Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2004 ■ EVRÓPA BAGDAD, AP Forseti íraska fram- kvæmdaráðsins lýsti takmarkaðri ánægju með tillögur Breta og Bandaríkjamanna um hvernig valdaafsali í Írak skuli hagað. „Okkur fannst það ekki standa undir væntingum,“ sagði Ghazi Mahal Ajil al-Yawer en fór ekki nánar út í það hvað hann væri ósáttur við. Framkvæmdaráðið samþykkti í gær yfirlýsingu þar sem óskað var eftir viðræðum við íraska yfirstjórn hersins og öryggis- sveita. Einn meðlima þess, Mah- moud Othman, sagði Íraka ósátta við að ekki hefði verið haft sam- ráð við þá um samningu tillögunn- ar sem Bretar og Bandaríkja- menn lögðu fyrir öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna. Ahmad Chalabi, sem sæti á í framkvæmdaráðinu og er nýlega fallinn í ónáð hjá Bandaríkja- stjórn eftir að vera í miklu uppá- haldi hjá ráðamönnum, segir Íraka ekki fá völdin í sínar hendur við það eitt að Sameinuðu þjóðirn- ar samþykktu tillögur um full- veldi Íraks. „Ein grundvallarfor- senda fullveldis er að íraska ríkis- stjórnin stjórni mönnun og að- gerðum hersins,“ sagði hann. ■ Orkumálaráðherrar: Skammlífir ráðherrar BÓLIVÍA, AP Xavier Nogales hefur sagt af sér embætti orkumálaráð- herra Bólivíu, aðeins tveimur mán- uðum eftir að hann tók við því. Hann er þó ekki skammlífasti ráð- herrann til að gegna embættinu því hann er fjórði maðurinn til að hrökklast úr starfinu síðustu sjö mánuði. B ó l i v í u m e n n hafa deilt harkalega um hvað skuli gera við olíuiðnað lands- ins. Verkalýðsfélög hafa krafist þess að einkarekin olíufyr- irtæki verði þjóðn- ýtt. Síðasta ríkis- stjórn féll eftir blóðug átök um hvað skyldi gera við olíuauðlindirnar. ■ HOLKERI HÆTTIR Harri Holkeri ætlar að láta af starfi sínu sem æðsti yfirmaður Sameinuðu þjóð- anna í Kosovo eftir tvo mánuði, að sögn vegna bágrar heilsu. Tæpt ár er liðið síðan Holkeri tók við starfinu en óvíst er hver tek- ur við af honum. KÆRÐIR FYRIR STRÍÐSGLÆPI Ell- efu Serbar hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi vegna morð- anna á nær 200 stríðsföngum í austurhluta Króatíu í nóvember 1991. Morðin áttu sér stað stuttu eftir að Serbar náðu borginni Vukovar á sitt vald eftir umsátur. Réttarhöld yfir unglingum: Misþyrmdu skólafélaga HILDESHEIM, AP Réttarhöld yfir ell- efu þýskum unglingum sem ákærðir eru fyrir að misþyrma og auðmýkja samnemanda sinn hófust í gær. Sakborningarnir, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, börðu og spörkuðu í fórnarlamb sitt yfir lant tímabil auk þess að lítillækka það á annan hátt. Unglingarnir létu fórnarlambið éta krít og tyggja sígarettustubba. Hluti mis- þyrminganna var tekinn upp á myndband. Áverkarnir komu ekki í ljós fyrr en fórnarlambið sagði náms- ráðgjafa frá ofbeldinu. ■ DÓMSMÁL Tveir rúmlega tvítugir menn voru meðal annarra dæmd- ir í tólf og fjórtán mánaða óskil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir margvís- leg auðgunar- og fíkniefnabrot á árunum 2002 til 2004 í Keflavík. Brot þeirra eru talin stórfelld og voru mennirnir meðal annars sak- felldir fyrir tilraun til ráns í sölu- turni við Kópavogsbraut í Kópa- vogi í nóvemberlok síðastliðnum. Annar þeirra var sakfelldur fyrir að hafa þrisvar tekið eldsneyti á bifreið sína, samtals fyrir um 14.000 krónur, á bensínstöðvum í Hafnarfirði en ekið á brott án þess að greiða fyrir. Voru þeir báðir tiltölulega nýbúnir að af- plána aðra dóma og var annar þeirra á þriggja ára skilorði. Mál- ið var höfðað í sex ákæruliðum og voru sex aðrir menn á aldrinum nítján til tuttugu og tveggja ára dæmdir en hlutu þeir mun vægari dóma. Allir voru mennirnir ákærðir fyrir fjölda brota, svo sem vopnalagabrot, umferðar- lagabrot, fíkniefnabrot, hylmingu, innbrot í verslanir, fyrirtæki og heimili þar sem þeir tóku alls kyns muni og varning ófrjálsri hendi. ■ BURT MEÐ FALDAR AUGLÝSINGAR Samtök ítalskra neytenda efndu til mót- mæla fyrir framan höfuðstöðvar ítalska ríkis- sjónvarpsins í gær. Þau mótmæltu því að faldar auglýsingar birtust í sjónvarpsþáttum. MÓTMÆLT Í LA PAZ Verkalýðsfélög vilja þjóðnýta olíulindirnar og nýta til upp- byggingar inn- anlands. Héraðsdómur Reykjaness: Átta menn dæmdir fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Átta menn voru dæmdir fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Brotin voru framin á árunum 2002 til 2004. Tillaga Breta og Bandaríkjamanna gagnrýnd í Írak: Írakar urðu fyrir vonbrigðum HERMENN Á VETTVANG Írakar leggja áherslu á að yfirstjórn hersins þurfi að vera írösk til að fullveldið standi undir nafni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.