Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 14
14 26. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR VEL VOPNUM BÚNIR Filippseysku hermennirnir sem tryggja áttu að kjörseðlar kæmust sína leið voru gráir fyrir járnum. Vinnuafl frá nýjum ríkjum Evrópusambandsins: Geta ekki sótt vinnu hingað fyrr en 2006 ATVINNUMÁL „Hættan er í raun lítil sem engin þar sem Ísland nýtir sér sérákvæði Evrópusambands- ins eins og flestar þjóðirnar innan sambandsins gera,“ segir Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar, en 1. maí síðastliðinn bættust tíu ný ríki við Evrópusambandið og þegnar þeir- ra öðluðust sama rétt um frjálsa för milli landa í atvinnuskyni. Hafa víða heyrst áhyggjuraddir vegna þessa, sérstaklega frá Bret- landi, þar sem búist er við hol- skeflu ódýrs vinnuafls frá þessum fyrrum austantjaldslöndum sem að mestu fylla þennan nýja hóp ríkja innan sambandsins. Jóhann segir að við þessu hafi verið brugðið hér á landi með því að fresta gildistöku ákvæða um frjálsa för launþega eins og reyndar flest önnur ríki hafa nú gripið til. „Það er gert ráð fyrir því að ákvæðin gildi ekki um laun- þega nýrra ríkja fyrr en tvö ár hafa liðið og jafnframt er heimilt að grípa til frekari frestunar en þá skal sækja sérstaklega um slíkt.“ Verði frestun ekki beitt mun ekkert hefta aðgang launþega hingað til lands árið 2006 en það er um sama leyti og framkvæmd- ir við Kárahnjúka og álver Alcoa í Reyðarfirði standa sem hæst. ■ Mikil tengsl þing- manna við sjávarútveg Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur ritstýrir bók þar sem kannað er hvaða þættir ráða afstöðu þingmanna til ESB. Þar kemur m.a. í ljós að tengsl þingmanna við sjávarútveg eru meiri en við aðra atvinnuvegi. STJÓRNMÁL Föstudaginn 28. maí heldur Alþjóðamálastofnun Há- skóla Íslands málþing um íslenska valdamenn og Evrópusamrunann. Tilefnið er útkoma bókarinnar Iceland and European Inte- gration: On the Edge sem Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur ritstýrir. Í bókinni er leitast við að greina afstöðu valdamanna til Evrópusamrunans síðastliðin fimmtíu ár. Baldur segir að fræð- in hafi þá tilhneigingu að einfalda hlutina um of, en það þurfi að skoða samblöndu margra skýr- ingaþátta og fá heildarmynd af því hvað ráði afstöðu valdamanna til ESB. Í því skyni prófar hann ákveðnar kenningar sem skýra aðkomu ríkja að Evrópusamband- inu og athugar hvort þær eigi við Ísland. „Sú skoðun hefur m.a. ver- ið uppi að áhrif leiðandi atvinnu- greina móti afstöðu ríkja til ESB á Norðurlöndum, t.d. að olía í Nor- egi hafi leitt til þess að Norðmenn hafa ekki sótt um aðild, en land- búnaður og iðnaður í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hafi fengið þau ríki til að ganga í sambandið. Ég kanna hvort sjávarútvegur hafi sambærileg áhrif á afstöðu íslenskra ráðamanna.“ Í því sam- hengi voru bein tengsl íslenskra þingmanna við sjávarútveg könn- uð og er niðurstaðan sú að þau eru meiri en tengsl þeirra við land- búnað og iðnað. „Þessir þingmenn hafa t.d. tilhneigingu til þess að leita eftir setu í sjávarútvegs- nefnd Alþingis,“ segir Baldur, en „meiri tengsl við sjávarútveg en aðra atvinnuvegi getur hugsan- lega haft ráðandi áhrif á afstöðu þingmanna í Evrópumálum“. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haft mest tengsl við sjávar- útveginn í gegnum tíðina. Baldur telur þetta þó ekki full- nægjandi skýringu á afstöðu ís- lenskra ráðamanna til ESB: „Það þarf að taka fleiri breytur inn í jöfnuna og kanna samband þeirra á milli. Þar skiptir máli bakgrunn- ur stjórnmálamanna og sýn þeirra á alþjóðasamskipti; stjórnsýsla á Íslandi, sem lengst framan af var veik; varnarsamstarfið við Bandaríkin og síðast en ekki síst þjóðerniskennd í orðræðu stjórn- málamanna. Það er mikil skírskot- un í fullveldi og sjálfstæði þjóðar- innar í orðræðu stjórnmálamanna varðandi Evrópumálin og upp vaknar sú spurning hvort þjóð- ernishyggjan sé undirliggjandi þáttur í afstöðu valdamanna til Evrópumála,“ segir Baldur að lok- um. Málþingið fer fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Ís- lands, kl. 8.30-10. bergsteinn@frettabladid.is Góðir stjórnarhættir: Landsbank- inn vill í forystu VIÐSKIPTI Bankaráð Landsbankans hefur farið yfir leiðbeiningar sem forysta atvinnulífsins setti fram um stjórnarhætti fyrirtækja og borið þær saman við eigin starfs- reglur. Niður- staðan er að regl- ur bankans séu sambærilegar og gangi lengra í sumum tilvikum. Bankinn legg- ur áherslu á að vera í forystu um góða stjórnar- hætti og hefur ákveðið að styrkja endur- skoðunarnefnd bankaráðsins. Þá munu starfsreglur bankaráðs verða birtar á heimasíðu bankans. Í leiðbeiningum um stjórnarhætti er talið æskilegt að meirihluti stjórnarmanna sé óháður félaginu og verður fjallað um það í næstu ársskýrslu bankans. ■ Ferðamenn: Vilja veiða krókódíla ÁSTRALÍA, AP Alþjóðleg samtök sér- fræðinga um krókódíla hafa lýst yfir stuðningi við hugmyndir um að hafnar verði veiðar á krókódíl- um. Saltvatnskrókódílar hafa verið verndaðir í Ástralíu í rúm 30 ár eftir að fjöldi þeirra var kominn niður í 5000 vegna ofveiði. Síðan þá hefur þeim fjölgað í 60.000 og árlega veiða atvinnumenn um 600 krókódíla. Nú vilja sérfræðing- arnir hins vegar að ferðamenn fái að veiða 25 krókódíla árlega og greiða fyrir það háar fjárhæðir. ■ ■ EYJAÁLFA – hefur þú séð DV í dag? Tugmilljóna svikamylla fasteignasala DÓMSMÁL Tæplega tuttugu og þriggja ára gamall maður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hafði maðurinn gerst sekur um tíu þjófnaðarbrot og eina tilraun til þjófnaðar. Maðurinn stal meðal annars farsíma og greiðslukortum á elliheimili og hangilæri úr verslun á höfuð- borgarsvæðinu. Heildarverðmæti þýfisins var tæpar 800.000 krónur. Stærsta hluta þess hafði maðurinn stolið úr íbúðarhúsi sem hann komst inn í um ólæstar dyr. Stór hluti þýfisins komst þó til skila og í sumum tilfellum vegna liðsinnis ákærða. Játaði ákærði brot sín skýlaust. Maðurinn á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur og hefur frá árinu 1997 hlotið samtals fjórtán refsidóma, aðal- lega fyrir auðgunarbrot en einnig fyrir skjalafals, umferðarlaga- brot og fíkniefnabrot. Ákærði var einnig dæmdur til þess að greiða allan sakarkostn- að. ■ BRANDON MAYFIELD Mátti dúsa tvær vikur í fangelsi, saklaus. Lögmaðurinn saklaus: Rugluðust á fingraförum BANDARÍKIN, AP Bandarískur lög- maður, sem handtekinn var vegna gruns um að hann tengdist hryðjuverkaárásunum í Madríd, hefur verið hreinsaður af öllum grun. Maðurinn var handtekinn eftir að fingraför sem fundust á vett- vangi voru eignuð manninum. Það var gert þegar fingraför lög- mannsins fundust í gagnagrunn hersins þar sem hann þjónaði eitt sinn. Frekari rannsóknir leiddu í ljós að um mistök var að ræða og baðst bandaríska alríkislögreglan, FBI, afsökunar á mistökunum. ■ STJÓRNIN Í VANDA Íhaldsflokkur- inn ástralski myndi tapa með miklum mun ef kosningar yrðu haldnar í dag. Ný skoðanakönnun sýnir 56 prósenta stuðning við Verkamannaflokkinn og 44 pró- senta stuðning við flokk Johns Howard forsætisráðherra. Íraks- málin reynast stjórninni erfið. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Ungur maður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í gær fyrir tíu þjófnaðarbrot og eina tilraun til þjófnaðar. Ungur maður dæmdur fyrir fjölda þjófnaða: Fjórtándi refsidómurinn GERÐ KÁRAHNJÚKAVIRKJUNAR Eftir tvö ár verður ekkert sem heftir aðgang ódýrs vinnuafls frá fyrrum austantjaldsþjóðum hingað til lands. BALDUR ÞÓRHALLSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR Telur hugsanlegt að þjóðernishyggja íslenskra stjórnmálamanna sé e.t.v. undirliggjandi í umræðu um Evrópumál. LANDSBANKINN Leggur áherslu á góða stjórnarhæti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.