Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 37
29ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2004 BOBBY MCFERRIN Í UNGVERJALANDI Bandaríski tónlistarmaðurinn Bobby McFerrin, sem er heimsfrægur fyrir lagið sitt, Don’t Worry Be Happy, var staddur í Búdapest í Ungverjalandi á dögunum. Þar heldur hann tvenna tónleika. Eldað í beinni FÓLK Nýr raunveruleikaþáttur er að gera allt vitlaust í bresku sjónvarpi en við síðustu taln- ingu kom í ljós að sjö milljón áhorfendur hefðu fylgst með. Þættirnir eru allir í beinni út- sendingu þar sem fylgst er með þekktum breskum sjónvarps- kokki, Gordon Ramsay, þar sem hann reynir að breyta tíu frægum einstaklingum, sem eru þekktari fyrir annað en eldamennsku, í eðalkokka. Eftir skyndinámskeið í mat- reiðslu munu stirnin þurfa að elda fyrir 70 manns á veitinga- húsi Ramsays, Eldhúsi helvítis. Gestir munu verða blanda af almenningi og öðrum stjörnum. Ramsay er þekktur í Bret- landi fyrir skapofsa og hann brást ekki áhorfendum í fyrsta þætti seríunnar. Þegar íþrótta- maðurinn Dwain Chambers reyndi að baka soufflé, þrum- aði Ramsay yfir mann- skapnum. „Ég gæfi hundinum mínum þetta ekki, hentu þessu strax.“ ■ SKÁK Taflfélagið Hrókurinn hefur sagt að það muni ekki verða keppnisskákfélag í framtíðinni, heldur muni það einbeita sér að starfi meðal barna. Félagið hóf keppni í 4. deild haustið 1998 og varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari árið 2002. Aftur sigraði Hrókurinn á Íslands- mótinu 2003 og 2004 auk þess sem félagið er núverandi Norður- landameistari skákfélaga. „Við vorum einfaldlega búnir að gera það sem við getum gert sem keppnisfélag og búnir að ná öllum markmiðum á Íslandsmóti skák- félaga,“ segir Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins. „Nú viljum við einbeita okkur að því að byggja upp barnastarf í skák.“ Um 100 skákmenn hafa teflt með Hróknum á þessum sex árum. Þar á meðal 17 stórmeistar- ar og margir af bestu skákmönn- um heims. Liðsmenn félagsins komu frá 15 löndum, allt frá Fær- eyjum til Rússlands og Bandaríkj- anna, þó svo langflestir liðsmenn á Íslandsmótum hafi verið íslenskir skákmenn. Í tilefni þess að Hróksmenn hætta sem keppnisskákfélag, afhenti Hrafn Jökulsson Hafliða Kristjánssyni hjá KB banka þá 13 gullpeninga sem Hrókurinn vann til á Íslandsmóti skák- félaga. Var þetta þakkargjöf fyrir þann stuðning sem bank- inn, áður Kaupþing, hefur veitt félaginu. Á næsta skólaári munu Hróks- menn heimsækja alla grunnskóla landsins. Alls hafa þeir farið í 460 skólaheimsóknir á síðustu tveim árum. ■ Hrókurinn einbeitir sér að barnastarfi GORDON RAMSEY Reiknað er með að skapheiti eldhúskokk- urinn verði aðalstjarna eigin raunveruleika- þátts. ■ TÓNLIST HRAFN JÖKULSSON OG HAFLIÐI KRISTJÁNSSON Til að þakka stuðninginn fékk KB banki afhenta þá 13 gullpeninga sem Hrókurinn hefur unnið á Íslandsmótum í skák.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.