Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR RANNSÓKNIR Siðfræðistofnun Háskólans efnir til mál- þings um samþykki í rannsóknum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra setur mál- þingið sem verður í stofu C-103 í Eirbergi á Landspítalalóð og hefst klukkan 15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART Á AUSTURLANDI Skýjað með köflum norðan til, skýjað að mestu annars staðar. Dálítil væta við suðurströndina og í borginni Sjá síðu 6. 27. maí 2004 – 144. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● tilboð ● matur o.fl. Uppljómun í eldhúsinu Auður Inga Konráðsdóttir: ● á leið til keppni í belgíu Lið DHL Klappstýrur: ▲ SÍÐA 50 ÞINGSTÖRFIN Útlit er fyrir að þingstörfum ljúki á morgun. Ríkisstjórnin er reiðubúin að falla frá afgreiðslu frumvarps um réttindi og skyldur starfsmanna. Sjá síðu 2 SETTIR UPP VIÐ VEGG Landssamband smábátaeigenda samþykkti breytingatillögur sjávarútvegsnefndar á sóknardagafrumvarpinu en segir að um þvinganir hafi verið að ræða. Sjá síðu 4 VILJA ÞVINGANIR Samfylkingin og Vinstri grænir vilja við- skiptaþvinganir á Ísraela til að þrýsta á um frið í Miðausturlöndum. Utanríkisráðherra er andvígur og segir það helst bitna á Palestínumönnum. Sjá síðu 6 UPPSAGNIR Tekjur Skútustaðahrepps dragast saman um 40 prósent við lokun Kísiliðjunnar. Fjármögn- un kísilduftverksmiðju sem leysa á kísilgúr- vinnsluna af hólmi er í óvissu. Sjá síðu 8 59%74% ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 32 Sjónvarp 48 WASHINGTON, AP Bandarískir ráða- menn segja nýlegar upplýsingar gefa til kynna að al-Kaída hyggist láta til skarar skríða í Bandaríkj- unum á næstunni og telja líklegt að þau muni tengjast áberandi samkomum. „Ég get staðfest að undanfarn- ar vikur hefur verið stöðugur flaumur upplýsinga um möguleik- ann á árás á Bandaríkin,“ sagði Tom Ridge, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Upplýsingarnar gefa hins veg- ar ekki til kynna hvar né hvenær hryðjuverkamenn láti til skarar skríða. Myndir voru birtar af fólki sem stjórnvöld vilja ná í vegna hugsanlegra hryðjuverka. Meðal þess sem Bandaríkja- menn telja að kunni að verða skot- mörk hryðjuverkamanna eru flokksþing stjórnmálaflokkanna, ráðstefna átta helstu iðnríkja heims í næsta mánuði og afhjúpun minnisvarða um seinni heims- styrjöld á laugardag. Talsmaður bandaríska sam- göngueftirlitsins hvatti flugfar- þega til að vera varir um sig og gefa umhverfi sínu góðar gætur. „Við hvetjum farþega, í ljósi síðustu atburða, til að fylgjast vel með umhverfi sínu,“ sagði Yolanda Clark, talsmaður samgönguörygg- isstofnunarinnar. Hún efnir til uppákoma í 43 borgum Bandaríkj- anna í vikunni til að leggja áherslu á árvekni meðal almennings. ■ Farþegar hvattir til að vera varir um sig: Bandaríkjastjórn óttast hryðjuverk RÚV í rannsókn hjá Eftirlitsstofnun EFTA Íslenska ríkinu hefur borist kæra frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, vegna áskriftargjalda. Sendinefnd frá ESA fundaði með fjármálaráðuneyti í gær. Kannað verður hvort innheimta megi áskriftargjöld og selja auglýsingar. Hlutverk RÚV þarfnast skilgreiningar. RANNSÓKN Íslenska ríkinu hefur borist kæra frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, vegna áskriftargjalda Ríkisútvarpsins. Sex manna sendinefnd á vegum ríkisstyrkja- nefndar ESA er stödd hér á landi meðal annars til þess að fá upplýs- ingar um starfsemi RÚV og kanna hvort RÚV hafi rétt á að inn- heimta skylduáskriftargjöld auk þess að fá rekstrarfé af auglýs- ingatekjum. Einnig mun ESA kanna hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins sé varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisút- varpsins. Að sögn Amunds Utne, yfir- manns ríkisstyrkjanefndar ESA, þarf að skilgreina hlutverk RÚV áður en hægt verður að komast að niðurstöðu um nákvæmlega í hvað megi verja ríkisstyrkjum til stofnunarinnar. „Við höfum spurt íslensk yfir- völd að því hvort fjármunum til Ríkisútvarpsins sé varið í annað en það sem flokka megi sem skyldur Ríkisútvarpsins. Til þess að geta svarað því þarf að skil- greina betur skyldur RÚV,“ segir Utne. „ESA hefur tileinkað sér við- miðunarreglur fyrir ríkisútvarp sem eru sambærilegar reglum Evrópusambandsins. Í reglunum eru ákvæði um hvernig skilgreina megi ríkisstyrki til þessara stofn- ana. Það er svo sem í góðu lagi að veita styrki til ríkisútvarps. Það má hins vegar spyrja að því hvað eru ríkisstyrkir og hvað ekki? Eru áskriftargjöld ríkisstyrkir? Við þurfum að skera úr um það,“ segir hann. Ingvi Már Pálsson, lögfræðing- ur hjá fjármálaráðuneytinu, stað- festi kæru ESA og fund sendi- nefndarinnar með íslenskum ráðamönnum í gær. Ekki fékkst uppgefið hver kærði, en kæran barst íslenskum stjórnvöldum í byrjun maí. „Tiltekinn aðili er búinn að kæra skylduáskrift að Ríkis- útvarpinu; að það feli í sér ólög- mætan ríkisstyrk til útvarpsins þar sem þeir séu líka á auglýs- ingamarkaði,“ sagði Ingvi. sda@frettabladid.is HERNES Á STRANDSTAÐ VIÐ ÞORLÁKSHÖFN Óvíst var í gærkvöld hvort tækist að draga flutningaskip frá Kýpur af strandstað í Þorlákshöfn í gær. Varðskipið Týr ætlaði að reyna að ná skipinu út á flóði laust fyrir miðnætti. Aðstæður höfðu versnað nokkuð þar sem skipið hafði færst nær nýja varnargarðinum við innsiglinguna í Þorlákshöfn. Sjá nánar síðu 2 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R TERRY NICHOLS Kviðdómur þarf nú að ákveða hvort hann hlýtur ævilangt fangelsi eða dauðadóm. Sprengjutilræðið í Oklahoma: Á yfir höfði sér dauða- dóm NEW YORK, AP Terry Nichols stend- ur andspænis dauðadómi eftir að ríkisdómstóll dæmdi hann sekan um að myrða 161 manneskju í sprengjutilræðinu í Alríkisbygg- ingunni í Oklahoma árið 1995. Sprengingin var, fram til hryðju- verkaárásanna í New York 2001, sú mannskæðasta á bandarískri grundu. Kviðdómurinn sem dæmdi Nichols sekan á nú eftir að ákveða refsinguna; hvort hann muni sitja ævilangt í fangelsi eða verði tekinn af lífi. Nichols af- plánar þegar lífstíðardóm sem hann hlaut fyrir alríkisdómstóli. Dæmi ríkisdómstóllinn í Okla- homa hann til dauða hefur sá dóm- ur æðra gildi en alríkisdómurinn. Timothy McVeigh, félagi Nichols í sprengjutilræðinu, var tekinn af lífi árið 2001. ■ Opið til 21.00 í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.