Fréttablaðið - 25.05.2004, Side 33

Fréttablaðið - 25.05.2004, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 ■ TÓNLIST TÓNLIST Idol-dómarinn vægðar- lausi, Simon Cowell, segir að söng- konan Britney Spears þurfi að grenna sig ætli hún að halda áfram að dansa fáklædd uppi á sviði. Spears, sem er 22 ára, er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni Toxic. Sviðsframkoma hennar telst afar djörf enda sprangar hún oftast um sviðið á undirfötunum einum saman. „Hún hefur gefið út góðar plötur eins og Baby One More Tim og Toxic,“ sagði Cowell. „En ég hef séð myndir af henni dansandi um svið- ið á nærfötunum. Ég hefði farið í líkamsræktarsalinn áður en ég gerði eitthvað svoleiðis. Því miður þá er þetta satt.“ Cowell er hins vegar ánægðari með stöllu hennar Christine Aguil- era. „Hún hefur frábæra rödd og hárrétt hugarfar. Munurinn á Brit- ney og Christinu er sá að Britney þarf að treysta á að aðrir semji og framleiði plöturnar fyrir sig. Christina er meira gamaldags. Hún er ótrúlega góð söngkona.“ ■ Enn fjölgar hljómsveitum á tón- listarsumrinu mikla. Rapparinn 50 Cent boðaði komu sína í gær og nú bætist breska léttrokksveitin Starsailor í hópinn. Ljóst er að barist verður um miðanna því tón- leikarnir verða haldnir á Nasa, sem rúmar aðeins um 700 manns. Tónleikarnir verða haldnir 11. júní og hefst miðasala 1. júní næstkomandi í verslunum Og- Vodafone og netslóðinni farfugl- inn.is. Miðaverð er aðeins 3000 kr. Starsailor sló strax í gegn hér á landi eftir að sveitin gaf út frum- raun sína Love is Here fyrir tveimur árum síðan. Þar láku lög- in Alcoholic, Poor Misguided Fool og Good Souls inn á meginstraum- inn. Platan fékk fínar móttökur gagnrýnenda og seldist eins og heitar lummur í Bretlandi. Við- tökurnar hér voru einnig mjög góðar. Starsailor þótti gera betur á annarri plötu sinni. Þeir fengu til liðs við sig upptökustjórann goð- sagnarkennda Phil Spector í tveimur lögum og urðu þannig óvart síðastir til þess að vinna með honum áður en hann var ákærður fyrir að myrða leik- konuna Lönu Clarkson. Hann gaf sveitinni nýjan tón og titillag nýju plötunnar, Silence is Easy, rann vel í landann. Nýjasta smáskífu- lagið, Fall to the Floor, er svo lík- legast vinsælasta lag sveitarinnar hér á landi frá upphafi. Í viðtali við Fréttablaðið sagði trommuleikarinn Ben að hann tryði á sakleysi Spectors. Hann kallaði upptökustjórann, sem er frægastur fyrir vinnu sína með The Crystals, The Ronettes, Roll- ing Stones, Ramones og Tinu Turner, sérvitran en óhæfan til þess að drepa nokkurn mann. Réttarhöldin í máli Spector eru við það að hefjast og líklegast fylgjast liðsmenn Starsailor vel með á kantinum. ■ Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, segist hafa orðið háð vímu- efnum vegna þess að hún var orð- in leið á að vera stimpluð sem „þybbna enska stelpan“. Kelly er nýkominn heim af meðferðarstofnun í Kaliforníu, þeirri sömu og bróðir hennar Jack sótti. Var hún send á stofnunina eftir að 500 pillur fundust undir rúmi hennar. Kelly, sem er 19 ára, segist fyrst hafa drukkið áfengi þegar hún var 12 ára. Henni gekk illa að aðlagast lífinu eftir að hún fluttist til Los Angeles og fór þá að sækja í harðari efni. Eftir það varð hún háð vímuefnum og var orðin það djúpt sokkin að hún beið eftir dauðanum. „Kvalastillandi lyf voru ekki einu lyfin sem ég tók undir það síðasta. Það leið ekki ein sekúnda í heilum sólarhring án þess að ég væri í einhvers kon- ar vímu,“ sagði hún. „Mér leið öm- urlega.“ ■ BRITNEY SPEARS Britney sýnir þrýstinn barminn á tón- leikum í Sviss á dögunum. Hún þarf að fara í megrun að mati Simon Cowell. Cowell segir Britney of feita AP /M YN D TÓNLIST STARSAILOR ■ Breska rokksveitin Starsailor heldur tónleika á Nasa 11. júní næstkomandi. Starsailor til Íslands STARSAILOR Halda tónleika á Nasa 11. júní næstkomandi. KELLY OSBOURNE Kelly er komin heim af meðferðarheimili vegna vímuefnanotkunar. Í vímu allan sólarhringinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.