05.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 25.05.2004, Síða 28
Stokkandarhjón á Tjarnarbakkanum. Engu líkara en að þau séu að velta fyrir sér hvað gerist innan dyra í ráðhúsinu. SJÓNARHORNSVIPMYND SANDGERÐI: SJÁVARPLÁSS YST Á REYKJANESI ÍBÚAFJÖLDI : 1.398 EINKENNI: Flatt landslag og fá- breytt. VEÐURFAR: Aldrei logn. ÞEKKTASTI ÍBÚI Í SANDGERÐI FYRR OG SÍÐAR: Fjöllistakonan Leoncie býr í Sandgerði með Viktori unnusta sínum. FRUMKVÖÐLAR: Árið 1918 var sett upp í Sandgerði fyrsta rafstöðin á Suðurnesjum. Um tíma á sjöunda áratugnum var rekin glerverksmiðja í Sandgerði. ÞURR BÆR: Fyrstu félagasamtök í Sandgerði voru góðtemplarastúkur sem störfuðu á síðasta tug 19. aldar. VISSIR ÞÚ ... ... að hestur sem vegur 600 kíló étur sjö sinnum þyngd sína á ári. ... að kamelljón geta horft í tvær áttir í einu. ... að simpansar eru einu aparnir sem þekkja sjálfa sig í spegli. ... að kakkalakki getur lifað hátt í viku hauslaus. ... að kvenmakríllinn gýtur 500.000 eggjum í einu. ... að vírus sem gekk í Bandaríkj- unum árið 1872 drap fjórðung allra hesta í landinu. ... að köttur getur lifað lengur án vatns en kameldýr. ... að í venjulegu rúmi eru um það bil sex milljarðar rykmaura. 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR8 „Alltaf gaman að sjá árangur erfiðisins,“ segir Þórarinn. Þórarinn Halldórsson, verkstjóri hjá Jarðkrafti: Erfiðast að falla á tíma Í hverju felst starfið? Ég stjórna bæði mannskap og vélum hjá jarðvinnufyrirtækinu Jarðkrafti. Hvenær vaknarðu á morgnana? Klukkan sjö. Ekki veitir af því ég mæti í vinnuna hálf átta. Hversu lengi vinnurðu? Oftast til klukkan sjö á kvöldin og stundum lengur. En við reynum að hætta sjö. Hvað er skemmtilegast við starfið? Fjölbreytnin er skemmtilegust og svo er alltaf gaman að sjá árangur erfiðis- ins og koma hlutum í verk. En erfiðast? Að standast ekki áætlun með verk og vera að falla á tíma. . Hvað gerirðu eftir vinnu? Stundum þarf ég að útrétta eitthvað fyrir sjálfan mig. Svo fer ég heim að borða kvöldmat. Hvað gerirðu um kvöldið? Slaka á, spjalla við aðra í fjölskyldunni og horfi á sjónvarpið. HVUNNDAGURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.