Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 20
20 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR KOMU DALAI LAMA FAGNAÐ Átta munkar frá Tíbet dansa þjóðdans í Edinborg. Eru þeir að æfa fyrir komu þjóð- höfðingjans Dalai Lama sem sækir Bretland heim í þessari viku. Ráðherra Hagstofu Íslands: Fjöldi ófeðraðra barna liggur ekki fyrir ALÞINGI Ekki liggja fyrir tölvus- kráðar upplýsingar um hversu mörg börn, átján ára og yngri, eru ófeðruð á Íslandi og hvort þeim hafi fjölgað eða fækkað hlutfallslega síðastliðin tuttugu ár. Þetta kemur fram í svari ráð- herra Hagstofu Íslands við fyrir- spurn Rannveigar Guðmunds- dóttur þingmanns. Kemur fram í svari ráðherra að ekki þyki ger- legt að ráðast í svo umfangs- mikið verk, en könnun sem Hag- stofan gerði árið 1999 gefi hald- góða vísbendingu um stöðu þessara mála hér á landi. Könn- unin náði til áranna 1996–1998 en þá voru árlega þrettán til fjórtán börn ófeðruð við fæðingu, eða 0,30–0,34 prósent af fæddum börnum. Fimm til sjö þessara barna voru enn ófeðruð við ára- mót 1999–2000, eða 0,12–0,19 pró- sent af fæddum börnum. Í svari ráðherra er einnig bent á þau ný- mæli í barnalögum um skyldu móður til að feðra barn sitt við fæðingu og rétt föður til að höfða mál á hendur móðurinni sé barnið ekki feðrað. ■ Byrja yngri að sofa hjá og smitast fyrr Skýringin á því að svo miklu fleiri konur en karlar í tilteknum aldurshópi smitast af klamidíu er sú að stelpurnar byrja fyrr að stunda kynlíf og sofa hjá eldri strákum. Með hækkandi aldri jafnast tíðnin út. HEILBRIGÐISMÁL „Skýringin á því að svo miklu fleiri konur en karlar í tilteknum aldurshópi smitast af klamidíu er sú að stelpurnar byrja fyrr að stunda kynlíf og sofa hjá eldri strákum. Þær smitast því yngri, en með hækkandi aldri jafnast þetta nokkuð út,“ sagði Guðrún Sig- mundsdóttir, læknir og starfs- maður landlæknisembættisins, spurð um hvernig stæði á þess- um mikla mun á aldrinum 15–19 ára. Samkvæmt tölum frá land- læknisembættinu reyndust 86 karlar á móti 297 konum í þess- um aldurshópi smituð af klamid- íu á árinu 2003. Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig tíðnin breytist með hækkandi aldri. „Svo getur einnig haft ein- hver áhrif að það er meira leitað hjá stelpunum þegar þær koma í skoðun út af einhverju öðru,“ sagði Guðrún. Hún sagði að konur fyndu síð- ur fyrir einkennum en karlar. Klamidía lýsti sér með sviða við þvaglát og með útferð. Meðferð- in væri einföld og fælist í því að viðkomandi væri gefið tiltekið sýklalyf. Hún bæri yfirleitt góð- an árangur. Þó léki grunur á að í sumum tilfellum, þar sem fólk væri að greinast aftur, gæti ver- ið um endursýkingu að ræða. Það væri til rannsóknar nú. „Það er mjög mikilvægt, ef grunur leikur á að um klamidíu- sýkingu sé að ræða, að viðkom- andi fari til læknis og láti at- huga sig,“ sagði Guðrún. „Það er ekki síður mikilvægt að konur séu vakandi fyrir þessu, því langvarandi klamidíusýking getur leitt til ófrjósemi. Hún getur valdið sýkingu í eggja- leiðurum og þar með ófrjó- semi.“ Landlæknisembættið hefur einnig tekið saman tölur um tíðni lekanda hér á landi. „Hann er miklu sjaldgæfari hér heldur en klamidía,“ sagði hún. „Það koma upp einstaka til- felli á ári hverju, en þau eru inn- flutt. Klamidían er því miklu stærra vandamál heldur en lek- andinn.“ jss@frettabladid.is Sænska póstþjónustan: Varúð sprengja STOKKHÓLMUR, AP Sænska póst- þjónustan kom póstböggli til skila þrátt fyrir að á hann hefði verið límd sprengjuviðvörun. Böggull- inn var merktur í bak og fyrir með merkimiðum sem á stóð „Varúð, sprengja“ og „Passaðu þig“. Pakkanum var þó komið vandræðalaust til skila og ekki kallað á lögregluna. Forsvars- menn fyrirtækisins lýstu þó yfir að ekki ætti að endurskoða örygg- isreglurnar sem unnið er eftir. Móttakandi böggulsins kallaði á lögregluna sem rannsakaði böggulinn. Í ljós kom að engin sprengja var í bögglinum heldur einungis skópar. ■ Bretaprins: Hittir Dalai Lama LONDON, AP Karl Bretaprins mun hitta Dalai Lama í þessari viku en þá mun Dalai Lama sækja Bret- land heim. Dalai Lama, útlægur þjóðar- leiðtogi Tíbeta, sat fund með um 50 meðlimum tíbeska samfélags- ins á Bretlandseyjum í gær. „Stuðningur prinsins við Dalai Lama er vel þekktur,“ sagði tals- maður prinsins. „Árum saman hefur hann haft áhyggjur af að- stæðum Tíbeta og er hrifinn af til- raunum Dalai Lama til þess að leita að friðsamlegri lausn.“ Dalai Lama hyggst einnig hitta utanríkisráðherrann Jack Straw og ferðast til Liverpool, Edinborg- ar og Glasgow. ■ KARL BRETAPRINS Mun hitta Dalai Lama síðar í þessari viku. M YN D A P ■ LÖGREGLUFRÉTTIR TVÖ UMFERÐARSLYS Á STUTTUM TÍMA Tilkynnt var um tvö um- ferðarslys á sjöunda tímanum á þriðjudag í Reykjanesbæ. Fyrra slysið átti sér stað á Reykjanes- braut fyrir ofan Innri-Njarðvík og var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús, Bifreiðin er talin ónýt. Nokkrum mínútum seinna var til- kynnt um slys á mótorkrossbraut við Grindavíkurveg. Ökumaður á torfæruhjóli hafði dottið og lent undir hjólinu. Maðurinn reyndist fótbrotinn og var fluttur á sjúkrahús. TÖLUR UM TÍÐNI KLAMIDÍU Ár 1997 1997 1998 1998 1999 1999 2000 2000 2001 2001 2002 2002 2003 2003 Kyn 1 2 1 2 1 2 1 2 1 2 1 2 1 2 Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Aldursbil 10–14 0 3 0 1 0 4 0 4 0 4 0 6 1 3 15–19 94 338 98 321 94 340 94 343 121 417 114 437 86 297 20–24 275 324 245 305 257 338 302 404 353 425 323 498 291 383 25–29 96 102 97 92 163 124 149 146 150 158 159 148 141 123 SMITAST YNGRI Stelpur smitast yngri af klamidíu heldur en strákar, af því að þær byrja fyrr að stunda kynlíf og sofa hjá eldri strákum. DAVÍÐ ODDSSON, RÁÐHERRA HAGSTOFU ÍSLANDS Söfnun upplýsinga um ófeðruð börn þykir of umfangsmikil en líklegar vísbendingar liggja fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.