Fréttablaðið - 25.05.2004, Síða 32

Fréttablaðið - 25.05.2004, Síða 32
25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Eftir Frode Överli Eitt sinn vann ég á kínverskum veitingastað, bar þar fram djúp- steiktar rækjur í súrsætri og núðlur með kjúkling. Staðurinn hét Singapore en þar var kín- verskur kokkur. Okkur kom ágætlega saman. Áttum samt erfitt með að tala þar sem hann talaði vonda ensku að mér fannst. Á staðnum var líka heimsend- ingarþjónusta. Mikið hringt og fólk oft með undarlegar beiðnir. Eitt sinn hringdi maður sem sagðist vera með ofnæmi fyrir þriðja kryddinu. Lítið mál að bregðast við því hélt ég. Bað manninn að bíða meðan ég út- skýrði það fyrir kokkinum. „Tony,“ sagði ég. „Is it possible to skip the third spice?“ Kokkurinn horfði skilningsvana á mig. „He’s allergic to the third spice so can we skip it,“ útskýrði ég og benti á símann. Kokkurinn horfði furðu- lostinn á mig. Spurði loks um hvaða krydd ég væri að tala. Nú voru góð ráð dýr. Ég var farinn að blóta kokkinum innra með mér en ákvað að reyna upplýsa fáfróðan Asíubúann. Sagði honum að salt og pipar hefðu verið fyrstu kryddin svo hefði þriðja kryddið komið. Kokkurinn skildi ekki orð. Gapti og yppti öxlum. Helvítis kokkurinn hugsaði ég. Sex ára nám og hann veit ekki hvað þrið- ja kryddið er. Ég reyndi aftur að útskýra fyrir honum þetta með saltið og piparinn en með sama árangri. Tók loks upp tólið og ætlaði að útskýra fyrir manninum í síman- um að kokkurinn vissi ekki hvað þriðja kryddið væri. Maðurinn hafði augljóslega legið á hleri. Sagði mér kurteislega að þriðja kryddið héti msg á ensku. Msg hváði ég. Leit á helvítis kokkinn og sagði „MSG“. Kokkurinn rang- hvolfdi augunum og sagðist ekki nota það. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON LÉT FORDÓMA HLAUPA MEÐ SIG GÖNUR ■ Þriðja kryddið Nei, hann vildi ekki hjálp HA Mun bresta í gleraugum? Flygist með! Zoe, farðu og spurðu pabba þinn hvort hann vilji hjálp við að leggja á borð. OK AAAtjúúuu Oojjjjjj þurrk! þurrk! Ég sakna litla mjúka leikfangsins. Ég saknaOddans míns. ÉG sakna heyrnarinnar. Hvernig hefur gengið með vinnu og svoleiðis upp á síðkastið? En nú er í byrjaður á nýrri seríu sem ég vona að slái í gegn! Jæja.. Þessi fellur betur að siðferðis- kennd almennings, svo hún höfðar meira til barna en sú fyrri! Þú veist að peningarnir liggja núorðið í vörusölu og svoleiðis! Hvernig fór með leirkallasjónvarps- seríuna! Þessa sem þú ætlaðir að selja MTV og verða milljóner... Já, hún! Hún var...Æ þú veist...Maður verður svo djöfulli klístraður á puttunum af því að móta þetta. Ja... Ég var með teiknimynda- seríu í DV í smá tíma, en hún var eitthvað yfir strikið svo það varð ekkert meira úr því... Elsku Palli! Við getum alveg talað saman þó mér finnist Kjarri vera meiri töffari. Palli? Pallagull? Ertu þarna? Hei, elskan! Djísús! Þú næstum hræddir úr mér líftóruna! Næstum er ekki nógu gott! Elskan!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.