Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2004 TÖK námskeið í júní og ágúst - 14. til 25. júní (8 dagar) - 9. til 18. ágúst. (8 dagar) Kennt frá kl. 9:00 til12:30 og kl. 13:30 til 17:00 Bókhaldsnámskeið í júní og ágúst - 14. til 25. júní (9 dagar) - 9. til 19. ágúst (9 dagar) Kennt frá kl. 8:30 til 12:00 og kl. 13:00 til 16:30 Photoshopnámskeið í júní og ágúst - 21. til 23. júní (3 dagar) - 16. til 18. ágúst (3 dagar) Kennt frá kl. 8:30 til 12:00 og kl. 13:00 til 16:30 „Mig langar að skipta um starfs- vettvang og því kemur sér vel fyrir mig að nota hluta af sumarfríinu til endurmenntunar“ - Kristín Þóra „Að taka TÖK námið á tveim vikum í stað sex hentar mér vel því ég vinn vaktavinnu og á erfitt með að binda mig lengi í námi“ - Jón Ingi Að eiga stafræna myndavél og kunna ekki grunnatriði í Photoshop myndvinnsluforritinu er eins og að eiga bíl og kunna ekki að keyra! GRUNNNÁM Í BÓKHALDI 95 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnu- markaðinum. Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sitt sjálfir. Helstu námsgreinar: Verslunarreikningur - það helsta sem notað er við skrifstofustörf Undirstaða bókhalds - mikið um verklegar æfingar Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk. Tölvubókhald í Navision - rauhæf verkefni með fylgiskjölum Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og á ntv.is Hlíðasmára 9 - Kópavogi TÖK NÁMSKEIÐ TÖK tölvunám er 84 stunda tölvunám sem bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að gera nemendum kleift að taka þau 7 próf sem þarf til að fá TÖK skírteini. Helstu námsgreinar: Upplýsingatækni - Windows Word - Excel - Access Power-Point - Tölvupóstur Internetið TÖK er skammstöfun á alþjóðlegu prófskírteini sem vottar tölvu- kunnáttu þína og vottar að þú sért tölvulæs þ.e. kunnir að nýta þér flesta möguleika tölvunnar og þeirra forrita sem hvað mest eru notuð við vinnu og daglegt líf. GRUNNNÁM Í PHOTOSHOP Á þessu námskeiði er lögð áhersla á þá hluti sem mest eru notaðir af þeim sem eiga stafræna vél eða skanna. Ótrúlega áhugavert og skemmtilegt 31 stunda námskeið í þessu frábæra forriti. MENNTAMÁL Ingibjörg Guðmunds- dóttir, formaður félags fram- haldsskóla, segir ástæður fyrir háu falli á prófum framhalds- skólanema á fyrsta ári margvís- legar. „Margir nemendur ráða ekki við námið vegna námserfið- leika, sumir koma illa undirbúin úr grunnskólanum og eru áhuga- lausir því það er margt annað sem freistar. Mörg vinna mikið með námi, eru mikið í íþróttum og þá situr námið á hakanum. Stundum er fíkniefnavandi ástæðan og það að nemendur koma frá brotnum heimilum,“ segir hún. Ingibjörg telur að í flestum tilfellum sé verið að koma til móts við nemendur í framhaldsskólum sem eigi við sértæka námsörðugleika að etja eins og til dæmis lesblindu. „Ég tel að verið sé að gera það í mjög vaxandi mæli til dæmis með því að veita þeim lengri próftíma, út- vega þeim hljóðbækur og bjóða þeim stækkuð próf.“ Ingibjörg telur að til að taka megi mark á tölum um brotthvarf nemenda þurfi fyrst og fremst að sam- ræma skilgreininguna á hugtak- inu. „Í mínum huga er brottfall það þegar nemandinn skráir sig í skóla, byrjar í skólanum, fer ekki í prófin og hættir en ekki það að nemendur taki sér frí frá skóla eða fari til útlanda sem skiptine- mar.“ Ingibjörg telur fulla þörf á nákvæmri rannsóknarvinnu við að kortleggja vandamálin hvort sem um er að ræða fall nema eða brotthvarf þeirra. ■ Á BRÚÐKAUPSFERÐALAGI Filippus Spánarprins og eiginkona hans, Letizia prinsessa, verja hveitibrauðsdögun- um á Spáni þar sem þau ferðast um og heilsa upp á fólk. INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, FOR- MAÐUR FÉLAGS FRAMHALDSSKÓLA Margar ástæður liggja að baki miklu falli á prófum fyrsta árs nemenda í framhaldsskólum. Félag framhaldsskóla um hátt fall á prófum nemenda: Margar samverkandi ástæður aði flokkurinn. Við Halldór urð- um ósammála. Þá stóð meirihlut- inn með mér og greiddi atkvæði á móti frumvarpinu. Margir stóðu þó með Halldóri og greiddu ekki atkvæði, sátu hjá,“ segir hann. Klíkumyndun innan flokksins Þá var Fréttablaðinu bent á það að fyrst stjórn þingflokksins hefði ákveðið að einungis ráð- herrar flokksins myndu tala hefði verið komið að Siv Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra að taka til máls í eldhúsdagsumræð- um. Horft hefði verið fram hjá henni og Árni valinn í hennar stað. Heimildarmenn blaðsins inn- an þingflokksins sögðu þetta bera ótvíræðan vott um ákveðna klíkumyndun innan þingflokks- ins. Hjálmar Árnason er þing- flokksformaður og er Magnús Stefánsson með honum í stjórn. Eru þeir báðir sagðir nánir for- manninum en auk þeirra þykir Árni í miklu uppáhaldi. Í ljósi þess að miklar svipting- ar eru fram undan í ríkisstjórninni og hróker- ingar á r á ð h e r r - um beggja flokka í haust þykir á k v ö r ð u n stjórnar þing- f l o k k s i n s um að snið- ganga Siv benda til þess að hún eigi ekki öruggt r á ð h e r r a - sæti. Þingflokksformaður segir ekkert athugavert við valið Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, segir ekkert athugavert við það hverjir hafi verið valdir til að tala á eldhúsdagsumræðum. Hann segir að hefðin sé ýmiss konar. Annars vegar sé farið eft- ir því hvenær menn töluðu síðast og hins vegar sé farið eftir því hvað eðlilegt sé að fjalla um út frá pólitískri stöðu mála. „Þetta var einfaldlega þannig að stjórn þingflokksins var falið hverjir ættu að tala. Við vildum að formaðurinn talaði því mikið póli- tískt hitamál hefur verið í gangi að undanförnu og þá er rétt að for- maður flokksins tali. Ekki var ágreiningur um það. í öðru lagi fannst okkur rétt að félagsmála- ráðherra talaði, því hann hefur ný- lega flutt frumvörp sem tengjast stærstu kosningaloforðum flokks- ins, svo sem húsnæðislánamálið og fæðingarorlofsmálið. Í þriðja lagi var komið að Valgerði Sverr- isdóttur að tala. Hún er jafnframt ráðherra samkeppnismála og póli- tíska umræðan snýst mikið um samkeppnismál um þessar stund- ir. Þetta var lógískt, eðlilegt og enginn í þingflokknum mótmælti þessu,“ segir Hjálmar. ■ SIV Á mjög á brattann að sækja í stólaslagnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.