Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 34
26 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Á HVOLFI Eric Guerrero hvolfir hér Mike Zadick í 60 kg flokki á úrtökumóti í Bandaríkjunum fyrir Ólympíuleikana í sumar. ■ GLÍMA Komandi verkefni A-landsliðanna: Hóparnir valdir FÓTBOLTI Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar A-lands- liðs karla í knattspyrnu, og Hel- ena Ólafsdóttir, þjálfari A-lands- liðs kvenna, völdu í gær hópa sína fyrir komandi verkefni. Karlalið- ið tekur þátt í þriggja þjóða móti í Manchester ásamt Englandi og Japan og hefst mótið á sunnudag- inn með leik Íslendinga og Japana en kvennalandsliðið á fyrir hönd- um tvo leiki í undankeppni EM, gegn Ungverjum ytra á laugar- daginn og gegn Frökkum á Laug- ardalsvelli 2. júní. KARLALIÐIÐ Markmenn Árni Gautur Arason Man. City Kristján Finnbogason KR Aðrir leikmenn Arnar Grétarsson Lokeren Hermann Hreiðarsson Charlton Helgi Sigurðsson AGF Arhus Þórður Guðjónsson Bochum Brynjar B. Gunnarsson Stoke Tryggvi Guðmundsson Örgryte Pétur H. Marteinsson Hammarby Auðunn Helgason Landskrona Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea Heiðar Helguson Watford Jóhannes K. Guðjónsson Wolves Indriði Sigurðsson Genk Bjarni Guðjónsson Coventry Ívar Ingimarsson Reading Marel Baldvinsson Lokeren Hjálmar Jónsson IFK Gautaborg Jóhann B. Guðmundsson Örgryte Kristján Örn Sigurðsson KR KVENNALIÐIÐ Markverðir Þóra B. Helgadóttir KR María B. Ágústsdóttir KR Aðrir leikmenn Olga Færseth ÍBV Erla Hendriksdóttir (F) Breiðablik Edda Garðarsdóttir KR Guðrún S. Gunnarsdóttir KR Laufey Ólafsdóttir Valur Íris Andrésdóttir Valur Málfríður E. Sigurðardóttir Valur Hrefna H. Jóhannesdóttir Medkila IL Dóra Stefánsdóttir Valur Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Hólmfríður Magnúsdóttir KR Björg Ásta Þórðardóttir Breiðablik Erna B. Sigurðardóttir Breiðablik Rakel Logadóttir Valur Dóra María Lárusdóttir Valur Embla S. Grétarsdóttir KR LEIKIR:  19.45. Fram og ÍA leika á Laugar- dalsvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Bein útsending á Sýn. SJÓNVARP:  17.00 Olíssport á Sýn  18.15.Motorworld á Sýn  18.30 Saga EM í fótbolta (10:16) á RÚV. Upphitunarþættir fyrir EM í fótbolta sem hefst í Portúgal 12. júní. Í þættinum er rakin saga Evrópumóta landsliða frá 1960 og fjallað um bestu leikina og leik- mennina og fallegustu mörkin.  18.45 Fákar á Sýn. Þáttur sem fjallar um allar hliðar hestamennskunn- ar.  19.15 UEFA Champions League á Sýn  22.00 Olíssportá Sýn  23.25 Trans World Sport (íþróttir um allan heim) á Sýn. SKAGAMENN LEIKA VIÐ FRAMARA Í KVÖLD Pressan er meiri á Skagamönnum að mati Birkis Kristinssonar. Fram og ÍA leika í Landsbankadeildinni í kvöld: Pressan meiri á Skagamönnum FÓTBOLTI Þriðja umferð Lands- bankadeildar karla hefst í kvöld með leik Fram og ÍA á Laugar- dalsvelli. Framarar hafa fjögur stig eftir sigur á Víkingum og jafntefli í Eyjum en Skagamenn hafa gert jafntefli í báðum sínum leikjum. Fréttablaðið bað Birki Kristinsson, markvörð ÍBV, að spá í leikinn en hann lék með ÍA á árunum 1985-1987 og Fram á ár- unum 1988-1995. „Framarar eru sterkari núna en þeir hafa verið undanfarin ár. Þeir eru búnir að fá Ríkharð Daðason, Þorvald Makan Sig- björnsson og Færeyingana tvo. Þeir eru að mínu mati miklu sterkari í ár en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Birkir, sem telur að Framarar verði frekar í baráttunni í efri hluta deildarinn- ar en þeim neðri eins og verið hef- ur undanfarin ár. „Það er líka gott fyrir þá að byrja vel. Þeir unnu fyrsta leikinn og það er nýtt fyrir þá, alla veg- ana í nokkuð langan tíma. Það hlýtur að gefa þeim byr undir báða vængi og efla sjálfstraust- ið.“ „ÍA gengur illa að skora. Þeir rétt pota inn einu marki á lokasek- úndunum í fyrri leiknum og ná ekki að skora í seinni leiknum,“ sagði Birkir. „Ef við horfum á þessi lið þá væri stemningin meiri hjá Fram. Þeir hafa byrjað betur en pressan er meiri á Skagamönn- um. Þetta er hörkulið hjá ÍA, ég er ekki í nokkrum vafa um það, en það þarf að sýna það á vellinum og koma inn mörkum til að ná í stigin.“ Birki finnst jafntefli líklegustu úrslitin en annað liðið nær sigri þá eru Skagamenn líklegri. „Pressan verður meiri á Skaga- mönnum og þá koma þeir einbeitt- ari í leikinn. Samt sem áður hef ég frekar á tilfinningunni að þetta verði jafntefli.“ ■ Gerard Houllierkeypti 29 leik- menn fyrir 128,6 milljónir punda þau sex ár sem hann stjórnaði Liverpool. Félagið fékk hins vegar rúmlega 45 milljónir punda fyrir 30 leikmenn sem seldir voru á sama tíma. Frakkinn Jean-Michel Ferri voru fyrstu innkaup Houllier. Ferri kom frá Istanbulspor fyrir 1,5 milljónir punda í janúar 1999 en fór til Sochaux fyrir sömu upphæð hálfu ári síðar. Emile Heskey var dýrastur þeir- ra sem Houllier keypti. Liverpool greiddi Leicester ellefu milljónir fyrir hann árið 2000. Salan á Robbie Fowler til Leeds í nóvember 2001, gaf Liverpool ellefu milljónir punda og Birmingham greiddi 6,25 milljón- ir fyrir Heskey í síðustu viku. ■ ■ Tala dagsins 128 Forseti Real Madrid: Það voru mistök að ráða Queiroz FÓTBOLTI „Ég verð að viðurkenna að það voru mistök að ráða Carlos Queiroz,“ sagði Florentino Perez, forseti Real Madrid. „Við erum að hefja nýtt tímabil hjá félaginu með því að ráða José Antonio Camacho.“ Real Madrid rak í gær þjálfar- ann Carlos Queiroz og réði José Antonio Camacho í stað hans. Félag- ið er tómhent eftir leiktíðina en fram eftir vetri keppti félagið um þrjá titla. „Við teljum að þetta hafi ekki verið gott tímabil hjá okkur og okkur tekur það sárt,“ sagði Perez. „Fótboltaheimurinn tekur mið af okkur og við getum ekki leyft okkur að eiga aðra eins leiktíð og þessa. Það hefur verið mjög erfitt að skilja hvað gerðist síðustu tvo mánuðina en það er ljóst að liðið skorti aga og skipulag til að snúa stöðunni við.“ José Antonio Camacho lék með Real í sextán ár og var þjálfari fé- lagsins í 23 daga sumarið 1998. Hann hætti vegna ósamkomulags við Lorenzo Sanz, þáverandi forseta félagsins. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Þriðjudagur MARS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.