Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 46
Ísleifur B. Þórhallson, markaðs-stjóri Græna ljóssins, skrapp til Cannes til að fylgjast með nýaf- staðinni kvikmyndahátíð þar í bæ. Honum fannst myndin Super Size Me ein sú áhugaverðasta á hátíð- inni. „Super Size Me fjallar um Morgan Spurlock sem ákveður að borða á McDonald’s í einn mánuð,“ segir Ísi. „Hann borðaði þrjár mál- tíðir á dag og varð að þiggja super size máltíðir þegar honum var boð- ið upp á þær. Þetta var svona frek- ar hress gæi en á þessu ferli þá fitnaði hann mjög mikið og húðin og hárið urðu ógeðsleg. Hann varð brjálæðislega þunglyndur og fór að lifa fyrir McDonald’s-skammt- inn sinn. Á 21. degi var hann kom- inn með lifur eins og dagdrykkju- maður, hættur að geta labbað upp stigann heima hjá sér og hættur að geta stundið kynlíf. Læknarnir hugðu honum vart líf og sögðu honum að hætta en hann hélt þó áfram og lifði þolraunina af.“ Í kjölfar frumsýningar mynd- arinnar á Sundance-hátíðinni hætti McDonald’s með supersize- máltíðir. „Þeir héldu því þó fram að það tengdist myndinni ekki en Morgan Spurlock hefur sem betur fer náð sér eftir ósköpin og er að íhuga hvort hann verði viðstaddur frumsýningu myndarinnar hér á landi í haust.“ Mynd Michaels Moore Fahren- heit 9/11 hreppti Gullpálmann eins og frægt er orðið en Quentin Tarantino var formaður dóm- nefndar. „Tarantino hefur sér- stakt aðdráttarafl og stjörnurnar hreinlega sogast að honum. Ég sá líka til Michaels Moore þar sem hann gekk á inniskónum sínum með derhúfuna eftir aðalgötunni. Fólk byrjaði að elta hann og allt í einu var hann staddur fremst í eigin skrúðgöngu. Þetta var eins og að sjá Bítlana á hátindi frægð- arinnar en Moore gekk áfram og lét eins og ekkert hefði í skorist. Beckham-hjónin vildu svo líka vekja aðeins athygli á sér og fóru út á verönd til að fá sér í glas. Það var heljarinnar aðgerð með mörg- um lífvörðum og virkaði bara eins og leiksýning.“ Ísi smellti sér að sjálfsögðu í smóking til að spóka sig á rauða dreglinum. „Það er mjög fyndið því þá eru allir að skoða mann og pæla í því hvort maður sé stjarna. Ég reyni alltaf að vera fullur sjálfstrausts og veifa ljósmyndur- um í þeirri von að þeir smelli af mynd en þeir hafa hingað til ekki tímt að eyða í mig filmu. Kannski var það vegna þess að ég leigði smókinginn í dótabúð.“ ■ 38 26. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR KVIKMYNDIR ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON ■ Fannst heimildarmyndin Super Size Me einna áhugaverðust á Cannes í ár en hún segir frá manni sem ákvað að borða ekkert nema McDonald’s í einn mánuð með alvarlegum afleiðingum. Tímaritið I-D kemur út í dagog inniheldur átta blaðsíðna viðtal við söngkonuna Björk Guðmundsdóttur og meðlimi Sig- ur Rósar. Blaðamaðurinn Ben Reardon spjallaði við þau á veit- ingastað á Íslandi þar sem þau snæddu gellur og fylgdi þeim í partí þar sem Björk gerði sér lít- ið fyrir og smellti Justin Timber- lake á fóninn og tók lagið með Jónsa. Í viðtalinu lýsir Björk meðal annars aðdáun sinni á tónlist Sig- ur Rósar sem hljómsveitin samdi ásamt Radiohead fyrir dansarann Merce Cunningham. Verkið ber heitið Ba Ba, Ti Ki, Di Do og kem- ur út þann 16. júní. Það kemur fram í greininni að þó að Björk og Sigur Rós hafi vitað hvort af öðru og stundum tjattað saman í partí- um þá hafi þau aldrei hist til að ræða saman sérstaklega fyrr en við þetta tækifæri. Þau útiloka ekki samstarf í framtíðinni og Björk viðurkennir að henni líði svolítið eins og hún sé gamla frænka Sigur Rósar manna og þeirra íslensku hljómsveita sem eru að stíga sín fyrstu spor er- lendis. Björk og meðlimir Sigur Rósar spjalla vítt og breitt í viðtalinu um allt frá tónlist til íslensks skamm- degisþunglyndis. ■ McDonald’s og rauði dregillinn ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON Tarantino, Michael Moore og Beckham-hjónin í Cannes eru meðal þeirra sem Ísi kom auga á í Cannes. MIKIÐ ER VALD BLÓMANNA Á Blómaverkstæði Binna á Bergstaðastrætinu hefur einhver tekið sig til og merkt búðina betur, svo ekki verði um villst að hér sé um blómabúð að ræða. Margir eru mjög ósáttir við svona veggjakrot en aðrir sjá listina blómstra. HRÓSIÐ ...fær Strætó Bs. fyrir að láta ekki olíuverðið buga sig. BJÖRK OG SIGUR RÓS Ljósmyndir Ara Magg prýða viðtalið við Björk og Sigur Rós í tímaritinu I-D. Stjörnuprýtt blað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.