Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 27. maí 2004                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ FÉLAGSÞJÓNUSTAN „Ég tel að viðbót- arhúsaleigubæturnar komi til með að vinna vel á biðlistunum, þegar fram líða stundir,“ sagði Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík, aðspurð hvort biðlistar eftir félagslegu húsnæði hefðu styst eftir að nýr bótaflokkur, við- bót við húsaleigubæturnar, var tekinn upp 1. mars síðastliðinn. „Þessi bótaflokkur á að koma til móts við þá sem verst eru sett- ir í húsnæðismálum og vinna á biðlistunum,“ sagði Lára. „Þá er miðað við að fólk geti leigt á al- mennum markaði og fengið viðbót þannig að greiðslubyrðin verði svipuð og verið væri að leigja hjá félagsbústöðum. Þá getur fólk ráðið hvar það býr, af hverjum það leigir og svo framvegis.“ Á biðlista eftir félagslegu hús- næði í janúar 2004 voru 1022. Í mars, þegar nýi bótaflokkurinn kom inn, biðu tæplega 1000 manns eftir félagslegu húsnæði. Biðlistinn hélt áfram að styttast og fór niður í 960 í apríl. 1. maí síðastliðinn fór hann aftur yfir 1000 manns. Í síðustu viku voru 969 á bið- lista. Lára kvaðst því vonast til að enn myndi þeim sem bíða fækka, þegar fólk áttaði sig betur á því að viðbótarbæturnar væru mögu- leiki í stöðunni sem hægt væri að treysta á að væri í lagi. ■ VALKOSTIR Fólk sem beðið hefur eftir félagslegu húsnæði getur nú leigt á hinum almenna markaði ef það á rétt á viðbótarhúsaleigubótum. Félagslegt leiguhúsnæði: Viðbótarbætur vinna á biðlistum BEÐIÐ FYRIR FÉLÖGUNUM Pakistanskir kolanámuverkamenn biðja hér fyrir félögum sínum við innganginn að kolanámu í suðvesturhluta landsins. Gassprenging í námunni kostaði fimmtán manns lífið. Súdan: Friður í augsýn KENÝA, AP Sáttasemjarar telja sig hafa náð að leysa aðaldeiluatriðin sem stóðu í vegi því að friðarsam- komulag næðist í Súdan. Mun friðarsamkomulagið binda enda á 21 árs borgarastyrjöld í suður- hluta landsins. Búist var við að súdönsk stjórnvöld og uppreisnarmenn úr Frelsisher fólksins myndu skrifa undir uppkast að samkomulagi um síðustu deiluatriði sem staðið hafa í vegi fyrir friðarsamkomu- lagi í gærkvöld. Undirskriftum þurfti að seinka vegna deilna um valdskiptingu, en að sögn utanríkisráðherra Kenýa, sem hýsir friðarferlið, höfðu deiluaðilar komist að samkomu- lagi í gær. ■ ATVINNUMÁL Undirbúningur fyrir- hugaðrar stálpípuverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ er í full- um gangi þrátt fyrir að ekki sé enn vitað hvernig staðið verður að fjár- mögnun hennar. „Við gerum ráð fyrir því að ljúka lóðaframkvæmd- um í júní og þá viljum við að fjár- mögnun verksmiðjunnar verði far- in að skýrast,“ segir Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Að sögn Árna var samið við er- lenda aðila um að standa að bygg- ingu verksmiðjunnar og rekstri. „Það sem staðið hefur á hjá þess- um erlendu aðilum er fjármögn- unin,“ segir Árni. „Þeir komu hingað, ræddu við íslenska banka og töldu sig hafa fengið vilyrði fyrir allt að helmingi lánsfjár- mögnunar. Þeir hafa svo verið er- lendis núna, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, að tala við fjár- málastofnanir.“ Að sögn Árna hefur aldrei komið til umræðu að eigið fé kæmi frá Íslandi. „Þetta eru er- lendir aðilar sem eru með sitt verkefni og sitt eigið fé.“ Árni er þó þokkalega bjartsýnn á að bygging verksmiðjunnar gangi eftir. „Þetta er ein af þeim stoðum sem við teljum að sé mik- ilvægt að byggja hér og erum ágætlega bjartsýn á að það geti gengið eftir.“ ■ SPRENGING UNDIRBÚIN Undirbúningur stálpípuverksmiðju í Helguvík er í fullum gangi. Fjármögnun verkefnisins liggur þó ekki ennþá fyrir. Bygging stálpípuverksmiðju undirbúin: Fjármögnun ekki komin á hreint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.