Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 47
35FIMMTUDAGUR 27. maí 2004 Sviptingar hjá Atletico Madrid: Manzano endurnýjar ekki FÓTBOLTI Þjálfari spænska knatt- spyrnuliðsins Atletico Madríd, Gregorio Manzano, mun ekki end- urnýja samning sinn við félagið. Þetta var sameiginleg ákvörðun hans og forráðamanna Madrídar- liðsins en árangur þess í vetur olli nokkrum vonbrigðum. Manzano tók við stjórnartaumnum síðast- liðið haust og liðið stefndi hátt en endaði að lokum í sjöunda sæti deildarinnar og komst ekki í UEFA-keppnina. Manzano sagðist hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa Atletico eftir leiktíðina fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan og fannst rétt að halda á önnur mið: „Það var mikil spenna í gangi í vetur og oft var andrúmsloftið erfitt. Það skiptust á skin og skúrir en ég vona bara að eitthvað gott komi út úr þessari leiktíð.“ Ekki er búið að ráða eftirmann Manzano en sjálfur er hann orðað- ur við þjálfarastöðuna hjá Malaga. Á sama tíma var einnig til- kynnt að argentínski markvörð- urinn German Burgos yfirgæfi einnig herbúðir Atletico Madrid en hann hefur verið þar síðan 2001. ■ Nýr samstarfssamningur kvennalandsliðanna og Íslandspósts: Hvatning fyrir komandi leiki FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Ís- lands og Íslandspóstur hafa gert samstarfssamning til næstu fjög- urra ára en fyrirtækið verður sér- stakur styrktaraðili A-landsliðs kvenna sem og U-21 árs liðsins, U- 19 og U-17. Íslandspóstur er þar með fyrst íslenskra fyrirtækja til að styrkja sérstaklega kvenna- landsliðin og er það vel. Framundan eru tveir mikil- vægir leikir í forkeppni Evrópu- mótsins, gegn Ungverjum ytra eftir fjóra daga og svo heimaleik- ur gegn Frökkum 2. júní og Hel- ena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari, tilkynnti leikmannahópinn fyrir þá leiki um leið og skrifað var undir samninginn. Hún var að vonum ánægð með þennan áfanga sem samningurinn er og sagði hann til marks um aukinn áhuga í kjölfar mikilla framfara í kvennaknattspyrnunni: „Þetta er mjög jákvætt fyrir kvennaknattspyrnuna hér á landi og einhvern tímann hefði þurft að grafa þá upp sem hefðu verið til- búnir að styðja við bakið á kvennalandsliðinu. Þetta sýnir svart á hvítu að kvennaknatt- spyrnan er alltaf að öðlast meiri og meiri virðingu og landslagið fyrir okkur sem erum búnar að standa í þessu lengi er allt annað og miklu betra í dag en það var fyrir ekki svo ýkja mörgum árum. Góður árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli og þegar vel gengur hrífast fleiri með og þá er deildin hér heima alltaf að styrkj- ast og við erum að sjá fleiri flotta leiki og fólk er kannski bara að uppgötva það að konur geta spilað fótbolta og gert það vel. Þessi samningur hvetur okkur í kom- andi leikjum gegn Ungverjum og Frökkum og sem fyrr er mark- miðið það að komast í umspil,“ sagði Helena Ólafsdóttir við Fréttablaðið. ■ HÓPURINN Markverðir Þóra B. Helgadóttir KR María B. Ágústsdóttir KR Aðrir leikmenn Olga Færseth ÍBV Erla Hendriksdóttir (F) Breiðablik Edda Garðarsdóttir KR Guðrún S. Gunnarsdóttir KR Laufey Ólafsdóttir Valur Íris Andrésdóttir Valur Málfríður E. Sigurðardóttir Valur Hrefna H. Jóhannesdóttir Medkila IL Dóra Stefánsdóttir Valur Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Hólmfríður Magnúsdóttir KR Björg Ásta Þórðardóttir Breiðablik Erna B. Sigurðardóttir Breiðablik Rakel Logadóttir Valur Dóra María Lárusdóttir Valur Embla S. Grétarsdóttir KR HELENA ÓLAFDÓTTIR Fagnar nýjum samningi og segir stefnuna setta á að komast í umspil fyrir Evrópu- mótið. Karlalandsliðið í handbolta: Tapaði fyrir Grikkjum HANDBOLTI „Þetta var betri leikur en gegn Austurríkismönnum en ekki nægilega góður til að vinna þá,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í handbolta. „Það sem gerði það að verkum að við unnu ekki var að við fórum illa með mörg dauðafæri og gekk illa að skora utan af velli. Vörnin var á köflum alveg prýðileg.“ Íslendingar töpuðu 25-23 fyrir Grikkjum í æfingarleik í Aþenu í gær. Íslendingar voru lengstum yfir og leiddu 19-16 þegar langt var liðið á leikinn. Gylfi Gylfason og Guðjón Val- ur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor, Rúnar Sigtryggson þrjú, Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Jeliesky Garcia og Róbert Sighvatsson skoruðu tvö mörk hver og Patrekur Jóhannes- son og Einar Örn Jónsson eitt hvor. Birkir Ívar Guðmundsson varði átta skot í fyrri hálfleik, en meiddist á hné og stóð Björgvin Björgvinsson vaktina í seinni hálfleik og varði fjögur skot. Íslendingarnir fara til Ítalíu í dag og leika við heimamenn á laugardag um laust sæti á HM í Túnis á næsta ári. „Það er ljóst að við þurfum að sníða heilmarga vankanta af leik liðsins.“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn í gær. ■ Önnur umferð norsku bikarkeppninnar í gærkvöld: Gylfi skoraði þrennu FÓTBOLTI Gylfi Einarsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Lille- strøm vann Lillehammer 8-0 í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í gær. Gylfi skoraði tvisvar með skalla og eitt mark með einstak- lingsframtaki. Stabæk lenti í vandræðum með Ullensaker/Kisa, félag Teits Þórð- arsonar, en náði að sigra 3-2. Veig- ar Páll Gunnarsson kom inn í lið Stabæk í síðari hálfleik og skoraði eitt mark og lagði upp annað. Hannes Þ. Sigurðsson skoraði síðasta mark Viking sem burstaði Torvastad 7-0 og Ólafur Örn Bjarnason lék allan leikinn með Brann sem vann Norheimsund 5-0. Jóhannes Harðarson lék einn- ig allan leikinn þegar Start vann Tollnes 6-0. ■ GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Skoraði fimm mörk gegn Grikkjum. GYLFI EINARSSON Þrenna í fyrri hálfleik gegn Lillehammer. FÓTBOLTI Porto varð Evrópumeistari í annað sinn í gær eftir 3-0 sigur á Monaco í úrslitaleik Meistaradeild- ar UEFA. Porto skoraði fyrsta markið skömmu fyrir leikhlé og gerði út um leikinn með tveimur mörkum með stuttu millibili seint í síðari hálfleik. Carlos Alberto skoraði fyrsta markið á 39. mínútu. Paulo Ferreira sendi boltann inn í teiginn af hægri kanti og hrökk boltinn af Andreas Zikos, varnarmanni Monaco, til Carlos Alberto sem skoraði með skoti úr miðjum vítateig. Eftir klukkutíma leik fór Carlos Alberto af velli og kom Rússinn Dmitry Alenitsjev inn í lið Porto í stað hans. Það skilaði fljótlega tveimur mörkum. Á 71. mínútu skoraði Deco eftir skyndisókn. Deco lék með boltann upp völlinn og sendi hann til Alenitsjev á vinstri kantinum sem sendi boltann aftur til Decos sem skoraði með skoti úr miðjum vítateig. Fjórum mínútum síðar skoraði Alenitsjev eftir aðra skyndisókn Porto. Derlei sendi boltann inn fyrir vörn Monaco og Alenitsjev komst einn upp að markinu og skoraði með föstu skoti framhjá Flavio Roma í marki Monaco. José Mourinho, þjálfari Porto, hefur að undanförnu verið orðaður við Chelsea. Hann sagði að úrslita- leikurinn hefði verið síðasti leikur sinn með Porto. „Mig langar að fara til Englands,“ sagði Mourinho. „Umboðsmaður minn hefur átt í viðræðum við eitt félag og ég að litlu leyti líka. Ég hef gefið félaginu loforð og ég mun ekki skipta um skoðun.“ ■ PORTO FAGNAR Deco fagnar marki sínu gegn Monaco. Til vinstri er Dmitry Alenitsjev sem skoraði þriðja mark Porto og átti stóran þátt í marki Deco. Porto Evrópumeistari Porto sigraði Monaco 3-0 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. José Mourinho, þjálfari Porto, er líklega á leið til Chelsea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.