Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 36
28 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR SIRKÚSMÆR FELLUR Þessi stúlka hét Dessi Espana en hún féll 16 metra til jarðar á steingólf á laugardag og lést samstundis. Lögreglan í Minnesota rannsakar nú málið. Hipphopparar segja „kjósið“ FÓLK Hipphopp-listamenn eru nú að hvetja ungt fólk til að taka þátt í stjórnmálum og flykkjast á kjör- staði í bandarísku forsetakosning- unum í nóvember. Áhersla er lögð á að hvetja fólk til að skrá sig á kjörskrá. Rappmógúllinn Russel Simm- ons, sem stofnaði bandaríska rappútgáfufyrirtækið Def Jam, sagði að ungt fólk yrði að láta til sín taka. „Það er mjög mikilvægt að við brýnum röddina í nóvem- ber,“ sagði hann. Þegar hann talaði við að- dáendur í Fox-kvikmyndahúsinu í Detroit á laugardag sagði hann: „Þau okkar sem vinna í hipphopp- bransanum vitum að þetta er besta kynslóð í heimi og í nóvem- ber munið þið sjá að þetta er sú kraftmesta kynslóð sem heimur- inn hefur séð.“ Liðsmenn Hipphopp - kjósið! hefur nýlega sagt að það hafi skráð 50.000 kjósendur í Los Angeles og 80.000 kjósendur í Philadelphiu. Á laugardaginn sögðu skipuleggjendur að þeir hefðu skráð að minnsta kosti 70.000 kjósendur í Michigan-ríki, þar af 40.000 í Detroit. ■ ELÍSABET BRETADROTTING Skoðar Chelsea blómasýninguna í London. Rúmlega hundrað blóm eru til sýnis á þessari frægu blómasýningu. Öskrandi unglingsstúlkur FÓLK Setið var um ungstirnið Daniel Radcliffe á frumsýningu Harry Potter og fangans frá Azkaban í New York. Radcliffe sem fer með hlutverk Harry Potter var mjög undrandi á mót- tökunum en herskari æpandi táningsstúlkna beið við rauða dregilinn hjá Radio City Music Hall. Radcliffe er nú að sögn The Sunday Times annar ríkasti unglingurinn á Bretlandi á eftir Harry prins. En þrátt fyrir að Radcliffe sé ríkur og frægur hefur hann ekki enn náð þeim aldri að vera laus við grunnskólann. Það er því mikilvægt fyrir hann að ein- beita sér að náminu á milli þess sem hann leikur í myndum um galdrastrákinn. Í myndinni um Harry Potter og fangann frá Azkaban snúa aðalpersónurnar aftur í galdra- skólann Hogwarts til að hefja sitt þriðja ár en á sama tíma eru þau neydd til horfast í augu við morð- ingja sem sloppið hefur úr fang- elsi. Myndin er sú þriðja í röðinni en búist er við að tökur á næstu Potter-mynd hefjist í júlí. ■ ÞREMENNINGARNIR Í HARRY POTTER Rupert Grint, Emma Watson og Daniel Radcliffe koma til frum- sýningarinnar í New York. RUSSEL SIMMONS Hipphopparar hvetja ungt fólk til að taka þátt í pólítík og kjósa í bandarísku forsetakosningunum í haust.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.