Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 35
27ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bi llu nd Bi llu nd DANMÖRK Beint leiguflug me› ICELANDAIR 2. jú ní ti l 1 . s ep te m be r 10 .3 85 Fl ug sæ ti kr.á mann Innifalið er flug aðra leið og flugvallarskattar. 19.995 kr. á mann. Flug báðar leiðir og flugvallarskattar. Takmarkað sætaframboð 10 .3 85 Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 1.500 kr. þjónustugjöld á hverja bókun. FÓTBOLTI ÍBV vann sinn annan risa- sigur í röð í Landsbankadeild kvenna þegar liðið vann FH, 8–0, í lokaleik 2. umferðar í Eyjum í gær. Þetta var fyrsti leikur FH-liðsins á mótinu en ÍBV hafði unnið Breiðablik 8–1 í fyrsta leiknum og er því með markatöluna 16–1, eftir fyrstu tvo leiki mótsins. ÍBV hefur nú unnið FH-liðið þrisvar sinnum í röð 8–0. Hin 18 ára gamla Eyjastúlka Margrét Lára Viðarsdóttir hefur eftir leikinn í gær skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sumarsins og þriðja og síðasta mark hennar í gær var stórglæsilegt skot eftir frábæran einleik. ÍBV-liðið lék mjög vel fyrir hlé en botninni datt aðeins úr leik liðsins eftir hlé. Olga Færseth hélt uppteknum hætti og skoraði í heimaleik en Olga hefur skorað í öllum tíu heimaleikjunum sem hún hefur spilað fyrir Eyjaliðið. Olga hefur skorað 19 mörk í þessum tíu leikjum. Mary McVeight lék ekki með ÍBV í gær þar sem hún fór til Bandaríkjanna til að útskrifast en mun væntanlega vera komin aftur fyrir næsta leik. „ÍBV og Valur eru með yfir- burðalið í þessarri deild en þetta var stærra tap en við ætluðum okkur. Við verðum að berjast og forðast fallið,“ sagði Sigurður Víðisson, 5–0 Elín Anna Steinarsdóttir 43. 6–0 Margrét Lára Viðarsdóttir 63. 7–0 Olga Færseth 78. 8–0 Karen Burke 81. BEST Á VELLINUM Karen Burke ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 26–3 (17–1) Horn 9–0 Aukaspyrnur 12–6 Rangstæður 1–1 FRÁBÆRAR Engin MJÖG GÓÐAR Karen Burke ÍBV GÓÐAR Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Íris Sæmundsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Mhairi Gilmour ÍBV Sara Sigurlásdóttir ÍBV Elín Svavarsdóttir FH ■ Það sem skipti máli ÍBV-FH 8–0 (5–0) 1–0 Olga Færseth 9. 2–0 Íris Sæmundsdóttir 16. 3–0 Margrét Lára Viðarsdóttir 19. 4–0 Margrét Lára Viðarsdóttir 29. Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu: Markasúpa hjá ÍBV KAREN BURKE STERK Átti fínan leik í liði ÍBV. Houllier lýkur keppni Sagt upp eftir sex ára starf hjá Liverpool. FÓTBOLTI Þá hefur það loksins verið gert opinbert sem lengi hefur leg- ið í loftinu – Gerald Houllier hef- ur verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Liverpool eft- ir að hafa verið við stjórnvölinn á Anfield Road í sex ár. „Ég hefði frekar viljað vera áfram sem framkvæmdastjóri en ég skil við félagið í góðu. Það get- ur verið að ég hafi yfirgefið Liverpool en Liverpool mun aldrei yfirgefa mig. Þessi sex ár hjá félaginu hafa verið mikill hamingjutími í lífi mínu,“ sagði Houllier skömmu eftir brottrekst- urinn. Stjórnarformaður Liver- pool, Rick Parry hafði þetta að segja við sama tækifæri: „Stjórnin ákvað að breytinga væri þörf ef við ætlum okkur að eiga raunverulega möguleika á Englandsmeistaratitlinum á næsta ári. Við sögðumst ætla að endurskoða stöðu okkar eftir þetta keppnistímabil og það höf- um við nú gert. Þótt við höfum náð sæti í meistaradeildinni er það fyrst og fremst lágmarks- krafa en ekki markmið – við vilj- um mun meira. Eins og við mátti búast tók Gerard tíðindunum eins og sönnum heiðursmanni sæmir“. Gerard Houllier kom til Liverpool í júlí árið 1998 og fyrst um sinn starfaði hann við hlið Roy Evans en hann hvarf á braut í nóvember á sama ári. Besta árangri sínum með Liverpool náði Houllier keppnistímabilið 2000-2001 en þá vann liðið sigur í fjórum keppn- um; Evrópukeppni félagsliða, FA bikarkeppnina, deildarbikar- keppnina og keppnina um meist- ara meistaranna í Evrópu. Þetta sama ár fékk Houllier alvarlegt hjartaáfall og þurfti í kjölfarið að gangast undir stóra aðgerð og segja má að hann hafi aldrei almennilega náð sér full- komlega eftir það. Liverpool vann reyndar deildarbikarinn árið 2003 en þær vonir og vænt- ingar sem vöknuðu í Liverpool eftir draumatímabilið 2000-2001 slokknuðu smám saman og menn í Liverpool fóru að gera sér grein fyrir því að líklega myndi félagið aldrei ná hæstu hæðum með Houiller innanborðs. Þeir Alan Curbishley, fram- kvæmdastjóri Charlton, og Rafa- el Benitez, þjálfari Spánarmeist- ara Valencia, eru þeir tveir sem taldir eru líklegastir til að taka við af Gerald Houillier en einnig eru þeir Martin O’Neal, stjóri Glasgow Celtic, og Jose Mourin- ho hjá Portó nefndir til sögunnar. ■ SÍÐASTI VALSINN Þú ert víst einn. Gerald Houllier kveður hér Anfield Road í síðasta sinn. Brottrekstur hans hefur legið í loftinu lengi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.