Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 38
38 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ TÓNLIST      ! "! #!$%&' '(       ) * + *     !   #  $%& "  ,( & *((*(-'(!. ///!$%&' '( Come on Pilgrim (1987) Flestar upptökurnar á fyrstu plötu Pixies voru upphaflega gerðar sem demó. Útgefandinn heyrði strax þann neista sem fólst í útsetningum og laga- smíðum og vildi engu breyta. Textalega séð er þetta dónalegasta plata Pixies, ferskleikinn rennur af plastinu enn þann dag í dag. Surfer Rosa (1988) Þyngsta plata sveitarinnar og jafnframt sú ruddaleg- asta. Uppáhald hörðustu aðdáenda enda var bensín- ið gefið í botn, alla plötuna. Doolittle (1989) Hér gekk allt upp en plat- an er jafnframt poppað- asta verk Pixies. Ótrúlega melódísk út í gegn og hér eru nánast allir poppslag- arar sveitarinnar. Bossanova (1990) Furðulegasta plata Pixies. Listræn með eindæmum með sterkar tilvitnanir í surf-rokkið. Platan þótti ekki eins söluvæn en er líklegast metnaðarfyllsta verk sveitarinnar, tónlistar- lega séð. Trompe le Monde (1991) Afturhvarf í griparokkið. Bassaleikarinn Kim Deal óþægilega fjarverandi alla plötuna, heyrist varla í söngrödd hennar nema í einstaka bakröddum. Frá- bær plata og falleg kveðju- stund við bestu rokksveit níunda áratugarins. Helmingur hljómsveitarinnarPixies hefur verið hér á landi síðan á föstudag en þau hafa ekk- ert viljað tjá sig við fjölmiðla. Liðsmenn hafa allir sagts vilj- að koma hingað til langs tíma og hafa eytt öllum stundum í það að skoða sig um. Bassaleikarinn Kim Deal og gítarleikarinn Joey Santiago komu hingað á föstudag ásamt fjölskyldum sínum. Með Kim í för er systir hennar, Kelly Deal, sem leikur með henni í hljómsveitinni The Breeders. Joey er hér með eiginkonu og barni. Söngvarinn Frank Black, eða Black Francis... já, eða Charles Michael Kittridge Thompson IV, kom ásamt trommuleikaranum David Lovering á sunnudag. Hóp- urinn kíkti þá í Bláa lónið og allir voru yfir sig hrifnir af staðnum. Á laugardagskvöld snæddu þeir sem þá voru hingað komnir á Aust- ur Indíafélaginu. Um kvöldið kíkti svo gítarleikarinn með hóp ís- lenskra kunningja á skemmtistað- inn Sirkus þar sem hann varð fyrir miklu aðkasti aðdáenda. Honum virðist ekki hafa líkað það mjög illa því hann var þar fram eftir morgni að slamma tequila og drekka bjór. Í gær var góða veðrið nýtt til þess að skoða Gullfoss og Geysi. Voru allir gapandi yfir náttúru- fegurð landsins. Hljómsveitin er hér einnig með hóp af myndatöku- mönnum sem eru að vinna heim- ildarmynd um tónleikaferð sveit- arinnar. Hópurinn er nýkominn frá Brasilíu þar sem móttökurnar voru nánast guðdómlegar. Ljóst er að endurkoma Pixies er merk- ur atburður í tónlistarsögunni, sérstaklega í ljósi þess að Kim Deal og Frank Black höfðu ekki talast við í ein tíu ár. Fylgdarfólk sveitarinnar segir liðsmenn hafa báðar fætur á jörð- inni og lítið fyrir glaum og glamúr. Ekki er búist við því að Pixies taki sömu tónleikadagskrá á báð- um tónleikunum en hingað til hef- ur það verið síbreytilegt, enda af nógu að taka. Ekki er vitað hvort sveitin reyni einhver ný lög, eins og orðrómur gaf til kynna. Í gær voru enn miðar fáanlegir á tónleika kvöldsins, en sam- kvæmt lögmálinu ættu þeir að rjúka út í dag. ■ Goðsagnir í lifanda lífi PIXIES Sleeping on your belly, you break my arms, you spoon my eyes, been rubbing a bad charm, with holy fingers. - Pixies í einu af betri lögum meistaraverksins Doolittle frá 1989. Textar Franks Black eru kannski ekkert sérstaklega skiljanlegir, en mikið djöfulli eru þeir flottir. Popptextinn Plötur Pixies ■ TÓNLIST TÓNLIST PIXIES ■ Bandaríska rokksveitin Pixies spilar í Kaplakrika í kvöld. PIXIES Hafa verið hér síðan á föstudag og kynnt sér land, þjóð og næturmenningu. Rafhljómsveitin Ghostigital sérum upphitun fyrir Pixies á báð- um tónleikum þeirra hér á landi. Sveitin hóf starf sitt sem sólóverk- efni Einars Arnar Benediktsonar, fyrrum Sykurmola, en er í dag dúett með Birgi Erni Thoroddsen. „Pixies er í raun og veru samtíð- arsveit Sykurmolanna og leiðir okkar lágu saman nokkrum sinn- um,“ segir Einar Örn. „Við hitt- umst á tónleikahátíðum þannig að það er ekki eins og við höfum ekki hist áður. Það er voðalega gaman að þau skulu vera komin hingað.“ Eins og allt sem Einar kemur nálægt er í nógu að snúast hjá Ghostigital á árinu. Nokkrir vænt- anlegir tónleikar erlendis eru framundan, tónleikaplata í vinnslu auk þess sem þeir félagar vinna að gerð nýrrar breiðskífu. „Við spilum á Sonar-hátíðinni á Spáni í júní sem er spennandi raf- tónlistarhátíð. Það hafa fleiri ís- lenskar sveitir spilað þar og Mugi- son er þar líka í ár. Svo vorum við að klára myndband. Það var graffiti- sýning á Barónstígnum sem var verið að taka niður. Bibbi sá hana og fannst við hæfi að við myndum gera myndband í innsetningunni, sem var eftir Short. Við erum svo komn- ir með 30 til 50 lagahugmyndir og ætlum að vinna úr þeim. En fyrst ætlum við að gefa út tónleikaplötu. Við ætlum að klippa saman plötu sem verður öðruvísi en breiðskífan okkar, þó að þetta séu í raun sömu lögin. Við höfum leyft okkur að þróa plötuna áfram í það sem hún er í dag. Ef ég má orða það þannig, er hægt að orða það þannig?“, spyr Einar sjálfan sig að lokum. Ghostigital ætlar að spila eitt nýtt lag á tónleikunum, tileinkað ástandinu eins og það er í dag, og heitir það Ekki er öll vitleysan eins. Einar ætti að vita allt um það. ■ Ekki er öll vitleysan eins GHOSTIGITAL Í nýlegum dómi sænska blaðsins Expressen um plötu Ghostigital mælir gagnrýnandinn með því að Einari Erni verði fórnað að heiðnum sið fyrir veðurguðina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.