Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 40
■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Guðrún Rútsdóttir básúnu- leikari spilar á útskriftartónleikum sínum frá Listaháskóla Íslands í Salnum, Kópa- vogi. Með henni spila Tinna Þorsteins- dóttir á píanó, Gróa Margrét Valdi- marsdóttir á fiðlu, Gunnhildur Daða- dóttir á fiðlu og Sigríður Kristjánsdóttir á fagott.  20.30 Gunnar Þorgeirsson óbó- leikari, Pawel Panasiuk sellóleikari og Agnieszka Panasiuk píanóleikari flytja tónlist eftir Benjamin Britten, Cesar Franck, og brasilísku tónskáldin João Guilherme Ripper og José Vieira Brandão í Dalvíkurkirkju. ■ ■ LISTOPNANIR  Eva Þ. Haraldsdóttir opnar mynd- listarsýningu í Sparisjóðnum Garðatorgi 1, Garðabæ. ■ ■ FYR- IRLESTRAR  17.00 Hlín Agnarsdóttir flytur fyrirlestur á Amtsbóka- safninu á Akur- eyri um Magnús og Snæfríði og tvíleik alkóhól- ismans.  20.00 Dr. Louise Cross- ley, umhverfis- og vísindasagnfræðingur, heldur fyrirlestur í ReykjavíkurAkademí- unni um baráttuna gegn Franklin- virkjuninni í Tasmaníu og baráttu gegn höggi ósnortinna skóga. ■ ■ FUNDIR  12.00 Thomas Bryne, framkvæmda- stjóri Þróunarstofu suðaustur Írlands fjallar um aðstoð Evrópusambandsins við upp- byggingu sveitarfélaga á Írlandi á hádegis- fundi sem Evrópusamtökin og Samband ís- lenskra sveitarfélaga efna til í Norræna hús- inu. Fundarstjóri verður Anna G. Björns- dóttir, forstöðumaður þróunar- og alþjóða- sviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. 32 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Ég hef örugglega spilað í öll-um lúðrasveitum á landinu,“ segir Guðrún Rútsdóttir básúnuleikari, sem í kvöld held- ur burtfararprófstónleika sína frá Listaháskóla Íslands. Hún byrjaði að læra á básúnu tíu ára og er að spá í framhalds- nám. „Ég spilaði reyndar á fiðlu í mörg ár, en í Mosfellsbæ er öfl- ug lúðrasveit og mig langaði svo til að vera með í lúðrasveitinni. Ætlaði að læra á klarinett eða flautu, en hljómsveitarstjórinn þáverandi sagði mér að því mið- ur væri ekkert laust pláss fyrir klarinettu- eða flautuleikara. En svo bætti hann við að ég gæti lært á básúnu ef ég vildi.“ Hún segist alls ekki hafa séð eftir því, þótt óneitanlega fylgi því hálfgerð barátta sem getur verið svolítið þreytandi á stund- um. „Í rauninni er þetta eins og maður tilheyri minnihlutahóp. Og þótt maður slái því stundum fram hvað allt væri miklu ein- faldara ef ég væri bara á fiðlu eins og allir hinir, þá meina ég það í rauninni ekki. Ég hef aldrei séð eftir því að vera á básúnu.“ Hetja allra básúnuleikara um þessar mundir er Christian Lindberg, sem kom hingað til lands í vetur til þess að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Hann hefur staðið sig rosa- lega vel við að kynna básún- una út á við, sem er nauðsyn- legt. Svo er hann fínn spilari líka.“ Tónleikar Guðrúnar í Salnum hefjast klukkan átta í kvöld. Hún ætlar að flytja verk eftir Camille Saint-Saëns, Heinrich Ignaz, Franz Biber, Sigismond Stojowski, Eero Hämeenniemi og Philippe Gaubert. „Þetta eru svona misfrægir höfundar,“ segir Guðrún, enda er ekki beint um auðugan garð að gresja þegar leitað er að ein- leiksverkum fyrir básúnu. „Þau koma samt í hollum. Þrjú af verkunum sem ég ætla að spila eru frá árunum 1905- 1915.“ Guðrún hefur fengið til liðs við sig þær Tinnu Þorsteins- dóttur, sem spilar á píanó, Gróu Margréti Valdimarsdótt- ur og Gunnhildi Daðadóttur á fiðlu og Sigríði Kristjánsdóttur á fagott. ■ ■ TÓNLEIKAR Eins og að vera í minnihlutahóp HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Föstudagur MAÍ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I GUÐRÚN RÚTSDÓTTIR MEÐ BÁSÚNUNA SÍNA Hún heldur útskriftartónleika sína í Salnum í Kópavogi í kvöld.  20.00 Aðalfund- ur Alliance française verður haldinn í húsa- kynnum Alliance française à Tryggva- götu 8.  21.00 Skálda- spírukvöld verður haldið á Kaffi Reykjavík. Þeir Einar Már Guðmundsson og Einar Kárason mæta til að lesa úr verkum sínum ásamt þeim Halldóru Thoroddsen, Birgíttu Jónsdóttur, Snæ- birni Brynjarssyni og loks Steinunni Gunnlaugsdóttur ljóðskáldi, sem komst í úrslit ljóðasamkeppni Fréttablaðsins og Eddunnar á dögunum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Samdrykkja með Þorsteini Samdrykkjan er held ég sú afbókum Platóns sem hefur not- ið langmestrar hylli í veröldinni og verið mest lesin,“ segir Þor- steinn Gylfason, prófessor í heimspeki. „Meðal annars er það vegna þess hvað hún er mikið bók- menntaverk. Í þessari bók nær ritsnilld Platóns hámarki og svo fjallar hún um ástina, sem er mörgum hugstæð.“ Á Súfistanum við Laugaveg verður í kvöld efnt til sam- drykkju, þar sem Þorsteinn ætlar að eiga svolítið spjall við fólk um Samdrykkju Platóns. Spjallið í kvöld er hið fyrsta í átakinu Lærdómsrit mánaðarins, sem hefur verið hrint af stað til þess að kynna lærdómsritaröð Bókmenntafélagsins. Lærdóms- ritin hafa komið út síðan 1970 og eru þau orðin 55 að tölu. „Ég hleypti þessari ritröð af stokkunum, en hætti sem ritstjóri hennar fyrir mörgum árum,“ seg- ir Þorsteinn. Ákveðið var að Samdrykkja Platóns yrði fyrsta lærdómsrit mánaðarins og Þorsteinn var fenginn til þess að fylgja þessari kynningu úr hlaði með því að spjalla bæði um þetta merka rit Platóns og fjalla vítt og breitt um lærdómsritin. „Ég var búinn að ganga með hugmyndina að svona bókaflokk í maganum í tæpan áratug áður en Bókmenntafélagið ákvað að slá til og hefja útgáfuna,“ segir Þorsteinn. „Markmiðið var að gefa út alþjóðleg og klassísk rit eða nýjar bækur sem gætu stað- ið við hliðina á klassíkinni. Þetta er þolinmæðisvinna og sumar bækurnar eiga sér langan með- göngutíma, má nefna að nýleg rit á borð við verk Kants og heilags Tómasar eru 30 ára gamalt plan.“ ■ ÞORSTEINN GYLFASON PRÓFESSOR Spjallar um Samdrykkju Platóns á Súfistanum í kvöld.■ KAFFIHÚSASPJALL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.