Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 31
5FIMMTUDAGUR 27. maí 2004 [ GOTT VERÐ ] Smjörvi á tilboði Nú skiptir ekki máli í hvaða verslun er verslað - smjörvi er á tilboði í öllum verslun- um landsins. Smjörvi er með 20 prósent afslætti þessa dagana og má geta þess til gamans að um það bil fjórir hlutar af fimm í Smjörva eru rjómi og þeir innihalda náttúrleg A- og D-vítamín. Einn fimmti hluti smjörva er svo óhert vítamínbætt soja- olía. ■ Kjöt af ýmsum tegundum er áberandi á tilboðstöflunum þessa helgi enda stór- hátíð fram undan og við hæfi að skella góðri steik á grill, pönnu eða í ofn. Nú eða aldrei! Þrjátíu, fjörutíu og allt upp í fimmtíu prósent afsláttur af „aðalréttin- um“ ætti að gleðja þá sem standa frammi fyrir því að velja úr kæli- og frystiborðum stórmarkaðanna. Meðlæti með steikinni er líka á góðum kjörum, kartöflur, maísstönglar, snittubrauð, salöt og sósur, svo nokkuð sé nefnt. Meðlæti með kaffi, svo sem vanillukaka, marmarakökur, kanilsnúðar og jafnvel Myllu marsipakaka, koma sér vel fyrir þá sem vilja sleppa bakstursstússi í blíðunni. Snakkið er ómissandi í bú- staðinn. Takið eftir tilboðunum á því. Benda má einnig á að Emmess ísstangir eru á 50% afslætti í Spar. Svo klykkt sé út á hollum en gómsætum nótum þá eru grænmeti og vínber á 25% afslætti í Fjarðarkaupum. Þar gildir tilboðið að- eins til 29. maí. [ TILBOÐ HELGARINNAR ] Steikur, bakkelsi og snakk Í dag og á morgun eru síðustu dagar út- sölu Skífunnar á DVD-myndum. Skífan afnemur nú allan virðisaukaskatt af DVD- myndunum, sem jafngildir tæplega 20 prósenta afslætti. Mörg þúsund titlar eru í boði og er ekki eingöngu um að ræða kvikmyndir heldur einnig DVD-tónlist, sem sagt tónleika og tónlistarmyndbönd. Nú er um að gera að kíkja í Skífuna og nýta sér þetta góða tilboð fyrir helgina. Verslunir Skífunnar eru á Laugavegi 26, Kringlunni og Smáralind. Heimasíða Skíf- unnar er skifan.is [ DVD-MYNDIR ] Virðisauka- skattur afnuminn Hestavörur með afslætti. Nú stendur yfir svokölluð vaxtalaus vika í Bílabúð Benna á notuðum bílum. Á vaxtalausu vikunni er hægt að fá sérvalda bíla á svæðinu á alvöru af- slætti eða með hundrað prósent láni til 48 mánaða algjörlega vaxtalaust. Sem dæmi má taka að hægt er að fá fimm dyra Nissan Micru árgerð 1999 á að- eins 11.000 krónur á mánuði í 48 mán- uði og Daewoo Musso á 31 tommu dekkjum árgerð 1997 á 26.000 á mán- uði í 48 mánuði. Að sögn sölustjóra og starfsmanna Bílabúðar Benna hafa viðtökur verið afskaplega góðar og ættu áhugasamir því að drífa sig á staðinn. Á föstudaginn kemur verður opið til níu um kvöldið og lýkur svo vikunni laugardaginn 29. maí en þá er opið frá klukkan níu um morguninn og eitthvað fram eftir degi. Bílabúð Benna er til húsa í Skeifunni og á Bíldshöfða 10 í Reykjavík. ■ Ístölt er verslun í Bæjarlind 2 í Kópavogi sem sérhæfir sig í vör- um tengdum hestamennsku. Nú stendur yfir útsala í Ístölti og er 30-50 prósent afsláttur af hvers kyns hlífðarfatnaði, eins og úlp- um, reiðbuxum og vestum. Margar gerðir úlpna eru á til- boði, bæði léttar úlpur, hlýjar úlp- ur og regnúlpur og síðan eru mjög sterkar útreiðarbuxur með af- slætti. Ístölt selur eingöngu vörur í merkinu Mountain Horse og er líka með tilboð á ýmsum nýjum vörum samfara útsölunni. Útsalan stendur yfir eitthvað fram yfir mánaðamót. ■ Útsala í Ístölti: Fyrir hestamenn Notaðir bílar á tilboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.