Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2004 BORINN Á BROTT Mannréttindasamtök hafa krafist svara við fjölda tilvika þess að fólk sé numið á brott af heimilum sínum í Ingúsetíu og Tsjetsjeníu. Rússneski herinn og öryggis- sveitir Tsjetsjeníustjórnar hafa beitt slíkum brottnámum manna sem þeir gruna um tengsl við uppreisnarmenn. Níu féllu í bardögum Bandaríkjahers og andspyrnumanna: Enn barist í Najaf NAJAF, AP Harðir bardagar í hinni helgu borg Najaf og Kufa kost- uðu í það minnsta níu manns líf- ið í gær. Bardagar bandarískra hermanna og andspyrnumanna voru með harðara móti og víða áttu óbreyttir borgarar fótum sínum fjör að launa. Sprengjur kváðu við og mikið var skotið úr hríðskotarifflum á og við torg sem er nefnt eftir byltingu sem var gerð 1920. Einnig var barist við jarðreitinn, sem er einn sá stærsti í heimi og veitir mönn- um skjól fyrir skothríð and- stæðinganna. Eftir að um hægðist safnaðist fólk saman við helgireit Ali, frænda Múhameðs spámanns, en Ali er einn helgasti maðurinn í augum sjíamúslima og musteri hans sömuleiðis einn helgasti reitur þeirra. Þar voru miklar skemmdir og sökuðu stuðnings- menn Muqtada al-Sadr Banda- ríkjamenn um að skjóta á must- erið úr sprengjuvörpum. Herstjórnin í Bagdad sagð- ist myndu rannsaka skemmd- irnar og orsakir þeirra. Banda- ríkjamenn hafa sakað fylgis- menn al-Sadr um að nota helga staði til að skýla sér og leyna vopnum. ■ Mannrán: Þrettán ára stúlku rænt ÞÝSKALAND, AP Þrettán ára stúlka slapp ósködduð eftir að maður rændi henni í Hollandi og flutti með valdi til Þýskalands. Stúlk- an var á ferð á reiðhjóli þegar maðurinn vatt sér upp að henni, ógnaði henni með hnífi og nam hana á brott. Lögregla fann bíl mannsins tveimur dögum eftir að hann rændi stúlkunni og umkringdi hann. Eftir fimm klukkustunda samningaviðræður samþykkti hann að sleppa stúlkunni. Ekki fengust nákvæmar fréttir af manninum í gær en talið var að hann hefði sloppið af geð- sjúkrahúsi. ■ Samningar náðust: Fimm vikna verk- fall lokið NOREGUR, AP Fimm vikum eftir að flutningabílstjórar og verka- menn í vöruhúsum fóru í verk- fall náðust samningar um nýjan kjarasamning. Verkfallið hefur haft gríðarleg áhrif og var víða orðið mjög fátæklegt um að lit- ast í matvöruverslunum. Mat- vælaflutningar eru því komnir í fullan gang á ný. Flutningaverkamannasam- band Noregs efndi til verkfalls 17.000 félagsmanna sinna vegna þess að vinnuveitendur neituðu að hækka laun félags- manna sérstaklega. Samið var um sérstakar greiðslur til verkalýðsfélaga í staðinn til að leysa deiluna. ■ Framfærsla: Buddan tómleg um mán- aðamót FRAMFÆRSLA Sé miðað við meðal- framfærslukostnað samkvæmt neyslukönnunum Hagstofu Ís- lands verða einungis 259 krónur eftir í hverjum mánuði í buddu lánþega Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem sækja skóla hér á landi. Er þá miðað við þær tölur sem birtar eru á heima- síðu Íbúðalánasjóðs við útreikn- ing á greiðslumati og eru 79.214 krónur á einstakling. Sam- kvæmt úthlutunarreglum LÍN fyrir árin 2003-04 er hámarks- framfærslulán hvers nemanda 79.500 krónur. ■ ÍRAKAR HLAUPA Í SKJÓL Óbreyttir borgarar máttu hafa sig alla við til að komast í skjól meðan bardagarnir stóðu yfir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.