Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 42
Afsakið... Við vorum blekkt.“Svo hljóðaði stríðsfyrirsögn í breska dagblaðinu Daily Mirror 15. maí þegar í ljós kom að blaðið hafði birt falsaðar myndir af meintum misþyrm- ingum breskra hermanna gagn- vart föngum í Írak. Sama dag sagði Piers Morgan, ritstjóri blaðsins, af sér. Falsaðar myndir birtar Í frásögn Sunday Times frá 16. maí segir frá rafmögnuðum fundi Morgan með stjórn út- gáfufélags Mirror. Stjórnend- urnir tilkynntu honum að hann nyti ekki lengur trausts þeirra og hann þyrfti að fara. Samtímis voru aðgangskort ritstjórans tekin úr gildi og öryggisverðir fylgdu honum út úr byggingunni - í svo miklum flýti að ritstjór- inn hafði ekki ráðrúm til þess að sækja jakkann sinn. Myndirnar sem Daily Mirror birti sýndu breska hermenn berja fanga og pissa á þá. Allt frá því myndirnar komu fyrst fram höfðu ritstjórar annarra blaða og fulltrúar stjórnvalda miklar efasemdir um að mynd- irnar væru raunverulegar enda benti margt til þess að þær hefðu verið settar á svið. Það sem hins vegar gerði það að verkum að Morgan tók ákvörð- un um birtingu var að í Banda- ríkjunum höfðu komið fram áþekkar myndir af misnotkun þarlendra hermanna á íröskum föngum. Áróður gegn stríðinu Daily Mirror hafði um nokkra hríð setið á myndunum sem rit- stjórnin kveðst hafa fengið frá tveimur breskum hermönnum – og mun hafa greitt hvorum um sig fimm þúsund pund, um sjö hund- ruð þúsund krónur, fyrir. Ákvörð- unin um birtingu kom í kjölfar myndbirtinganna í Bandaríkjun- um en Daily Mirror hefur um mar- gra mánaða skeið rekið mjög harð- an áróður gegn stríðsrekstrinum í Írak. Fjárfestar í útgáfufélagi Daily Mirror munu hafa verið orðnir uggandi yfir stefnu blaðsins en myndbirtingin var þó kornið sem fyllti mælinn enda því haldið fram að með því að birta myndirn- ar hafi ritstjórinn ekki aðeins vald- ið blaði sínu skaða heldur hafi hann einnig stofnað lífum sam- landa sinna í Írak í aukna hættu. Hent öfugum út Sjálfur virðist Morgan ekki hafa talið minnstu líkur á því að myndbirtingin réði niðurlögum hans í starfi. Morgan er einkar sjálfsöruggur maður og skrautleg- ur og það er til marks um æðru- leysi hans, eða kæruleysi, að dag- inn sem hann var rekinn úr starfi hélt hann risavaxið hóf á heimili sínu þar sem hann datt hressilega í það ásamt nánustu stuðnings- mönnum og vinum. Frá þessu greindi Sunday Times og rifjar upp þau ummæli Morgan að hann hafi það sem sið að halda upp á hræðileg mistök með miklu magni af áfengi – með því móti komist hann hjá því sökum þynnku að muna eftir því hver glæpur hans hafi verið. Varð ritstjóri 28 ára Saga Morgan er fyrir margar sakir áhugaverð. Blaðamennsku- ferlinn hóf hann með því að skrifa um skemmtanaiðnaðinn í The Sun undir stjórn Kelvin MacKenzie sem er einhver þekktasti dag- blaðaritstjóri Bretlands í seinni tíð. Hann var ráðinn sem ritstjóri götublaðsins News of the World þegar hann var tuttugu og átta ára og tæpum tveimur árum síðar, árið 1995, var hann ráðinn sem ritstjóri Daily Mirror. Á ferli sínum hefur hann, eins og vænta má um mann í hans stöðu, valdið miklum úlfaþyt með reglulegu millibili meðal annars fyrir ónærgætna umfjöllun um bresku konungsfjölskylduna. Flestir munu þó vera sammála um að honum hafi tekist að stýra Daily Mirror nokkuð vel á þeim árum sem hann var þar við stjórnvölinn meðal annars með því að gera blaðið „alvarlegra“ í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. septem- ber 2001. Í kjölfarið hefur blaðið þrisvar í röð verið valið „blað árs- ins“ í Bretlandi og starfsmenn hans voru mjög ánægðir þótt lest- ur blaðsins hafi minnkað í ritstjórnartíð hans. Í rimmu við Blair Vegna harðrar gagnrýni Daily Mirror á Íraksstríðið hefur verið stirt í millum ritstjórans og skrif- stofu Tonys Blair forsætisráð- herra þrátt fyrir að blaðið fylgi Verkamannaflokki Blairs einarð- lega að málum. Stuðningur blaðs- ins við flokkinn er því langt frá því að vera skilyrðislaus og margir telja að Morgan sé meiri stuðn- ingsmaður Gordons Brown fjár- málaráðherra, og líklegs arftaka Blairs, heldur en forsætisráð- herrans sjálfs. Við þetta bætist andúð Cherie Blair á ritstjóranum en Morgan hefur ítrekað lýst því hvernig eiginkona forsætis- ráðherrans hafi gert tilraunir til þess að koma honum úr starfi. Þjóðremba og ónærgætni Eitt fyrsta hneykslið sem skók ritstjórastarf hans var fyrirsögn blaðsins daginn sem England og Þýskaland áttust við í Evrópu- keppninni árið 1996. „Achtung! Sur- render!“ - eða „Varúð! Gefist upp!“ – þótti þjóðrembingsleg og ónær- gætin í meira lagi. Morgan baðst afsökunar á þessari fyrirsögn. Annað hneyksli var nálægt því að binda endi á feril Morgan sem ritstjóra Mirror. Það var í kringum uppganginn á hlutabréfamörkuð- um síðari hluta tíunda áratugarins. Þá var hann sakaður um að hafa gripið tækifærið og hagnast ólög- lega með því að nýta sér upplýs- ingar úr víðlesnum viðskiptadálki blaðsins. Tveir blaðamenn voru reknir í kjölfar þessara ásakana en ekkert hefur sannast á Morgan. Arsenal heimsmeistari Mikill og einlægur áhugi Morgan á knattspyrnu hefur oft- ar vakið athygli. Í febrúar 2004 svarar Morgan spurningum les- enda á heimasíðu Mirror. Þar segir hann meðal annars frá þeir- ri forsíðufyrirsögn sem hann er hvað ánægðastur með á ferli sín- um hjá blaðinu. Þetta var daginn eftir að Frakkar unnuð heims- meistaramótið í knattspyrnu árið 1998. Þá gaf Mirror út aukablað í norðurhluta London, á heima- svæði Arsenal knattspyrnuliðs- ins. Á forsíðu blaðsins var mynd af Frökkunum Patrick Viera og Emmanuel Petit þar sem þeir fögnuðu marki hins fyrrnefnda. Fyrirsögnin var: „Arsenal vinnur heimsmeistarakeppnina“. En bæði Viera og Petit léku þá með Arsenal en Morgan er eldheitur stuðningsmaður Englandsmeist- aranna. 200 millur fyrir þögnina Samkvæmt fréttum í Bretlandi mun Piers Morgan eiga von á um tvö hundruð milljónum króna frá útgáfufélagi Daily Mirror en það mun háð því að hann valdi ekki auknum usla og haldi sig á mott- unni gagnvart fyrrum vinnuveit- endum og samstarfsmönnum. Lík- legt er að hann muni reyna að hasla sér völl í sjónvarpi. ■ 30 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR GUITAR ISLANCIO á Argentínu Næstu fimmtudaga spila þjóðþekktir tónlistarmenn jazz og suður ameríska tónlist í bland. 27. maí Guitar Islancio Björn Thoroddsen Gunnar Þórðarson Jón Rafnsson Í tilefni þessara tónlistarkvölda höfum við sett saman 3ja rétta kvöldverð og kynnum vín frá argentínska framleiðandanum Catena: www.catenawines.com Matseðill Snöggsteikt risahörpuskel og humar á ratatouille með humarsósu Grilluð nautasteik með bakaðri kartöflu og Béarnaise sósu Frosin Tiramisu með sætu hindberjamauki Kaffi kr. 4.900.- Verið velkomin Borðapantanir í síma 551 9555 eftir kl. 14:00 e-mail: salur@argentina.is Skrautlegum ritstjórnarferli lokið Piers Morgan var látinn taka pokann sinn eftir að blað hans birti falsaðar myndir af niðurlægingu íraskra fanga. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem þessi litríki ritstjóri olli úlfaþyt. Hann varð ritstjóri News of the World 28 ára og sennilega þekktasti ritstjóri Bretlands um marga áratuga skeið. PIERS MORGAN Það kom honum á óvart þegar hann var látinn fara frá Daily Mail. HIÐ LJÚFA LÍF RITSTJÓRANS Morgan hóf feril sinn í blaðamennsku með umfjöllun um fræga fólkið í skemmtana- iðnaðinum og eignaðist vini í þeirra hópi. Hér skenkir Sting honum kampavín um borð í Concorde-flugvél á leið frá Lundúnum til New York. Eitt fyrsta hneykslið sem skók ritstjóra- starf hans var fyrirsögn blaðsins daginn sem Eng- land og Þýskaland áttust við í Evrópukeppninni árið 1996. „Achtung! Surrender!“ – eða „Varúð! Gefist upp!“ - þótti þjóðrembingsleg og ónærgætin í meira lagi. Morgan baðst afsökunar á þessari fyrirsögn. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.