Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 31
23MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2004 Bændur eru svo uppteknir viðsauðburðinn núna að við frestum öllum veisluhöldum,“ segir Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður Áburðarverk- smiðjunnar, en fyrirtækið varð 50 ára síðastliðinn laugardag. Áburðarverksmiðjan var í eigu ríkisins í 45 ár. „Það var búið að stofna hlutafélög í kringum Áburðarverksmiðjuna áður en við tókum við henni fyrir fimm árum og samkeppni við fyrirtækið hófst fyrir um tíu árum síðan. Við leitum alltaf nýrra leiða til að halda kostnaði niðri og verðlækk- unin skilar sér sem kjarabót til bænda og til þjóðarinnar þar sem áburður er stór þáttur í kostnaði landbúnaðar. Við höfum meðal annars opnað sölufyrirtæki í Sví- þjóð og Noregi og auk þess að vera með framleiðslufyrirtæki hér á Íslandi erum við með eitt slíkt í Eistlandi en öll skrifstofu- vinna fer fram hér heima.“ Áburðarverksmiðjan hefur að mati Haraldar skipt miklu máli fyrir landbúnaðarsögu Íslands. „Bændur hafa verið trúfastir við þetta fyrirtæki og það hefur gert Áburðarverksmiðjunni kleift að hanna hentugan áburð í samstarfi við færa landbúnaðarráðunauta. Gosefnin hér á landi gera það að verkum að íslenski jarðvegurinn er allt öðruvísi en á hinum Norð- urlöndunum og því skiptir það máli að áburður sé hannaður sér- staklega með íslenskar aðstæður og íslenskan jarðveg í huga. En þótt veisluhöldunum vegna afmælisins hafi verið frestað stendur að sjálfsögðu til að halda upp á tímamótin. „Í haust eftir töðugjöldin skundum við út á land og stendur til að halda veislur um alla landsbyggðina.“ ■ AFMÆLI ÁBURÐARVERKSMIÐJAN ■ er 50 ára um þessar mundir af því til- efni verða veisluhöld um alla lands- byggðina eftir töðugjöldin í haust. Veisluhöld eftir töðugjöld ■ NÝJAR BÆKUR ÍSLENSKUR ÁBURÐUR Sigurður Þór Sigurðsson framkvæmdastjóri, Haraldur Haraldsson stjórnarformaður og Sigurður Jónsson, markaðsstjóri Áburðarverksmiðjunnar. Upprunaleg Dimmalimm Ein ástsælasta barnabók Ís-lendinga, Dimmalimm, hefur verið endurútgefin. Um er að ræða níundu útgáfu bókarinnar en hún er nú upprunalegri út- gáfu. Það sem gerir þessa útgáfu sérstaka er að hún er ljósmynd- uð frumútgáfa bókarinnar sem kom út hjá Bóka- búð Kron árið 1942. Ævintýrið er með myndum eftir listamann- inn Mugg, Guð- mund Thorsteins- son, og verður tímalaus boð- skapur sögunnar að teljast bæði einfaldur og fallegur í senn. Sagan af Dimmalimm hefur verið þýdd á fjöldamörg tungu- mál auk þess sem samin hafa verið upp úr henni bæði leik- og tónlistarverk. Ævintýrið samdi Muggur fyrir Helgu, systurdótt- ur sína, er hann var á leið í heimsókn til hennar á Ítalíu. Um leið myndskreytti hann ævin- týrið en Helga hafði gælunafnið Dimmalimm. Muggur lést að- eins 33 ára, sumarið 1924, og eru því liðin 80 ár frá andláti hans nú í sumar. ■ DIMMALIMM Er komin út í upp- runalegri útgáfu sem byggist á ljósmyndum af fyrstu útgáfu hennar frá 1942. Dekk 33” (285/75-16) 95.000 kr. Dráttarbeisli 63.000 kr. Afturmottur 4.000 kr. Frammottur 5.000 kr. Langbogar svartir 51.000 kr. PATROL (Listaverð 5.190.000 kr.) PATROL ELEGANCE sjálfskiptur 3.0 TDI 158 hö. 4.995.000 kr. Ingvar Helgason ehf. býður Nissan Patrol á sérstöku tilboðsverði nú í maí. Í ofangreindu verði er aukahlutapakki upp á 218.000 kr. PATROL ELEGANCE 3.0 TDI 158 hö/bs 4.810.000 kr. (Listaverð 4.990.000 kr.) PATROL LUXURY 3.0 TDI 158 hö/bs 4.530.000 kr. (Listaverð 4.690.000 kr.) PATROL LUXURY 3.0 TDI 158 hö/ss 4.717.000 kr. (Listaverð 4.890.000 kr.) Tilboðið gildir aðeins fyrir pantanir greiddar fyrir 17.06.2004 Sumar tilboð Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 · sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is F í t o n / S Í A 0 0 9 5 9 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.