Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 12
FJÖLMIÐLAR Enginn teljandi munur var á efnistökum fréttastofa Ríkis- sjónvarpsins og Stöðvar tvö eða af- stöðu með eða á móti frumvarpinu, að því er fram kemur í niðurstöð- um rannsóknar sem unnin var á vegum Rannsóknarstofnunar Há- skólans á Akureyri. Rannsóknin var gerð að beiðni Stöðvar tvö. „Munurinn var sláandi lítill. Við skoðuðum ekki einungis hvort fréttin fæli í sér afstöðu með eða á móti frumvarpinu, heldur einnig efnistökin,“ segir Kjartan Ólafs- son, sérfræðingur í fjölmiðlarann- sóknum hjá stofnuninni. Í niðurstöðunum kom fram að „bæði hjá Ríkissjónvarpinu og Stöð 2 koma mismunandi viðhorf fyrst og fremst frá viðmælend- um. Framlag fréttamannanna sjálfra er í meginatriðum hlut- laust en þó í einhverjum tilvikum heldur á móti. Í því sambandi má hins vegar benda á það almenna hlutverk fjölmiðla að gagnrýna og veita (stjórnvöldum) aðhald“. „Báðar stöðvarnar fylgja svip- aðri stefnu við fréttamat og val á viðmælendum. Umfjöllunin er í anda ákveðinnar hefðar sem skapast hefur í íslenskum ljós- vakamiðlum þar sem fjölmiðlar taka ekki afstöðu heldur flytja sjónarmið annarra. Það má hins vegar spyrja sig að því hvort þetta sé sú fjölmiðlun sem fólk vill sjá, þar sem eingöngu er byggt á endursögn,“ segir Kjart- an. Greindir voru tilteknir efnis- þættir og lagt var mat á hversu mikil áhersla var lögð á þá. Nið- urstaðan sýndi að báðar stöðv- arnar fjölluðu nánast jafn mikið um hvern efnisþátt. Spurður um helsta mun á fréttaflutningi dagblaða og ljós- vakamiðla á Íslandi segir hann að almennt séð taki dagblöð frekar afstöðu. „Það er þó ekki gert í fréttum, heldur til að mynda í leiðurum. Það er viðurkenndara að dagblöð hafi skoðun. Eitt er þó að hafa skoðun og annað að vera hlut- drægur. Það er vel hægt að hafa skoðun án þess að draga taum einhvers,“ segir Kjartan. Aðspurður hvort niðurstöð- urnar hefðu komið á óvart miðað við ásakanir þingmanna stjórnar- flokkanna um að fjölmiðlar Norð- urljósa væru að ganga erinda eigenda sinna, sagði hann svo ekki vera. „Ásakanirnar hafa ekki verið studdar neinum sérstökum rök- um. Þetta er hin klassíska ís- lenska rökræða, menn gaspra en vísa ekki í neinar staðreyndir,“ segir Kjartan. Hann segir það slæmt hve lítið sé stundað af rannsóknum á ísl- enskum fjölmiðlum. „Óháðar fjölmiðlarannsóknir ættu alltaf að vera í gangi og myndu þær veita fjölmiðlum ákveðið aðhald,“ segir hann. sda@frettabladid.is 12 26. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR ELDUR Í EFNAVERKSMIÐJU Rýma þurfti hundruð heimila og fjölda fyr- irtækja eftir að eldur kom upp í efnaverk- smiðju í úthverfi Atlanta í Bandaríkjunum. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika. Í byrjun júní ræðst hvort kennarar fara í verkfall: Mikið ber í milli KJARAMÁL Engar forsendur eru til að hækka laun kennara meira en annara launahópa, segir formaður launanefndar ríkisins. Fundur hjá ríkissáttasemjara stóð aðeins í tæpa klukkustund þar sem ekkert nýtt var reifað. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfélag- anna, segir kennara ekki bera fram raunhæfar kröfur. Í síðustu kjarasamningum hafi kennarar fengið verulega miklu meiri launahækkanir en nokkur annar starfsmannahópur innan ríkisins. „Þá fóru líka fram kerfisbreyting- ar sem við töldum réttlæta það. Núna eru menn greinilega ekki tibúnir í frekari kerfisbreytingar í átt til þess sem við höfum kosið og það eru ekki nokkrar forsend- ur til að bjóða þeim eitthvað margfalt meiri hækkanir heldur en aðrir hópar eru að fá.“ Sesselja G. Sigurðardóttir, varaformaður Félags grunnskóla- kennara, segir kennara vera búna að lækka kröfur sínar. „Við höfum ekki fengið önnur viðbrögð við þeim en það tilboð sem þeir lögðu fram 13. maí og var ósköp lítið breytt frá því tilboði sem hafði komið 5. maí,“ segir Sesselja. Dagana 2. og 3. júní kjósa kennar- ar um hvort þeir telji nauðsynlegt að fara í verkfall. ■ Umfjöllun sjónvarpsstöðva um frumvarpið nánast eins Enginn munur var á fréttaflutningi Ríkissjónvarps og Stöðvar tvö um fjölmið- lafrumvarpið samkvæmt rannsókn Háskólans á Akureyri. Mismunandi við- horf til frumvarpsins komu frá viðmælendum. Fréttamenn voru hlutlausir. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR – hefur þú séð DV í dag? Frömdu glæpi til að líkjast rappstjörnum Síldveiðar: Vilhelm landaði fyrstur VEIÐAR Vilhelm Þorsteinsson EA 11 landaði í gærkvöld á Nes- kaupstað fyrstu síld sumarsins. Vilhelm landaði tæpum 500 tonnum af frosnum síldarflök- um, sem voru unnin úr stórri og góðri síld. Síldin veiddist á al- þjóðlega hafsvæðinu, svokall- aðri Síldarsmugu, og við 200 mílna landhelgislínuna. Afurð- irnar eru seldar og fara aðallega á markað í Póllandi, Þýskalandi, Litháen og Rússlandi. ■ FAGNAR BROTTHVARFI Þessi ísraelski hermaður virtist feginn því að fara frá Rafah. Ísraelar ósáttir: Ísraelsher gagnrýndur JERÚSALEM, AP Eftir vikulanga her- för í flóttamannabúðunum í Rafah segist Ísraelsher hafa fundið þrjú göng sem hafi verið notuð til að smygla vopnum og tekið tíu eftir- lýsta menn til yfirheyrslu. Yfir- menn hersins segjast telja tíu göng til staðar í Rafah. Eftir liggja 45 Palestínumenn látnir og fjöldi heimila eyðilagður. Ísraelsher er horfinn á brott, í bili í það minnsta, en sætir nú harðri gagnrýni heima fyrir. Frétta- skýrendur og fyrrum herforingi segja að betri árangri hefði mátt ná með takmarkaðri aðgerðum en þeim sem Ísraelsher beitti. ■ Borgarastríðið í Súdan: Bjartsýnni á friðarhorfur SÚDAN, AP Friðarhorfur í Súdan eru taldar betri en þær hafa verið árum saman eftir að stjórnvöld og upp- reisnarmenn komust að samkomu- lagi um deiluefni sem hafa reynst þeim erfið. Hingað til hefur strand- að á því hvernig deila eigi völdum, hvernig stýra skuli þremur um- deildum héruðum og hvað verði um her uppreisnarmanna. Samkomulag um þessi atriði verður undirritað í dag og búast má við að síðan verði samið um algjört vopnahlé. Bardagar halda áfram í Darfur þar sem samkomulagið nær ekki til uppreisnarmanna þar. ■ Nýjung í réttarkerfi: Áhersla á farsælar lausnir RÍKISSTJÓRN Tekin verður upp svokölluð sáttaumleitan í málum sakhæfra ungmenna, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra. Stefna þessi byggir á hugmynda- fræði um uppbyggilega réttvísi og felur í sér að brotamaður og brotaþoli eru leiddir saman í því skyni að gerandinn gerir sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og til að koma á sáttum milli deiluaðila. Hugmyndin byggir á áliti nefndar sem Björn Bjarnason skipaði haustið 2003. Nefndin telur þessa leið til þess fallna að minnka álag á dómstóla, þar sem úrlausn minni mála er færð til einstaklinganna sjálfra. Þá styrki þetta réttarstöðu brota- þola og hafi uppeldisleg áhrif á gerendur. Lagði nefndin eindregið til að uppbyggileg réttvísi yrði tekin upp í íslensku dómskerfi þar sem þessi leið hafi gefist vel annars staðar á Vesturlöndum. Sátta- umleitan verður tekin upp sem til- raunaverkefni í málum sakhæfra ungmenna og er gert ráð fyrir að aðeins minniháttar mál verði tek- in fyrir með þessum hætti til að byrja með. ■ Þjóðverjar og Frakkar: Hefðu getað gert betur PÓLLAND, AP Lech Walesa, fyrrum Póllandsforseti, sagði í blaðavið- tali að Þýskaland og Frakkland hefðu ekki gert nóg til að sann- færa önnur Evrópuríki um að standa gegn innrásinni í Írak og því bæru þau hluta ábyrgðarinnar á henni. Hann sagði að ef Evrópu- sambandið hefði staðið saman he- fði Pólland og fleiri ríki tekið rök- um þess. „Evrópusambandið hefur ekki fundið sér sess í heiminum. Ég myndi jafnvel segja að Evrópu- ríki, fyrst og fremst Þýskaland og Pólland, beri hluta ábyrgðarinnar af því að ráðist var inn í Írak,“ sagði forsetinn fyrrverandi. ■ BÖRN AÐ LEIK Í MELASKÓLA Formaður launanefndar sveitarfélaga segir kennara aðeins fá umtalverðar launahækkanir séu þeir tilbúnir að gera þær kerfisbreytingar sem sveitarfélögin vilji sjá. Hér sé undirbún- ingstími kennara meiri en gerist á Norðurlöndunum og kennsluskylda minni. Kennarar vilji enn auka við undirbúning og minnka kennslu. Stefnan sé því tekin í allt aðra átt en sé í okkar umhverfi. BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA Vill færa minni deilumál til einstaklinganna sjálfra. EFNISTÖK OG ÁHERSLUATRIÐI Hér sést myndræn útfærsla Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri á þeirri áherslu sem lögð var á umræðu um tiltekin efnisatriði í fréttaflutningi sjónvarpsstöðvanna. Báðar stöðvar fjölluðu mest um „málsmeðferð“ en minnst um „takmörkun á málfrelsi“ og var umfjöllun þeirra keimlík. HRAÐAKSTUR 26 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akst- ur af lögreglunni á Hvolsvelli í vikunni. Sá sem hraðast ók mæld- ist á 98 kílómetra hraða á Hellu þar sem hámarkshraði er 50. Þá voru tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur. RÚV STÖÐ 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.