Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 48
36 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR FÓLK Madonna hefur hafið tón- leikaferð um Bandaríkin og Evrópu. Áður höfðu sögur gengið um ögrandi sviðsframkomu, stríðsmyndir og sterkan boðskap. Það var því mikil spenna ríkjandi fyrir þessa fyrstu tónleika í margra vikna tónleikaferð. Madonna tók mörg af sínum eldri og frægari lögum á tón- leikunum svo sem Into the Groove, Holiday, Vogue og Material Girl, auk þess sem Like a Prayer var leikið í gospelútgáfu og Papa Don’t Preach var undir skoskum áhrifum með sekkja- pípur sem aðalhljóðfæri. Madonna snerti margar við- kvæmar taugar með myndrænum skilaboðum sínum gegn stríðs- rekstri. Lengst af var myndum af stríði, sprengjum og slösuðum börnum varpað á risavaxið tjald á sviðinu meðal annars þegar söng- konan tók lag John Lennon, Imagine. Á meðan á tónleikunum stóð olli pólitískur áróður Madonnu oft miklum fagnaðarlátum en eftir að tónleikunum lauk mátti heyra efa- semdaraddir meðal áhorfenda. Einn þeirra sagði að ákvörðun Madonnu að gerast pólitísk á tón- leikum sínum væri eins og að páf- inn stofnaði rokkhljómsveit, þetta færi einfaldlega ekki saman. Madonna orðin pólitísk MADONNA Söngkonan hefur hafið tónleikaferð sína. Á myndinni er hún með dönsurum sínum á tónleikum í LA. Mike Patton er aðalsprauta hljómsveitarinnar Fantomas, sem mun sjá um að hita upp fyrir Korn í næstu viku. Mike fæddist í Eureka í Kaliforníu 27. janúar 1968. Hann uppgötvaði raddbönd sín ungur að árum og í gagn- fræðaskóla stofnaði hann hljóm- sveitina Mr Bungle ásamt nokkrum félögum. Tilrauna- mennskan og framúrstefnan var aðalsmerki Mr Bungle og vakti hljómsveitin verðskuldaða at- hygli í San Francisco. Patton varð seinna á vegi liðsmanna Faith No More, sem urðu yfir sig hrifnir af stráknum og réðu hann í stað söngvara síns, Chuck Mosl- ey, sem hafði lengi verið hljóm- sveitinni til trafala. Skemmst er frá því að segja að Faith No More sló í gegn svo um munaði og á glæsilegan feril að baki. Árið 1998 sagði Patton hingað og ekki lengra og hljóm- sveitin lagði upp laupana eftir 10 ára feril. Með buxur á hælum Mér að óvörum hringdi síminn snemma á þriðjudegi og á núm- erabirtinum var erlent númer. „Hver skyldi þetta vera?“ hugsaði ég með mér um leið og ég svaraði. „Halló. Þetta er Mike Patton.“ Magnaður bransi. Tveimur vikum eftir áætlaðan viðtalstíma hringir kallinn og spyr hvort ég sé reiðu- búinn að taka viðtalið? „Það held ég nú,“ segi ég, eins fjarri sann- leikanum og það getur orðið. Spurningalistinn í töskunni heima og viðtalið löngu farið úr vitund- inni. Hvernig líður þér svo að vera á leið til Íslands? „Mér líður alveg ævintýralega með það,“ svarar Patton. „Ég er búinn að hlakka mikið til og mér skilst á vinum mínum að þar sé nóg um að vera.“ Þetta er einstaklega geðugur náungi og kemur mér á óvart hversu fróð rokkstjarnan er um landið. Talið berst snemma frá Ís- landi og að Grænlandi. „Græn- land er ísi lagt meðan Ísland er grænt,“ staðhæfir söngvarinn. „Félagar mínir segja mér að það sé tvennt sem ég verði að gera; fara á Humarhúsið og í Bláa lónið. Svo er planið að kíkja á næturlífið og jafnvel eitthvað út á land, að þefa uppi einhver skemmtileg- heit.“ En fyrir þá sem ekki þekkja til, hver er sagan á bak við Fantom- as? „Hún er sáraeinföld. Ég hef alltaf haft troðfulla hauskúpu af tónlist. Ég varð einhvern veginn að koma þessu öllu frá mér og hafði samband við nokkra gaura sem einhverra hluta vegna voru til í að spila þetta. Þannig byrjaði þetta. Það er ekki á allra færi að leika svona tónlist“ Er það þess vegna sem Dave Lombardo úr Slayer sér um að tromma í bandinu? „Já! Engin spurning. Finndu einhvern sem getur spilað svona stöff eins og hann gerir. Hann er ótrúleg- ur trymbill. Einn sá allra besti í b r a n s a n u m , “ segir Patton með aðdáunartón. „Í byrjun var allt á fullu í tónlistar- sköpun okkar. Svo fórum við að- eins að hægja á okkur og leituð- um inn í nýja strauma. Það er ómögulegt að segja hvað gerist næst í þessu bandi.“ Að hvaða leyti hefur tónlistin breyst? „Fyrst um sinn var þetta svona „cut ‘n’ paste“ fílingur. Mikið að gerast á sama tíma. Þar var ég að gera upp áhrifavalda sem teygðu anga sína inn í dauðarokk og hardcore tón- list.“ Hvað kom til að hljómsveitin var fengin til að hita upp fyrir Korn? „Þetta er eitt af þessum furðu- legu atvikum í lífinu. Reyndar er ég mjög fylgjandi því að skapa svona nett óþægilegar aðstæður. Böndin eru náttúruelga svart og hvítt hvað allt varðar og verður gaman að sjá viðbrögð fólks við því. Ég hef haft mjög gaman af þessum stutta túr um Evrópu. Þetta verður líka okkar síðasta gigg á túrnum þannig að við verð- um í hátíðarskapi.“ Drykkja orðin ólympíu- grein? Patton og félagar hafa verið grimmir við að æfa undanfarið. En ekkert endilega tónlist ein- göngu. „Mér skilst að drykkjusið- ir ykkar Íslendinga séu nánast eins og Ólympíuleikar,“ segir söngvarinn. „Ég hef einmitt verið að undirbúa mig grimmt hvað þetta snertir og ætla að vera í toppformi þegar ég mæti til leiks.“ Hann segist þó ekkert vera neinn vandræðagripur. Hann er hræddari við að lenda í steininum af öðrum ástæðum. „Ég er gríðar- lega spenntur fyrir að smakka hval- og hákarlakjöt en er með þær sögur í farteskinu að hval- veiðar séu ólöglegar. Verður mér þá hent í fangelsi fyrir að biðja um það?“ spyr Patton óupplýstur. Ég finn mig knúinn til þess að spyrja um afdrif Faith No More og hvort það sé einhver möguleiki á endurkomu? „Ekki meðan ég dreg andann!“ svarar Patton beittur. „Og þú get- ur prentað það hvar sem þú vilt, kallinn minn!“ Patton veit greinilega hvað hann vill. smari@frettabladid.is PP FORLAG & MEÐLÆTI PP FORLAG PP FORLAG KÍNVERSKIR RÉTTIR PP FORLAG PP FORLAG PP FORLAG www.ppforlag.is FRÁBÆRAR MATREIÐSLUBÆKUR! Tilboð: Aðeins 990 kr. hver bók. Kaupirðu 3 bækur, færðu þá fjórðu ókeypis. TÓNLIST FANTOMAS ■ Bandaríska þungarokksveitin Fantomas hitar upp fyrir tónleika Korn hér á Íslandi. Fréttablaðið spjallaði við Mike Patton, höfuðpaur sveitarinnar. Hvalkjöt og ólympíudrykkja FANTOMAS Er tilraunakennd metalsveit Mike Patton, sem segist ætla að slá met í hvalkjötsáti og drykkju á Íslandi í næstu viku. Magnet: On Your Side „En sama hversu flottar útsetningarnar eru væri þessi tónlist náttúrlega hundleiðinleg ef lagasmíð- arnar væru ekki svona fínar. Lögin eru tilfinninga- rík, ljúf, stutt er í depurðina og melódíurnar falleg- ar. Þetta er byggt utan um þessa unaðslegu tilfinn- ingu sem heldur okkar gangandi á dimmum skammdegiskvöldum. Þegar við vitum að tilveran er falleg, þrátt fyrir að vera myrk.“ BÖS Adem: Homesongs „Þetta er afslöppuð og letileg tónlist, sem getur oft verið þrælnotaleg áheyrnar, svo framarlega sem eitthvað er varið í lögin. Það er ekki uppi á teningnum hér, sem er furðulegt því að á Homesongs er ekkert sem sker í eyrun sem gæti talist áberandi leiðinlegt. En þetta er langt frá því að vera áberandi skemmtilegt og því oftar sem ég hlusta á Adem, því meira fer bandið í taugarnar á mér. Það lá við að ég dræpist meir og meir and- lega við hverja hlustun á Homesongs. Þetta er vel spilað, ágætlega sungið en engu að síður hund- leiðinlegt. Hví að fá sér samloku þegar steikin bíð- ur heima? Mæli frekar með böndum sem gera svona tónlist almennilega.“ SJ WEEZER Goddamn you half-Japanese girls Do it to me every time Oh, the redhead said you shred the cello And I’m jello, baby But you won’t talk, won’t look, won’t think of me I’m the epitome of public enemy Why you wanna go and do me like that? Come down on the street and dance with me - Rivers Cuomo viðurkennir vanmátt sinn gegn stúlkum ættuðum frá Japan í laginu El Scorcho af bestu plötu Weezer, Pinkerton, frá árinu 1996. Popptextinn [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.