Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 22
Að því hlýtur að koma fyrr en síð- ar, að stjórnmálaflokkarnir opni bækur sínar, svo að fólkið í land- inu fái loksins að vita, hvernig þeir hafa fjármagnað starfsemi sína. Sú rödd hefur heyrzt, að flokkunum nægi að opna bækur sínar frá þeim degi, þegar ný skipan gengur í garð. Það dugir þó ekki að minni hyggju. Hér eru rökin. Stjórnmálaflokkarnir telja sig bersýnilega hafa ærna ástæðu til að streitast gegn kröfum þeirra, sem hafa lýst eftir gagnsæjum fjárreiðum flokkanna. Annars hefðu flokkarnir orðið við þessum kröfum fyrir löngu. Þeir hafa þó heldur kosið að þráskallast við. Mótþróinn er sýnu mestur í stjórnarflokkunum tveim. Þeir hegða sér eins og þeir hafi eitt- hvað að fela: þeir hafa a.m.k. vak- ið „grunsemdir um að það blasi við“, svo að vitnað sé til orða for- sætisráðherra um annað mál. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt frumvörp til laga um opnari fjárreiður flokkanna á hverju þingi mörg undangengin ár, en stjórnarflokkarnir hafa fellt þau öll. Þetta mál er umhugsunarvert í ljósi þess ofurvalds, sem núver- andi stjórnarflokkar hafa haft í stjórnmálum landsins allan lýð- veldistímann. Þeir hafa aldrei þurft að vera utan ríkisstjórnar báðir í einu nema nokkra mánuði í senn, tvisvar – og þá vegna tíma- bundins ósamkomulags innbyrð- is. Yfirburðastaða þessara tveggja flokka hefur jafnan verið umfram kjörfylgi þeirra, enda helgast hún að nokkru leyti af ójöfnum atkvæðisrétti eftir bú- setu. Samanlagt kjörfylgi stjórn- arflokkanna nam hér áður fyrr nálægt tveim þriðju hlutum greiddra atkvæða í alþingiskosn- ingum, en það hefur smám saman farið minnkandi og er nú komið niður í rétt röskan helming og virðist stefna neðar. Þessir flokk- ar hafa samt ævinlega hegðað sér eins og þeir styddust við yfir- gnæfandi hluta kjósenda. Hvaðan kom þeim þessi styrkur? Svarið er, nema hvað: pening- ar. Stjórnarflokkarnir hafa alla tíð haft fullar hendur fjár. Þeir hafa mjólkað almenning og at- vinnulífið á alla enda og kanta frá allra fyrstu tíð. Ríkið átti og rak bankana áratugum saman, og rík- isbankareksturinn jafngilti í reyndinni leyfi til að prenta pen- inga, af því að verðbólga umfram vexti rýrði skuldir fólks og fyrir- tækja við bankana. Flokkarnir létu bankastjóra sína veita lán og afskrifa skuldir á pólitískum for- sendum í stórum stíl. Stóru flokk- arnir gættu þess að leyfa litlu flokkunum að dansa með. Þess vegna m.a. tókst það ekki fyrr en seint og um síðir að koma Lands- bankanum og Búnaðarbankanum úr ríkiseigu í einkaeign, eða þann- ig, en framkvæmdin tókst þó ekki betur en svo, að Steingrímur Ari Arason hagfræðingur sagði sig úr einkavæðingarnefnd og sagðist aldrei fyrr hafa kynnzt öðrum eins vinnubrögðum. Hann á vænt- anlega eftir að gera nánari grein fyrir málinu síðar. Bankar og sjóðir voru ekki eina mjólkurkýr flokkanna á öld- inni sem leið. Ýmis fyrirtæki voru eiginleg flokksfyrirtæki – Sam- bandið, Eimskip o.s.frv. – og veittu fé úr sjóðum sínum til flokkanna og þágu margvíslega sérmeðferð á móti. Allir vita þetta, þótt fáir innvígðir vilji við það kannast, a.m.k.ekki opinber- lega. Stjórnendur fyrirtækja voru margir hverjir flokksmenn: það var tómt mál að tala um árangur í viðskiptum án flokkstengsla, því að fyrirtækin höfðu svo margt að sækja til almannavaldsins og öf- ugt. Þetta var eitt helzta kenni- mark þess hálfgerða miðstjórnar- fyrirkomulags, sem ríkti hér nær alla síðustu öld. Fyrirtæki voru kölluð ýmist sjálfstæðisfyrirtæki eða framsóknarfyrirtæki eins og ekkert væri sjálfsagðara. Einn og einn maður brauzt út úr þessari þrúgandi þvögu eins og t.d. Pálmi Jónsson í Hagkaupum og átti mjög undir högg að sækja. Þessum þætti þjóðarsögunnar þarf að halda til haga. Hálfsögð saga þjóðar byrgir henni sýn á samtímann. Þess vegna er nauð- synlegt að opna bækur stjórn- málaflokkanna aftur í tímann, helzt eins langt aftur og kostur er. Þá kemur e.t.v. í ljós, hvaðan flokkarnir fengu fé, nema bók- haldsgögnum hafi verið eytt í millitíðinni eða bókhaldið verið í ólestri. Og þá verður e.t.v. hægt að sannreyna þrálátar „grun- semdir um að það blasi við“, að flokkarnir hafi gengið erinda þeirra fyrirtækja, sem létu fé af hendi rakna. Það virðist þó ekki líklegt, að leynigögnin gæfu fullnaðarmynd af fjárreiðum flokkanna, en glöggir blaðamenn og sagnfræðingar gætu e.t.v. gizkað í eyðurnar. Tilgangurinn er ekki að koma höggi á þá flokka og menn, sem kjósa helzt að halda fjárreiðum flokkanna leyndum í lengstu lög með þeim rökum, að kosningarréttur sé leynilegur, hvort sem menn neyta hans í kjör- klefanum eða með því að taka upp tékkheftið. Nei, hér er ekki verið að biðja um annað en það, að þjóð- arsagan sé rétt skráð. Hver getur lagzt gegn því? ■ Móðgaður ráðherra Ekki eru allir á einu máli um hvort Halldór Ásgrímsson var hneykslaður, móðgaður eða að leika þegar hann furðaðist á orð- bragði andstæðinga sinna í eld- húsdagsumræðunum á þingi um daginn. Halldór sagð- ist, með sérstökum fyrirlitningarsvip, aldrei hafa heyrt annað eins orðbragð. Vel má vera að ræðu- menn hafi verið stór- yrtir, en að það hafi ver- ið með þeim eindæmum sem utanríkisráðherra sagði er ekki víst. Sumir telja hann hafa verið að sækjast eftir vorkunn, að hann vilji fá þann skilning að það sé ekki sómakærra manna að sitja undir ádrepu sem þeirri sem yfir hann helltist. Kuldinn eykst Þegar þetta er skrifað hafa fjöl- miðlalög Davíðs Oddssonar legið sólarhring óhreyfð í forsætis- ráðuneytinu. Fjöldinn bíður spenntur eftir hvað forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, gerir þegar hann fær skjalið. Skrifar hann undir, skrifar hann ekki undir? Þetta er það sem fólk talar um. Davíð hefur hins vegar legið á skjalinu og ekki komið því til forseta. Frá því að Davíð fékk skjal- ið tilbúið til eigin undirskriftar og forseta hefur hann aukið á spennuna með því að gera ekkert með það í sólarhring. Hvað sem verður er ljóst að það alkul sem hefur verið milli Davíðs og Ólafs Ragnars verður meira og meira og ekkert bendir til breytinga. M eðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks hafa þeir semhafa tengst sjávarútvegi löngum haft mikil áhrif.Áhrifin hafa náð inn á Alþingi. Sjávarútvegurinn sker sig úr öðrum atvinnugreinum hvað þetta varðar og Sjálfstæðis- flokkurinn hvað flokkana varðar. Þeir sem hafa tengst landbún- aði hafa náð lengra innan Framsóknarflokksins en þeir sem tengjast öðrum atvinnugreinum. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur spyr, af tilefni út- komu bókarinnar Iceland and European Intergration: On the Edge, sem hann ritstýrði, hvort tengsl stjórnmálamanna við at- vinnugreinar móti afstöðu þeirra til Evrópusambandsins. „Sú skoðun hefur m.a. verið uppi að áhrif leiðandi atvinnugreina móti afstöðu ríkja til ESB á Norðurlöndum, t.d. að olía í Noregi hafi leitt til þess að Norðmenn hafa ekki sótt um aðild, en land- búnaður og iðnaður í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hafi feng- ið þau ríki til að ganga í sambandið. Ég kanna hvort sjávarút- vegur hafi sambærileg áhrif á afstöðu íslenskra ráðamanna.“ Í því samhengi voru bein tengsl íslenskra þingmanna við sjávar- útveg könnuð og er niðurstaðan sú að þau eru meiri en tengsl þeirra við landbúnað og iðnað. „Þessir þingmenn hafa t.d. til- hneigingu til þess að leita eftir setu í sjávarútvegsnefnd Alþing- is,“ segir Baldur, en „meiri tengsl við sjávarútveg en aðra at- vinnuvegi geta hugsanlega haft ráðandi áhrif á afstöðu þing- manna í Evrópumálum,“ sagði Baldur meðal annars í viðtali í Fréttablaðinu í gær. Oft hefur verið sagt að staða sjávarútvegsins sé sterk hér á landi og sterkari í stjórnsýslunni en staða annarra atvinnu- greina, sérstaklega iðnaðar. Gengi krónunnar réðst lengi vel af því hvað hentaði sjávarútveginum best. Helstu hagsmuna- gæslumenn sjávarútvegsins hafa náð miklu fram, stjórn fisk- veiða hefur oftast og nánast án undantekninga verið þeim að skapi og stjórnvöld hafa lítið sem ekkert tillit tekið til annarra sjónarmiða. Eðlilega er spurt hvort það mótist af þeirri sterku stöðu þingmanna sem tengjast atvinnugreininni. Það er nefni- lega þannig að þeir stjórnmálamenn sem hafa tengst sjávarút- vegi og náð hafa kjöri til Alþingis hafa sóst mjög eftir og feng- ið sæti í sjávarútvegsnefndum þingsins og þannig tryggt sér enn frekari áhrif á lagasetningu um sjávarútveginn. Sjómenn hafa svo sem bent á og kvartað undan tengslum út- gerðar við stjórnvöld. Í bráðum tíu ár hafa ekki verið gerðir frjálsir kjarasamningar milli flestra sjómanna og útvegs- manna. Ríkisvaldið hefur sett lög sem hafa með einum eða öðr- um hætti ákvarðað kjör sjómanna. Samantekt Baldurs Þórhalls- sonar og félaga rennir stoðum undir kenningar sjómanna um sterka stöðu útgerðarinnar innan þingsins. Davíð Oddsson hóf umræður um vanhæfi þegar hann efaðist um hæfi forseta Íslands. Umræðunni um vanhæfi má ekki ljúka þar. Það verður að leita víðar og meðal annars meðal þing- manna. Er það heppilegt að þingmenn sem hafa beinan eða aug- ljósan hag af setningu laga komi beint að gerð þeirra og aldrei sé efast um hæfi þeirra? Ræður sterk staða sjávarútvegsins innan Sjálfstæðisflokksins afstöðu flokksins til Evrópusam- bandsins eða hrein og klár pólitík? Spurningin er til en ekki svarið. ■ 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR MÁL MANNA SIGUJÓN M. EGILSSON Áhugamenn og þeir sem hafa hagsmuna að gæta innan sjávarútvegsins hafa haft mikil áhrif innan Alþingis. Hagsmunagæsla eða stjórnmál Opnum bækurnar aftur í tímann ORÐRÉTT Flokkurinn okkar „Frelsið er hans keppikefli og það er frelsi allra, ekki frelsi fyr- ir fáa, stóra og sterka sem nota afl sitt og auð til að troða mis- kunnarlaust á öðrum. Það er ekki okkar frelsi.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra. Fréttablaðið 26. maí Frjálst útvarp Hann [Sjálfstæðisflokkurinn] barðist fyrir því með oddi og egg, að á öllum sviðum þjóðlífsins yrði frelsi einstaklingsins aukið vegna þess að hann trúði því og trúir enn að þá myndi fólkinu farnast best þegar svigrúm, kraftur og þor einstaklinganna fengið að njóta sín. Og það hefur reynst svo. Það var þess vegna sem sjálfstæðismenn börðust fyrir frjálsu útvarpi og sjón- varpi.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra. Í ávarpi á 75 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Trúin flytur fjöll „Ég trúi á upprisuna. Að lagaá- kvæði geti risið upp frá dauðum. Ég trúi líka að ringlaðir þing- menn og meirihlutinn á Alþingi geti náð áttum.“ Séra Örn Bárður Jónsson. DV 26. maí Pressað á forsetann „Ef hann nýtir ekki öryggis- ventilinn umrædda núna, þá á bara að leggja þetta embætti niður.“ Hans Kristján Árnason. DV 26. maí Til orrustu nú „Við munum berjast gegn þessu með kjafti og klóm í þinginu oog það verða engir fangar teknir í þeirri baráttu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra. Fréttablaðið 26. maí FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG Fjármál flokkanna ÞORVALDUR GYLFASON Stjórnarflokkarnir hafa alla tíð haft fullar hendur fjár. Þeir hafa mjólkað almenning og at- vinnulífið á alla enda og kanta frá allra fyrstu tíð. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.