Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 23
3MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2004 Hafragrautur er góður fyrir budduna Hafragrautur er einhver ódýrasti morgun- verður sem völ er á og hefur auk þess þá kosti að gefa yl í kroppinn og vera ósæt- ur. Hann er fjórum sinnum ódýrari en hunangscheerios og er þá mjólkin sem notuð er út á hvorutveggja ekki reiknuð með en leiða má líkum að því að helm- ingi meiri mjólk þurfi út á cheeriosið til að væta almennilega í því. Þegar til langs tíma er litið er talsverður sparnaður í því að borða hafragraut í morgunverð að staðaldri. Morgunverðurinn er talinn mikilvægasta máltíð dagsins og eiga stóran hlut í okkar andlegu og líkamlegu vellíðan. Þar fáum við þá undirstöðu sem við þurfum til að snúa okkur að verkefnum dagsins á hvaða sviði sem þau eru. Kolvetnin eru orkugjafi eins og bensín á bíl- inn og þau fáum við úr kornmeti hvers- konar. Mikið úr- val er til að all- skyns pakka- vöru á mrkaðinum og með mjólk eða súrmjólk út á er kominn góður verður. Nokkur munur er þó á efnainnihaldi þessara tegunda og verðið er líka mis- munandi. Sumt af því korni sem fæst í pakkavís inniheldur mikið sykurmagn og þótt sykur sé vissulega orkugjafi þá er hann líka varhugaverður í miklu magni vegna hættu á fituframleiðslu og hækkun blóðsykurs. Hér eru niðurstöður lauslegrar verðkönn- unar á ríflegum skammti nokkurra teg- unda morgunverða. Mjólkin ekki reiknuð með. [ SPARNAÐUR Í HÚSHALDI ] Sem flestir ættu að vinna til sjö- tugs segir OECD, efnahags- og framfarastofnunin. Ástæðan er aukið álag á eftirlaunakerfi ríkja Evrópu sem myndast hefur með auknum lífslíkum og færri barn- eignum. Reiknað er því með að fjöldi starfandi einstaklinga fyr- ir hvern eftirlaunaþega fækki úr fjórum í aðeins tvo árið 2050. Ástandið er verst á meginlandi Evrópu að sögn OECD. Í Suður- Evrópu hefur barnseignum til að mynda fækkað mjög, í 1,3 barn úr 2,1 á mann að meðaltali. Tilraunir til að breyta eftir- launakerfinu í Evrópu hafa mætt harðri andstöðu verkalýðs- félaga. En Jean-Philippe Cotis, aðalhagfræðingur OECD, segir að eftirlaunavandræðin verði að leysa með samblandi hærri skatta, niðurskurði í félagsþjón- ustu og lengri starfsaldri. OECD hvetur einnig til þess að konur fari inn í vinnumarkað- inn í meira mæli og mælist til þess að vinnumarkaðurinn lagi sig að þörfum kvenna. Bent er á að á Norðurlöndum, þar sem auðvelt er að fá gæslu fyrir börn og vinnumarkaðurinn hefur lagað sig að þörfum fjöl- skyldufólks, horfi ekki til sömu vandræða og annars staðar í Evrópu. ■ Hafragrauturinn er undirstöðu- góður og fer vel í maga. Hafra- mjöl er járn og B vítamínríkt. Skammtur kr Hafragrautur 10 Kornfleks 15 Cheerios 25 Kókópuffs 35 Hunangscheerios40 Tápmiklir krakkar þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni í sumarfríinu. Námskeið fyrir þau í sumar kosta heilmikla peninga. 6-10 ára börn: Í gæslu á námskeiðum Foreldrar barna á aldrinum 6-10 ára standa frammi fyrir því í sumar að þurfa að koma börnum sínum í gæslu í um það bil fimm vikur. Það getur kostað skildinginn því námskeið fyrir krakka á þessum aldri eru dýr. Hjá íþrótta- og tómstundaráði er boðið upp á nám- skeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára, en það eru einmitt börnin sem ekki er hægt að skilja eftir ein heima. Nám- skeiðin kosta 4.200 krónur vikan, ef börn eru allan daginn, en 2.100 krónur vikan fyrir hálfan daginn. Hjá íþróttafélögunum eru námskeiðin á svipuðu verði, KR býður til dæmis upp á hálfsmánaðar námskeið á 12.000 krónur fyrir allan daginn, en 6.550 fyrir hálfan daginn. Fjöldi barna tekur þátt í hverju námskeiðinu á fætur öðru yfir sumartímann, þannig að fyrir fólk sem er með tvö til þrjú börn á þessum aldri er um að ræða umtalsverða fjárhæð, sem gæti verið frá 12.600 krónum á viku eða 63 þús- und krónur fyrir sumarið. Eldri borgurum fjölgar mjög í Evrópuríkjum - svo mjög að horfir til vandræða. Mikilvægt að fólk vinni lengur: Norðurlöndin fyrirmynd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.