Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 18
18 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR FYLGST MEÐ SPÁNNI Vladimír Pútín Rússlandsforseti flutti stefnuræðu sína í gær og fylgdust margir vel með, ekki síst verðbréfamiðlarar. Pútín sagði Rússa færa um að tvöfalda lands- framleiðslu sína á sex árum, sem ætti að kæta miðlarana ef það gengur eftir. TÓBAKSVARNIR „Þetta er hrikaleg niðurstaða,“ sagði Geir Bjarna- son, forvarnafulltrúi Hafnar- fjarðarbæjar, um niðurstöður nýrrar könnunar á sölu tóbaks til unglinga undir lögaldri í Hafnar- firði. Alls 18 sölustaðir af 29 í Hafnarfirði seldu unglingum undir lögaldri tóbak þegar for- varnanefnd Hafnarfjarðarbæjar kannaði þetta mál fyrr í þessum mánuði. Það þýðir að í 62% til- fella gátu unglingarnir keypt tóbak. Nýlegar rannsóknir á lífsstíl hafnfirskra ungmenna sýna að reykingar þeirra eru að aukast, þvert á við landsmeðaltal, að því er kemur fram í frétt frá forvarnanefndinni. Þá virðist sem síðustu tvær kannanir sýni að hafnfirskir söluaðilar séu að auka sölu til barna. Geir sagði að þeir aðilar sem neitað hefðu að selja unglingun- um tóbak myndu fá viðurkenn- ingu. Hinir fengju skammarbréf, þar sem þeir væru meðal annars minntir á tóbaksvarnarlögin. Þá yrði Heilbrigðiseftirlit Hafnarf- fjarðar og Kópavogs látið vita. Þeim bæri samkvæmt lögum að veita lögbrjótunum áminningu, Ef þeir létu ekki segjast fengju þeir sektir og yrðu loks sviptir tóbakssöluleyfi við þriðja brot. ■ Evrópusambandið: Olíuverð skal lækka ESB, AP Loyola de Palacio, sem fer með orkumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hvatti olíu- framleiðsluríki í gær til þess að auka framleiðslu sína og sýna þar með vilja sinn til að lækka olíu- verð. Hún sagði að verðhækkanirnar að undanförnu byggðust ekki á því að olíu skorti heldur væri aðeins um spákaupmennsku að ræða. „Eina leiðin til að sprengja þessa blöðru er sú að framleiðsluríkin sýni vilja þeirra til að lækka verð og eina leið- in til að gera það er að sjálfsögðu sú að auka framleiðslu.“ ■ HISPANIOLA, AP Lík voru grafin þar sem þau fundust og tugir lítilla líkkista, sem innihéldu lík barna, lágu á götum dóminíska bæjar- ins Jimani eftir að nokkur hundruð manns létust í flóð- um í Dóminíska lýðveldinu og á Haítí. Í gær þótti ljóst að yfir 500 manns hefðu lát- ist en hundraða var saknað og því líklegt að tölur fyrir fjölda látinna ættu eftir að hækka. Bærinn Jimani varð verst úti. Miklar rigningar urðu til þess að Solie-fljót fór yfir bakka sína að- faranótt mánudags þegar flestir voru sofandi. Vatnsflóðið ruddist gegnum þennan tíu þúsund manna bæ og hreif fjölda bygg- inga á brott með sér. Stjórnvöld höfðu varað við því daginn áður að hætta væri á flóðum en óvíst er hvort íbúar Jimani hafi fengið þá viðvörun því útvarpssamband við þennan landshluta er mjög tak- markað. Rétt fyrir utan Jimani voru á annað hundrað lík grafin í fjölda- gröf á þriðjudag. Þá áttu enn eftir að finnast lík fólks sem hafði látist í flóðunum. Þau lík voru grafin þar sem þau fundust, mjög illa farin. Dóminískir hermenn leituðu að líkum í gær. Þau lík sem þeir fundu grófu þeir mjög fljótt og urðu að útskýra fyrir fólki sem leitaði ættingja sinna að í sumum tilfellum væri ekki hægt að bíða með að grafa líkin þar til kennsl ■ Rétt fyrir utan Jimani voru á annað hundrað lík grafin í fjöldagröf. Opið 13- 18 mánudaga til föstudaga Síðasti dagur markaðsins er föstudaginn 4 OU T L ET - M A RK A ÐU R í Kjarna - Mosfellsbæ fyrir ofan Bónus Vorum með útsölumarkaðinn í Perlunni Mikið úrval af skóm og fatn á verðum sem eru ótrúleg Nike - Adidas - Asics o.fl 70% afsláttur af útsöluverðum á Banjo barn 50% afsláttur af útsöluverðum á öllum öðrum verðum Eyðnismitaður Kínverji: Haldið í stofufangelsi PEKING, AP Eyðnismitaður Kínverji segir stjórnvöld halda sér í stofu- fangelsi. Ástæðu þess segir hann að koma í veg fyrir að hann geti ferðast til þorps með hátt hlutfall eyðnismitaðra íbúa á sama tíma og bandarísk sendinefnd sækir þorpið heim. Hu Jia segir lögreglu hafa byrjað að halda úti sólarhrings- vakt fyrir utan hús hans í Peking um síðustu helgi. Sex eða sjö lög- regluþjónar séu þar sífellt á vakt. Þegar hann hugðist leggja af stað í ferðalagið var hann stöðvaður. Hu Jia var að vonast eftir að hitta bandarísku sendinefndina í þorpi einu í Henan-héraði. Hlut- fall eyðnismitaðra í héraðinu er með því hæsta sem gerist í heim- inum. ■ BORAÐ EFTIR OLÍU Úr stjórnklefa olíuborpalls í Mexíkóflóa. TÓBAKSSALA TIL UNGLINGA Til skýringar skal þess getið að á árinu 2003 urðu breytingar á tóbaksvarnar- lögunum, þannig að aldurstakmarkið var hækkað upp í 18 ár. Enginn 14 ára ung- lingur fékk keypt tóbak eftir þá breytingu, en þegar sendir voru 16 ára unglingar til að kanna hvort lögin væru brotin gátu 62% þeirra keypt tóbak. KANNANIR Á TÓBAKSSÖLU Dagsetning Sala til unglinga 12. jan. 1996 90% 1. mars 1996 94% 27. sept. 1996 61% 4. des. 1996 65% 1. sept. 1997 76% 15. okt. 1998 56% 30. apríl 1999 53% 16. mars 2000 43% 25 okt. 2001 35% 7. febr. 2002 68% 22. jan. 2003 0% 2. des. 2003 19% 18. maí 2004 62% Tóbakssala til hafnfirskra unglinga eykst: Þetta er hrikaleg niðurstaða MIKLAR SKEMMDIR Skemmdirnar voru miklar þegar Solie-fljót flæddi yfir bakka sína og bar heilu og hálfu húsin á brott með sér. Ekki færri en fimm hundruð manns létu lífið í miklum flóðum á Haíti og í Dóminíkanska lýðveldinu. Verstu flóðin urðu að næturlagi. Lík fórnarla þar sem þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.