Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 38
TÓNLIST Ég hafði aldrei heyrt í eða um hljómsveitina The Walk- men þegar önnur plata þeirra Bows and Arrows rataði inn á borð til mín. Hérna er víst á ferðinni nýleg sveit sem inni- heldur þrjá fyrrum liðsmenn Jonathan Fire Eater, ef það hringir einhverjum bjöllum. Þetta er ruslrokk beint frá New York og gott sem slíkt. Rödd söngvarans er eins konar blanda Julian Casablancas úr The Strokes og Wayne Coyne úr The Flaming Lips. Töff, hljómar þreytt og lifuð sem á vel við ruslrokkið. Hljómurinn sker sig svo í ættina. Lífrænn og viljandi gerður gruggugur og óskýr. Gott ef trommurnar bjaga bara ekki líka. Gallinn við þessa plötu er að í fyrstu hljómar þetta ekki sem gott kaffi, frekar bara þungur hnífur. Lögin þurfa alveg þrjár hlustanir minnst til þess að ná inn undir skinnið. Svo þegar þangað er komið eru hreyfing- arnar ekkert svakalegar, þessi tónlist er langt frá því að fram- kalla gæsahúð þó hún sé svaka- lega töff. Líklegast skotheld plata til þess að hafa í gangi í flottri fata- búð en heima í stofu myndi mað- ur bara frekar velja eitthvað sem hreyfði meira við manni. Með öðrum orðum; miðið á boga Göngumannanna er skakkt og oddur örvanna óbrýndur. Þetta eru auðheyranlega menn sem geta, en það er eins og þeim vanti frumlegri hugsun til þess að gera plötuna athyglisverða. Núna hjómar hún bara eins og ágætis ruslrokkplata frá New York hljómsveit. Með smá frum- legheitum hefði þessi platan geta orðið frábær. Of mikið rúnk, en engin fullnæging. Birgir Örn Steinarsson 30 26. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ FÓLK Í FRÉTTUM KVIKMYNDIR Framhaldið af teikni- myndinni um græna risann Shrek, konu hans og asna, Shrek 2, verður frumsýnd bráðlega hér á landi. Þetta er önnur stærsta frumsýning- in sem hefur verið í Bandaríkjunum í ár og var aðsókn meiri á þessa mynd en á Leitina að Nemó í fyrra, sem og Píslargöngu Krists sem átti aðsóknarmetið í Bandaríkjunum í fyrra. Líkt og fyrsta myndin keppti Shrek 2 til verðlauna á Cannes-há- tíðinni í ár, en ólíkt þeirri fyrri vann hún ekki til verðlauna. Framleiðendur Shrek, Dream- works, hafa sagt að vegna vel- gengni myndarinnar muni þeir halda áfram með sín áform um að gera að minnsta kosti tvær myndir í viðbót um ævintýri Shreks. Viðræður eru þegar hafnar við leikarana sem lesa inn fyrir aðal- persónur myndarinnar, þar á meðal Cameron Diaz og Eddie Murphy. Ann Daly, yfirmaður teikni- myndadeildar, sagði að það hefði ekki verið gáfulegt að byrja á Shrek 3 og 4 fyrr en ljóst var hvernig Shrek 2 yrði tekið. „Þessi helgi sýndi okkur að við erum með gott efni í höndunum.“ Hún sagði einnig að viðræður væru á lokastigi við Mike Myers, sem rödd Shrek og Cameron Diaz, sem rödd Fiónu prinsessu. Þá er einnig vonast til að samningar tak- ist við Murphy sem talandi asnann og Antonio Banderas sem stíg- vélaða köttinn. ■ Endalaust Shrek COLLINS Í KJÖRKLEFA Breska leikkonan Joan Collins er hér með fyrrum sjónvarpsstjörnunni Robert Kilroy-Silk. Joan var að lýsa yfir stuðningi við framboð Kilroys til Evrópukosninga fyrir breska Sjálfstæðisflokkinn og sagði við það tækifæri að hún hefði aldrei kosið. Flokkurinn vill að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Leikkonan Courtney Cox, semlék Monicu í Friends, og eigin- maður hennar David Arquette eiga von á stúlkubarni. Miklar vangaveltur um óléttu leikkonunnar hafa verið í slúðurpressunni vestra og eru hjónin orðin langþreytt á því að lesa alla vitleys- una í blaðinu. Ein greinin hélt því fram að hún væri með tví- bura og ann- ar þeirra hefði látist í móðurkviði. Hjónin sendu því frá sér tilkynningu þar sem fram kom að þau ættu von á stúlkubarni í sum- ar. Halle Berry segir að súreynsla að leika í væntan- legri mynd um Catwoman hafi verið sér afskaplega mikil sálu- hjálp. Hún var að skilja við eig- inmann sinn, Eric Benet, á þeim tíma og segir hún að flóttinn í persónu Cat Woman hafi verið sér hollur. Berry kom nýlega fram í þætti Oprah Winfrey þar sem hún talar opinskátt um skilnað sinn og framhjáhald fyrrum eigin- manns síns. Þar heldur hún því fram að hún ætli aldrei að giftast aftur, en áður var hún gift hafnabolta- manninum Dav- id Justice. Leikkonan Kate Hudson, semsló í gegn í myndinni Almost Famous, segist vera reiðubúin að hætta að leika í kvikmyndum. Hún segir að þurfi hún einhvern tímann að velja á milli þess að verða húsmóðir eða leika í kvikmynd- um muni það ekki verða henni erfitt val. Tónlistin í Næslandi eftir Mugison Tónlistarmaðurinn Mugisonhefur látið talsvert að sér kveða að undanförnu en hann vinnur nú að því að hljóðblanda frumsamin lög fyrir geisladisk úr kvikmyndinni Næsland sem er í leikstjórn Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Mugison á heiðurinn af allri tónlist í myndinni en til að ná fram réttri stemningu dvaldi hann í kirkjunni á Súðavík í mán- uð til að semja. Tónlistin er einnig í flutningi Mugison en hann syng- ur og spilar á kassagítar og fót- stigið orgel sem var til staðar í kirkjunni á Súðavík. Mugison hefur nýlokið við að túra með hljómsveitinni Múm um Evrópu og kom hann fram með þeim á tónleikum á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þar á undan spilaði hann á Triptych-tónlistarhátíðinni í Skotlandi en eftir tónleikana birtist gagnrýni í The Independ- ant eftir tónlistargagnrýnandann Bob Flynn. Hann sagði í dóminum að nærvera tónlistarmannsins Mugison hefði verið sú allra líf- legasta á hátíðinni. Kom fram í dóminum að Mugison væri fyrr- um sjómaður frá Íslandi sem bæri með sér þann óvenjulega hæfi- leika, á okkar pródúseruðu tón- listartímum, að fá áhorfendann til að líða eins og allt geti gerst á sviðinu. Bob Flynn taldi Mugison villtan á sviðinu og tók það fram að tölvan hans hefði krassað tvis- var á tónleikunum. Framundan eru fleiri tónleika- ferðir hjá Mugison en á heimasíð- unni hans mugison.com kemur fram að tónleikarnir séu með þeim síðustu þar sem að Mugison kemur fram einn síns liðs en á stefnuskránni er að sjálfsögðu að semja meiri tónlist og Mugison hefur nú þegar hafist handa við nýja sólóplötu. ■ SHREK 2 Antonio Banderas bættist við leikarahópinn í Shrek 2 og ljáði stígvélaða kettinum rödd sína. Vonast er til að hann muni einnig verða í áframhaldandi Shrek-myndum. MUGISON Dvaldi í mánuð í kirkju á Súðavík til að semja tónlist við kvikmyndina Næsland. Flottur bogi með skakkt mið THE WALKMEN: Bows and Arrows [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.