Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 44
32 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR ALLA LEIÐ Í MARK Leikmenn Valencia sjást hér fagna inni í markinu en á sunnudag tók liðið á móti Spánarmeistaratitlinum á heimavelli eftir lokaumferð deildarkeppninnar og var mikið um dýrðir í borginni. FÓTBOLTI Framherjinn Michael Owen um brotthvarf Gerards Houllier frá Liverpool: „Ég átti engan þátt í þessu!“ FÓTBOLTI Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen, leikmaður Liver- pool, fullyrðir að hann hafi engan þátt átt í brotthvarfi Gerards Houllier frá félaginu á dögunum. Hann segist einnig ætla að bíða með að skrifa undir nýjan samn- ing þangað til komið er á hreint hver verði eftirmaður Frakkans á Anfield. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Owen hafi heimtað nýjan mann í brúna og hótað að yfirgefa félagið yrði honum ekki að ósk sinni en þessu þverneitar hann: „Framkvæmdastjórinn (Houllier) og staða hans hafði ekkert að gera með samningsstöðu mína. Það voru engir fundir í þá áttina sem hvíslað er um. Ég er ekki þannig persóna og ég átti engan þátt í þessu. Ég veit að víða er talað á þeim nótum en ég er ekki viss um að það sé einu sinni svaravert,“ sagði Owen og var allt annað en ánægður. Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, er sannfærður um að samningar náist við Michael Owen áður en Evrópukeppnin í Portúgal hefst þann 12. júní næst- komandi. Þrátt fyrir ummæli og sann- færingu Parrys situr Owen þó fast við sinn keip og bíður komu nýs framkvæmdastjóra: „Stjórn- arformaðurinn segir að það geti tekið nokkurn tíma að skipa nýjan framkvæmdastjóra og á meðan bíð ég rólegur,“ segir Owen, en samningur hans rennur út eftir tólf mánuði: „Ég get ekki sagt til um á þessari stundu hversu lík- legt sé að ég endurnýji samning- inn. Með þessu er ég alls ekki að reyna að kreista eins mikinn pen- ing út og mögulegt er. Ég vil bara spila með besta liðinu og til þess að Liverpool nái því markmiði þarf ýmislegt að breytast,“ sagði Owen að lokum. ■ Spennandi verkefni fyrir landsliðið Íslendingar leika gegn Englendingum og Japönum í Manchester. FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í móti á Englandi dagana 30. maí til 5. júní sem fram fer í Manchester. Liðið mætir Japönum 30. maí og svo sjálfum Englendingum 5. júní en það verður lokaleikur þeirra fyrir Evrópumótið sem hefst í Portúgal viku seinna. Ljóst er því að Englendingar mæta til leiks með sitt sterkasta lið sem verður vafalítið undir mikilli pressu enda er að venju búist við miklu af þeim. Japanir hafa verið á stöðugri uppleið á síð- ustu árum og skemmst er að minnast góðrar frammistöðu þeir- ra á síðasta Heimsmeistaramóti. Því er hér um að ræða athyglis- verða leiki fyrir landsliðið sem dvelja mun saman í vikutíma í Manchester, mekka knattspyrn- unnar á Englandi og þó víða væri leitað. Tilkynnt var á mánudaginn um þá 20 leikmenn sem skipa hóp- inn sem heldur til Manchester og af því tilefni ræddi Fréttablaðið við Loga Ólafsson, annan þjálfara íslenska landsliðsins. „Þetta er mjög spennandi verk- efni,“ sagði hann og bætti við: „Við ætlum að reyna að nýta þennan tíma sem við fáum saman til hins ýtrasta til þess að styrkja enn frekar í sessi þá leikaðferð sem við erum að vinna með því við teljum að það sé lykilatriði fyrir okkur í undirbúningi fyrir undankeppni Heimsmeistara- mótsins sem hefst í haust. Við verðum að kunna þetta leikkerfi okkar út í gegn og að allir leik- menn viti nákvæmlega hvert hlut- verk þeirra er í liðinu. Við munum æfa við góðar aðstæður í Manchester þar sem ekkert á að trufla okkur. Strákarnir hafa sýnt fórnar- lund með því að gefa kost á sér í þetta verkefni því á þessum tíma er sumarfrí hjá þeim flestum. Það er gríðarlega mikilvægt að ná saman öllum þeim leikmönnum sem mynda kjarna liðsins en það gerist ekkert of oft. Þá er mjög mikilvægt fyrir liðið félagslega að eyða tíma saman og það styrk- ir innviðina án efa og við Ásgeir höfum lagt töluverða áherslu á það í okkar undirbúningi að búa til jákvætt andrúmsloft innan hóps- ins með því að bregða út af venj- unni og gera líka eitthvað annað en að æfa bara - létta þetta aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt - það skilar sér vel til baka. Síðan verður stórleikur við Ítali um miðjan ágúst hér á Laugardals- velli og það er því margt skemmtilegt framundan og góður andi sem svífur yfir vötnum,“ sagði Logi Ólafsson. sms@frettabladid.is HÓPURINN Markmenn Árni Gautur Arason Man. City Kristján Finnbogason KR Aðrir leikmenn Arnar Grétarsson Lokeren Hermann Hreiðarsson Charlton Helgi Sigurðsson AGF Arhus Þórður Guðjónsson Bochum Brynjar B. Gunnarsson Stoke Tryggvi Guðmundsson Örgryte Pétur H. Marteinsson Hammarby Auðunn Helgason Landskrona Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea Heiðar Helguson Watford Jóhannes K. Guðjónsson Wolves Indriði Sigurðsson Genk Bjarni Guðjónsson Coventry Ívar Ingimarsson Reading Marel Baldvinsson Lokeren Hjálmar Jónsson IFK Gautaborg Jóhann B. Guðmundsson Örgryte Kristján Örn Sigurðsson KR Hermann Hreiðarsson og félagar eru prúðmenni: Charlton í UEFA- keppnina FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar- félaginu Charlton Athletic, sem íslenski landsliðsmaðurinn Her- mann Hreiðarsson leikur með, hefur verið úthlutað sæti í UEFA- keppninni á næstu leiktíð. Sætið fær liðið fyrir að vera þriðja prúð- asta lið ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal og Chelsea voru í sætun- um fyrir ofan en þau spila auðvit- að í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Á tveimur síðustu árum hafa ensku liðin Ipswich Town og Manchester City fengið tækifæri í þessari keppni en þrettán Evr- ópuþjóðir berjast um sætið góða. Segja má því að prúðmennskan hafi ráðið ríkjum í ensku úrvals- deildinni síðastliðin þrjú tímabil. Svíar voru reyndar efstir fram á lokasprett prúðmennskutalning- arinnar en öll nótt er þó ekki úti fyrir þá. Það verður nefnilega dregið um tvö sæti í viðbót í UEFA-keppninni milli þessara þrettán landa. Þetta er enn ein fjöðurinn í hatt Alans Curbishley, knattspyr- nustjóra Charlton, og lærisveina hans og verður gaman að sjá Hermann Hreiðarsson og félaga hans berjast í UEFA-keppninni á komandi tímabili. ■ Úrslit Vesturdeildar NBA-körfuboltans: Lakers á lappirnar KÖRFUBOLTI Los Angeles Lakers er að nýju komið með frumkvæðið í einvíginu við Minnesota Timberwolves í úrslitum Vestur- deildar NBA-körfuboltans. Lakers-menn létu ekki slæmt tap í síðasta leik slá sig út af laginu heldur girtu sig í brók. Lokatölur í þriðja leiknum, sem fram fór í Los Angeles, voru 100- 89 og maðurinn á bak við sigur Lakers var Shaquille O’Neal. Heil- ar 16 villur voru dæmdar á leik- menn Minnesota fyrir að brjóta á tröllinu og þarna liggur augljós- lega aðalveikleiki þeirra. Þeir hafa engan mann til að stöðva O’Neal - en það hafa reyndar afar fá lið. Lakers leiddi með níu stigum í hálfleik og það þrátt fyrir að Kobe Bryant skoraði ekki eitt einasta stig þá. Engin spenna náðist að ráði í leikinn í seinni hálfleik og sigur Lakers því öruggur og sann- gjarn. Shaq skoraði 22 stig, reif niður 17 fráköst og varði 4 skot. Kobe Bryant sýndi sitt rétta andlit í seinni hálfleik og skoraði þá 22 stig. Gary Payton átti fínan leik og skoraði 18 stig og átti 9 stoðsend- ingar. „Við náðum yfirhöndinni í teignum og það var lykillinn að sigri okkar að þessu sinni,“ sagði hinn farsæli þjálfari Los Angeles Lakers, Phil Jackson. Hjá Minnesota var Kevin Garnett með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar en hann átti frekar erfitt uppdráttar í seinni hálfleik. Wally Szczerbiak kom sterkur inn af bekknum og skoraði 21 stig Hann skoraði 14 stig í röð í þriðja leikhluta og munurinn komst niður í tvö stig undir lok hans en síðan ekki meir. Sam Cassell og Latrell Sprewell skoruðu báðir 18 stig. ■ SHAQUILLE O’NEAL Rífur hér niður eitt af 17 fráköstum sínum í sigurleiknum gegn Minnesota. Lakers er því með pálmann í höndunum. ÞÚ LÍKA, BRÚTUS! Nei, varla er Gerard Houllier með þessi ummæli á lofti hér á þessari mynd. Mich- ael Owen segist engan þátt hafa átt í brotthvarfi Gerards Houllier frá Liverpool. LOGI ÓLAFSSON OG ÁSGEIR SIGURVINSSON Stjórna íslenska landsliðinu í knattspyrnu í sameiningu. Spennandi leikir við Englendinga og Japana í Manchester fram undan. HERMANN HREIÐARSSON Liðið hans, Charlton Athletic, komst bak- dyramegin í UEFA-keppnina. Þriðja prúð- asta lið ensku úrvalsdeildarinnar. Hér sést Hermann í baráttu við leikmann Manchester United, Louis Saha, sem reyndar skoraði þarna án þess að okkar maður kæmi nokkrum vörnum við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.