Fréttablaðið - 25.05.2004, Síða 30

Fréttablaðið - 25.05.2004, Síða 30
22 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ AFMÆLI Fyrsta Stjörnustríðsmyndin(Star Wars) var frumsýnt fyr- ir 27 árum í dag, eða 1977. Mynd- in varð strax mjög ofarlega á öll- um vinsældarlistum og sló hvert aðsóknarmetið á fætur öðru. Myndin hlaut samtals sex Ósk- arsverðlaun fyrir bestu sviðs- mynd, búninga, tæknibrellur, klippingu, tónlist og hljóðvinnslu. Auk verðlaunanna var leikstjóri myndarinnar, George Lucas, til- nefndur fyrir bestu leikstjórn, myndin var tilnefnd sem besta myndin auk þess sem Alec Guinness var tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki. Myndin var að mestu tekin í Túnis, Gvatemala og í Kaliforníu. Tæknin sem notuð var í myndinni hafði ekki sést áður á hvíta tjald- inu og vakt því mikla athygli. Ge- orge Lucas tefldi fram í aðalhlut- verkum þremur ungum og óþekktum leikurum, Marki Hamil sem Luce Skywalker, Harrison Ford sem Han Solo og Carrie Fis- her sem Prinsessan Leia. Myndin var endurútgefin árið 1997 og nýtur enn gríðarlega vin- sælda. Þeir listar sem gerðir hafa verið yfir bestu myndir allra tíma innihalda iðulega þessa fyrstu Stjörnustríðsmynd enda áhrif hennar á kvikmyndaheim- inn mikil. ■ ■ ANDLÁT Aðalsteinn Axelsson, fyrrum bifreiða- stjóri, Grenivöllum 28, Akureyri, lést laugardaginn 22. maí. Bára Helgadóttir, Unufelli 29, Reykjavík, lést miðvikudaginn 12. maí. Guðmundur Sigurðsson, Hörgslundi 4, Garðabæ, lést föstudaginn 14. maí í Brighton, Englandi. ■ JARÐARFARIR 13.30 Bára Kjartansdóttir frá Mið- hvammi, til heimilis að Byrgis- holti, Aðaldal, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju. 13.30 Stefán Sigurðsson frá Reyðará í Lóni, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju. 13.30 Þorsteinn Gestur Eiríksson hljómlistarmaður, Álftamýri 24, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 15.00 Bergur Eiríksson, Austurbrún 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 15.00 Guðmundur S. Thorgrímsen verður jarðsunginn frá Grensás- kirkju. 15.00 Ingvar Daníelsson, Hólabergi 76, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. Jón Kjartansson frá Pálmholti er 74 ára. Hugo L. Þórisson sálfræðingur er 55 ára. Jóhannes Karl Guðjónsson knattspyrnumaður er 24 ára. Þetta er eins og hver annardagur og ekkert planað í til- efni dagsins,“ segir Jóel Pálsson, saxófónleikari sem er 32 ára í dag. Aðspurður segir Jóel hafa í ýmsu að snúast þessa dagana. Hann var að ljúka við gerð tón- listar við dansverk Íslenska dansflokksins, en verkið var sýnt á opnun listahátíðar fyrr í mán- uðinum. Auk þess spilar Jóel í Edith Piaf en sýningin var frum- sýnd á dögunum í Þjóðleikhúsinu og er uppselt á flestar sýningar fram í miðjan júní. Jóel segist ekki vanur að halda upp á afmæli sitt heldur kýs hann fremur að fara út að borða með konu sinni. 32 ára afmælið verð- ur engin undantekning að því leyti að veisla hefur ekki verið skipulögð. „Ætli kvöldinu verði ekki eytt í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Jóel. Þegar Jóel er inntur eftir eft- irminnilegasta afmælisdeginum kveðst hann ekki muna eftir ein- um degi frekar en öðrum, í minn- ingunni ber 25. maí þó alltaf upp á góðviðrisdegi. „Ætli ég hafi ekki eytt ófáum afmælisdögum í útiveru þegar ég var yngri. Ég var ekkert sérstaklega mikið af- mælisbarn en man þó eftir ein- hverri spennu sem tengdist deg- inum,“ segir Jóel og bætir við að nú taki hann deginum svona mátulega hátíðlega. „Eitt af því merkilegra við daginn er að Miles Davis á sama afmælisdag og ég,“ bætir Jóel við hlæjandi. „Nú er bara að bíða og sjá hvort veðrið verði ekki frábært eins og á mínum yngri árum,“ segir Jóel að lokum. ■ AFMÆLI JÓEL PÁLSSON ■ er 32 ára í dag. Ætlar að eyða deginum með fjölskyldunni. LAURYN HILL Afmælisbarn dagsins er 29 ára. Lauryn er söngkona og hefur getið sér gott orð með hljómsveitinni The Fugees auk þess sem hún hefur gefið út sólóplötu. 25. MAÍ HAMELL, FISHER OG FORD Hér sjást ungu og óþekktu leikararnir í hlutverkum sínum í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. Fyrsta Stjörnustríðsmyndin FYRSTA STJÖRNUSTRÍÐSMYND- IN FRUMSÝND ■ Leikstjórinn George Lucas frumsýndi Stjörnustríðsmynd sína á þessum degi fyrir 27 árum. 25. MAÍ 1977 Við þökkum innilega þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug í orði og verki í veikindum, við andlát og útför okkar elskaðrar móður, sambýliskonu, tengdamóður og ömmu Gerðar Sigfúsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans og líknardeildarinnar í Kópavogi. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Karl Sesar Sigmundsson Sveinbjörg Sigurðardóttir Gunnrún Gunnarsdóttir Magnús G. Helgason Friðrik Marinó Friðriksson Helgi Magnússon Guðrún Inga Grétarsdóttir Gerður Lind Magnúsdóttir Ingunn Hlín Friðriksdóttir Guðbjartur Magnússon Arnar Már Friðriksson Sólrún Dögg Magnúsdóttir Gunnar Friðriksson JÓEL PÁLSSON Saxófónleikarinn hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann leikur meðal annars í Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu. Sama afmælisdag og Miles Davis Bókmenntaverðlaun norrænnaglæpasagna, Glerlykillinn, voru afhent með viðhöfn í Nor- ræna húsinu nú um helgina. Að þessu sinni féllu þau í skaut Norð- manninum Kurt Aust, fyrir bók- ina Hjemsökt eða Heimsókn eins og það myndi útleggjast á ís- lensku. Þetta er þriðja skáldsaga Austs og jafnframt þriðja sagan um félagana Thomas af Boueberge, prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla og norska sveitapiltinnÝog munaðarleys- ingjann Petter Hortten, aðstoðar- mann hans. Sagan gerist, eins ogÝfyrri tvær skáldsögur Austs, í upphafi 18. aldar. Hér greinir frá ýmsum hremmingum sem sögu- maður lendir í þegar honum er falið að fylgja útsendara páfa- garðs um hið harð- og strjálbýla heimaland sitt, Noreg árið 1703. Bókin var valin besti norski reyfarinn í fyrra en stjarna Aust hefur farið rísandi í heimalandi hans. Í umsögn um bókina er hún sögð feikilega vel heppnuð og vel unnin söguleg glæpasaga, sem tekur á þeim miklu breytingum sem áttu sér stað á sviði heim- speki og vísinda um aldamótin 1700 og sagan sé miklu meira en „bara“ glæpasaga. Íslendingar sáu á eftir Glerlyklinum í ár en Arnaldur Indriðason hlaut hann síðustu tvö skiptin. ■ VERÐLAUN GLERLYKILLINN AFHENTUR ■ Kurt Aust valinn besti norræni glæpa- sagnahöfundur síðasta árs. Glerlykillinn til Noregs KRISTINN KRISTJÁNSSON Formaður Hins íslenska glæpafélags sem stóð að afhendingu Glerlykilsins í Norræna húsinu um helgina. ■ ÞETTA GERÐIST 1787 Stjórnarskrárráðstefna er sett í Philadelphiu, Bandaríkjunum. 1810 Uppreisn Argentínu gegn Spáni hefst. 1895 Leikskáldið Oskar Wilde er dæmt í fangelsi vegna blygðunarbrota. 1946 Transjórdanía, sem nú heitir Jórdanía, verður konungdæmi. 1961 John F. Kennedy, forseti Banda- ríkjanna, leggur það til að maður verði sendur til tunglsins fyrir lok áratugarins. 2002 Meira en 200 manns láta lífið þegar kínversk farþegaþota, Boeing 747, fórst.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.