Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 1
● unnu framara 2–0 Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 29 Fyrsti sigur Skagamanna ● til að velja sér listafólk á listahátíð Jónas Ingimundarson: ▲ SÍÐA 32 Fékk frjálsar hendur ● og sá glitta í michael moore Ísleifur B. Þórhallsson: ▲ SÍÐA 38 Skrapp til Cannes MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR ÞEKKINGARSETUR Á LANDS- BYGGÐINNI Á fundi fræðasetra Háskóla Íslands í dag verður gerð grein fyrir starfsemi fræðasetra Háskóla Íslands og mögulegu framlagi þeirra til menntunar, rannsókna og byggðaþróunar, flutt verða erindi um byggða- þróun á Írlandi og þátt háskóla í byggðaþróun á Íslandi. Fundurinn fer fram í Hátíðarsal há- skólans í dag og hefst hann kl. kl. 13.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA BJARTVIÐRI Það er blíð- skaparveður í kortunum. Léttskýj- að norðan og austan til annars skýjað með köflum. Hlýtt í veðri. Sjá síðu 6. 26. maí 2004 – 143. tölublað – 4. árgangur KERFINU LOKAÐ Sátt náðist í gærkvöld um svokallað sóknardagafrumvarp. Sóknar- dagakerfinu verður lokað eftir tvö ár og sókn- arbátar settir í kvótakerfi. Til skiptanna koma 9.500 tonn. Sjá síðu 2 KB Í BARÁTTU Í BRETLANDI KB banki fjármagnar fjárfesta sem eiga í harðri baráttu um yfirtöku á bresku verslunarkeðj- unni Londis. Þeir vilja kaupa Londis fyrir átta milljarða króna. Fyrir liggur tilboð írskrar keðju í Londis. Sjá síðu 4 FLOKKUR ALLRA Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem styður fáa, stóra og sterka sem nota afl sitt og auð til að troða miskunn- arlaust á öðrum, segir Davíð Oddsson. Sjálf- stæðisflokkurinn fagnaði 75 ára afmæli á Nordica hóteli í gær. Sjá síðu 6 ÓÞRIFNAÐUR Á SUNDSTÖÐUM Þeim dæmum fjölgar erlendis þar sem tilkynnt er um örverur á sundstöðum sem orðnar eru ónæmar fyrir klór. Ekkert slíkt dæmi þekkist hér á landi en óþrifnaður margra getur ýtt undir þessa þróun. Sjá síðu 8 59%74% Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Gunnar Jónsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Bruðlar lítið ● fjármál o.fl. VÍSINDI Skaftáreldar kostuðu meira en tíu þúsund Breta lífið, að því er fram kemur í nýrri rannsókn fræðimanna við há- skólann í Cambridge. Hópur fræðimanna fór yfir veðurfars- lýsingar, kirkjubækur og aðrar samtímaheimildir og komst að þeirri niðurstöðu að eitrað loft frá Skaftáreldum hefði orðið til að hækka mjög dánartíðni í aust- urhluta Englands. Vísindamönnunum telst svo til að Skaftáreldar hafi kostað allt að 11.500 Breta lífið, að því er greint er frá á vísindavef BBC. Það eru fleiri en þeir níu þúsund Íslend- ingar sem létu lífið sökum móðu- harðinda sem fylgdu í kjölfar Skaftárelda. „Það virðist eitthvað hafa verið í gangi í Englandi og Evrópu meðan öflugustu eldgosin stóðu yfir,“ sagði Claire Witham, einn rannsakenda, við BBC. Eldgosið hófst 8. júní 1783 og stóð í átta mánuði áður en því lauk. Að sögn bresku fræði- mannanna létust flestir Bret- anna sem dóu af völdum eitur- efna frá Lakagígum í ársbyrjun 1784. ■ Skaftáreldar mannskæðir í Bretlandi samkvæmt nýrri rannsókn: Fleiri Bretar létust en Íslendingar Ákvörðunar forseta Íslands beðið Varaforseti Alþingis og skrifstofustjóri settu nöfn sín á fjölmiðlafrumvarpið í gær. Frumvarpið bíður staðfestingar forseta Íslands. Undirskriftir tæplega 32 þúsund Íslendinga voru afhentar forseta í gær þar sem skorað er á hann að synja staðfestingu. ALÞINGI Guðmundur Árni Stefáns- son, fyrsti varaforseti Alþingis, og Friðrik Ólafsson skrifstofu- stjóri skrifuðu í gærmorgun und- ir lög um eignarhald á fjölmiðl- um. Guðmundur Árni skrifaði undir lögin í fjarveru Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. Að undirritun lokinni var laga- skjalið sent forsætisráðuneytinu, en ekki fengust upplýsingar í gær um hvenær lögin verða færð Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til staðfestingar. Listar með nöfnum 31.752 kosningabærra manna voru af- hentir forsetaskrifstofunni í gær en þar er skorað á forseta Íslands að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Söfnun undirskrifta stendur enn yfir og seint í gærkvöld nálgaðist fjöldi áskorenda 34 þúsund. Davíð Oddsson forsætisráðh- erra sagði í fjölmiðlum í gær að hann ætti ekki von á öðru en að forsetinn staðfesti lögin. Samkvæmt heimildum blaðs- ins telja þó fjölmargir þingmenn, bæði stjórnar og stjórnarand- stöðu, að Ólafur Ragnar Grímsson muni brjóta blað í sögu lýðveldis- ins og verða fyrsti forseti Íslands til að nýta málskotsréttinn. Þess eru nokkur dæmi að skor- að hafi verið á forseta að synja staðfestingu laga og skjóta mál- um til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sveinn Björnsson staðfesti Kefla- víkursamninginn 1946 þótt skor- að hefði verið á hann að gera það ekki. Sama gerði Ásgeir Ásgeirs- son árið 1966 þegar álsamningar voru til umfjöllunar. Árið 1993 staðfesti Vigdís Finnbogadóttir lög um EES-samninginn þrátt fyr- ir að henni bærust áskoranir 30 þúsund manns um að hafna lögun- um. Ólafur Ragnar Grímsson, sem setið hefur á Bessastöðum frá árinu 1996, hefur tvívegis fengið áskoranir frá kjósendum um að synja staðfestingu laga, annars vegar um Kárahnjúka- virkjun og hins vegar um skerð- ingu örorkulífeyris vegna tekna maka öryrkja. Ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar í fjölmiðlamálinu er því beðið með nokkurri eftir- væntingu. ■ PIXIES Í KAPLAKRIKA Frank Black, söngvari Pixies, var í miklum ham á tónleikum hljómsveitarinnar í gærkvöld. Gríðarleg stemning var á tónleikunum og fannst gestum að klukkan hefði færst aftur um fimmtán ár. Sveitin leikur aftur í Kaplakrika í kvöld. Framsókn: Flokkadrættir og óvissa STJÓRNMÁL Stjórn þingflokks Framsóknarflokksins ákvað að taka Kristin H. Gunnarsson og Jónínu Bjartmarz út af mæl- endaskrá í eldhúsdagsumræð- um í fyrrakvöld, en samkvæmt hefð var komið að þeim að tala við umræðurnar. Í þeirra stað töluðu Halldór Ásgrímsson, formaður flokks- ins, og Árni Magnússon félags- málaráðherra fyrir hönd flokks- ins, auk Valgerðar Sverrisdótt- ur, viðskipta- og iðnaðarráð- herra. Heimildir Fréttablaðsins innan þingflokks Framsóknar- flokksins segja að ákvörðun stjórnar þingflokksins endur- spegli flokkadrætti innan flokksins. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins og forsætis- ráðherra, segist í samtali við Fréttablaðið óttast að fram- undan séu erfiðir tíma hjá flokknum. “Stundum grær um heilt, stundum ekki,” segir Steingrímur. Sjá baksviðs á síðu 18-19 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N LAKAGÍGAR Afleiðingar Skaftárelda árið 1783 til 1784 voru gríðarlegar um alla Evrópu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.