Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 6
6 26. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,76 -0,78% Sterlingspund 131,24 0,05% Dönsk króna 11,8 0,17% Evra 87,78 0,15% Gengisvísitala krónu 123,00 -0,34% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 418 Velta 11.836 milljónir ICEX-15 2.658 0,39% Mestu viðskiptin Samherji hf. 324.822 Landsbanki Íslands hf. 286.553 Íslandsbanki hf. 272.055 Mesta hækkun Flugleiðir hf. 3,90% Marel hf. 3,50% Íslandsbanki hf. 1,85% Mesta lækkun Össur hf -3,57% Actavis Group hf. -0,96% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.043,1 0,8% Nasdaq* 1.941,4 1,0% FTSE 4.418,0 -0,2% DAX 3.828,1 -1,0% NK50 1.366,6 0,1% S&P* 1.101,2 0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hver er framkvæmdastjóri Verslunar-ráðs Íslands? 2Einn þingmanna stjórnarandstöðumótmælti fjölmiðlafrumvarpinu með táknrænum hætti þegar atkvæði voru greidd um málið. Hver var það og hvað gerði hann? 3Hvað heitir þjálfari Liverpool sem varlátinn taka pokann sinn á dögunum? Svörin eru á bls. 39 Menntamálaráðherra tekur undir orð fjármálaráðherra: Hlutverk RÚV endur- skilgreint næsta haust FJÖLMIÐLAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra segir Sinfóníuhljómsveit Ís- lands stóra fjárhagsskuldbind- ingu fyrir Ríkisútvarpið sem verði að leysa. Hún tekur undir orð Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra að endurskilgreina þurfi hlutverk Ríkisútvarpsins. „Þetta er nákvæmlega það sem við höfum verið að ræða um og við höfum verið ófeimin að segja að við viljum endurskilgreina hlutverkið og fara yfir starfsemi RÚV með það í huga að gera stjórnsýslu þess og starfsskilyrði skýrari og skarpari,“ segir Þor- gerður. Hún trúir ekki öðru en Ríkisútvarpið verði ennþá öflugra að þeirri vinnu lokinni. „Við erum að vinna að þessu og þetta er mjög vandasamt verk,“ segir Þorgerð- ur. Hún ætlar að beita sér fyrir því að rætt verði um nýtt starfs- umhverfi Ríkisútvarpsins á næsta þingi. Þorgerður segir umræðuna á byrjunastigi. Undirbúningurinn fari fram í sumar. „Við viljum hafa þann grundvöll sem við byggjum á traustan þannig að vinnan verði sem vönduðust,“ segir Þorgerður. ■ Þykk skel sjálf- stæðismanna Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem styður fáa, stóra og sterka sem nota afl sitt og auð til að troða miskunnarlaust á öðrum, segir Davíð Odds- son. Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 75 ára afmæli á Nordica hóteli í gær. STJÓRNMÁL Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn gæti kinnroðalaust horft í augu við sögu sína og fortíð í 75 ára afmælisræðu Sjálfstæðisflokknum til heiðurs á Nordica hóteli í gær. Geir Haarde fjármálaráðherra sagði að sjaldan hefði staðið eins mikill styr um forsætisráðherra, sem sagði svo í ávarpi sínu skel sjálfstæðis- manna þykka. „Undarlegur flokkur, Sjálfstæð- isflokkurinn,“ sagði Davíð, „Að koma fram með lagafrumvörp og gera að lögum í samvinnu við aðra. Frumvörp á borð við það sem nú hefur verið rætt þar sem þrengt er að frelsinu. Það er nú akkúrat ekki það sem gert er vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn er sjálfum sér samkvæmur. Hann barðist fyrir því með oddi og egg að á öllum sviðum þjóðlífsins yrði frelsi aukið,“ segir Davíð. „Það er þess vegna sem sjálfstæðismenn börðust fyrir frjál- su útvarpi og frjálsu sjónvarpi,“ segir Davíð. Davíð sagði engan þingmann Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags eða Kvennalista hafa treyst sér til að styðja það á Alþingi að einhver ann- ar en ríkið fengi að útvarpa og sjón- varpa. „Þessir flokkar hafa síðan sameinast í einn flokk eða fylkingu eða hvað á að kalla það, bræðing, og núna eru þeir að brigsla okkur sjálf- stæðismönnum um ófrelsistilfinn- ingar. Því fer fjarri.“ Davíð segir Sjálfstæðisflokkinn ekki flokk fárra heldur allra stétta. „Frelsið er hans keppikefli og það er frelsi allra, ekki frelsi fyrir fáa, stóra og sterka sem nota afl sitt og auð til að troða miskunnarlaust á öðrum. Það er ekki okkar frelsi,“ sagði Davíð og hlaut mikið klapp hundraða flokksmanna sem hlýddu á ávarpið á afmælishátíð Sjálfstæðis- flokksins. ■ Bandaríkin: Klauf Biblíu í tvennt DÓMSMÁL Dómari í smábænum Painesville í Ohio-ríki í Banda- ríkjunum kvað upp viðeigandi dóm í deilumáli tveggja systkina. Málavextir voru á þá leið að syst- kinin deildu um forræði yfir 120 ára gamalli Biblíu sem þau erfðu eftir móður sína. Þau gátu ekki fallist á að skiptast á eignarhald- inu sex mánuði í senn, þar sem bókin innihélt sögulegar upplýs- ingar um fjölskylduna. Innblás- inn af bókinni helgu kvað dómar- inn upp sannkallaðan Salómons- dóm og lét selja Biblíuna á upp- boði og skipti ágóðanum milli systkinanna. ■ Halldór Ásgrímsson: Hafa lagt sitt af mörkum SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsókn- arflokksins, sendi Sjálfstæðiflokkn- um hugheilar af- mæliskveðjur á 75 ára afmæli hans. Hann sagði flokk- inn allt frá stofnun hafa haft mikil áhrif í íslenskum stjórnmálum. „Þegar borg- araleg öfl samein- uðust undir merki hans 1929 varð til flokkur sem hefur æ síðan haft mik- il áhrif á þróun íslensks samfélags. Framsóknarflokkinn og Sjálfstæð- isflokkinn hefur greint á í gegnum tíðina en flokkarnir hafa jafnframt átt gott og árangursríkt samstarf, líkt og undanfarin ár. Sjálfstæðis- menn hafa sannarlega lagt sitt af mörkum til að vinna að framþróun í landinu,“ sagði Halldór. ■ Össur Skarphéðinsson: Fjall íslenskra stjórnmála SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði ástæðu til að óska Sjálfstæðisflokknum til hamingju með stórafmælið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur um áratuga skeið og allt undir það síðasta verið fjallið í ísl- enskum stjórnmálum. Flokkur- inn hefur komið mörgu jákvæðu til leiðar í 75 ára sögu og verið með vissum hætti brimbrjótur frelsis. Þess vegna þykir mér raunalegt að honum skuli á af- mælisárinu hafa skolað svo langt frá markmiði sínu um vernd einstaklingsfrelsisins,“ sagði Össur. ■ ÖLVAÐUR ÞJÓFUR Ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á sunnudaginn á Akur- eyri. Í ljós kom að hann var ölv- aður og við nánari athugun fannst þýfi í bílnum sem var úr innbroti í Reykjavík og öðru þjófnaðarmáli. Hann var færð- ur til yfirheyrslu hjá lögregl- unni og játaði á sig brotin. Mál- ið telst upplýst. ERILL HJÁ LÖGREGLUNNI Um síðustu helgi voru fimmtán inn- brot, þrettán þjófnaðir og tólf skemmdarverk tilkynnt til lög- reglunnar í Reykjavík. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 68 4 0 5/ 20 04 Netsmellur Ód‡rastir til Evrópu Ver› frá 14.490 kr. MENNTAMÁLARÁÐHERRA „Við gerum þetta í góðri samvinnu við okkar samstarfsflokk. Það er mikill hugur í mönnum að gera þetta vel svo Ríkis- útvarpið geti staðið eitt og óstutt í þeirri samkeppni sem það er í og geti líka staðið undir þeim skuldbindingum og kröfum sem það hefur gagnvart samfélaginu,“ segir Þorgerður Katrín. ÁRNI HEILSAR EINARI KR. OG FRÚ Forsætisráðherra sagði að í heiti flokksins fælist hugsjón. „Sjálf- stætt skyldi ríkið vera og sjálfstæð þjóð skyldi þar búa og hún skyldi saman standa af sjálfstæðum einstaklingum. Þetta yrði allt að fara saman,“ sagði Davíð. FORSÆTIS- OG FJÁRMÁLARÁÐHERRA Geir H. Haarde sagði að mikill styr hefði staðið um forsætisráðherra og sjaldan eða aldrei eins mikill og núna. Flokksmenn hylltu forsætisráðherra eftir ávarp hans. Á FREMSTA BEKK Menn fylgdust með ávarpi forsætisráðherra og höfðu gaman af upprifjun hans á æskuminningum þegar hann bjó á Selfossi þar sem menn voru annað hvort sjálfstæðis- eða framsóknarmenn. HALLDÓR ÁS- GRÍMSSON „Sjálfstæðismenn hafa sannarlega lagt sitt af mörkum.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.