Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 49
Fyrsta plata Daysleeper náði töluverðum vinsældum fyrir tveimur árum síðan. Hér fylgir sveitin frumburðinum eftir og hefur greinilega dregið úr mjúk- leikanum sem hingað til hefur ein- kennt hana. Nokkuð er um mismunandi tónlistarstefnur á nýju plötunni. Hippaáhrifin eru sterk í byrjun og þar minnir Daysleeper oft á Jet Black Joe. Eftir það breytir sveit- in um stefnu og fer yfir í hrein- asta popp og síðan í rokk í anda Foo Fighters. Þar á ég við lögin You and I og Face Down Alive. Jeff Buckley virðist ekki fjarri í When You Walk the Wind Stops og gamaldags rokk er áberandi í Janitor. Eins og þessi upptalning gefur til kynna eru stefnurnar nokkuð margar og söngstíll Sverris Berg- mann þar af leiðandi reikandi. Að vissu leyti er þetta kostur því með þessu sýnir Daysleeper að þarna fer sveit með fjölbreytt áhuga- svið. Auk þess fær Sverrir aukið tækifæri til að sanna sig sem fjöl- hæfur söngvari. Það sem vantar hins vegar hjá Daysleeper er að hljómsveitin finni sinn eigin hljóm og hætti að flakka á milli ólíkra stíla. Það fer samt ekki á milli mála að sveitin getur samið góð lög og Sverrir á fína spretti sem söngvari þó að stundum virki hann dálítið vælu- gjarn. Bestu lög voru hið grípandi Look- ing to Climb og Face Down Alive en þau slökustu hins vegar You And I og Unatt- ended. Vonandi er Daysleeper á rét- tri leið en næsta plata mun skera úr um hvort eitth- vað meira verði úr sveitinni. Hún hef- ur alla burði til þess að eflast enn frekar en þarf fyrst að finna fjöl- ina sína betur. Freyr Bjarnason 37FIMMTUDAGUR 27. maí 2004 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Óskýr stefna Póstkröfusími 525 5040 TILBOÐ VIKUNNAR Nýjar og vinsælar geislaplötur á frábæru tilboði í verslunum Skífunnar. Daysleeper - Daysleeper Frábær ný plata frá Sverri Bergmann og félögum í Daysleeper. Það var enginn annar en Sölvi Blöndal úr Quarashi sem stjórnaði upptökum. Eurovision Song Contest Istanbul 2004 Á þessari tvöföldu safnplötu finnur þú öll uppáhaldslögin þín úr keppninni. Inniheldur m.a. sigurlagið "Wild Dance" með Ruslönu og lagið "Heaven" með Jónsa. Kris Kristofferson-Essential Í tilefni af tónleikum Kris Kristofferson í Laugardalshöllinni í júní bjóðum við þessa tvöföldu safnplötu sem inniheldur öll hans bestu lög á frábæru tónleikatilboði. Geirmundur - Látum sönginn hljóma Ný plata frá skagfirska meistaranum. Á plötunni syngja þekktustu og vinsælustu söngvarar sem Skagafjörðurinn hefur alið ný lög Geirmundar. The Streets-A Grand Don't Come For Free Önnur plata bresku hljómsveitarinnar The Streets heitir “A Grand Don't Come For Free” en fyrsta smáskífulagið Fit But You Know It hefur vakið mikla lukku upp á síðkastið. Modest Mouse-Good News For People Who Love Bad News Þetta frábæra bandaríska indírokktríó er komið með samning við Sony Music og nýja platan hefur verið að fá afbragðs dóma hjá rokkpressunni. Kannski besta plata ársins ? Hver veit. Lenny Kravitz - Baptism Splúnkuný plata frá meistara Lenny Kravitz, platan inniheldur m.a. lagið vinsæla "Where Are We Runnin?". Hér er Lenny Kravitz í sínu besta formi. Alanis Morissette-So-Called Chaos Fjórða hljóðversplata Alanis Morissette heitir So-Called Chaos og hefur víða verið hampað sem hennar bestu plötu frá því metsöluplatan “Jagged Little Pill” var gefin út. D12 - D12 World Eminem og félagar með plötu númer tvö. Platan inniheldur stórsmellinnn My Band og fór hún beint á topp Billboard listans. Maroon 5 - Songs About Jane Þessi plata inniheldur Harder To Breathe og eitt heitasta lag landsins í dag, This Love. Keane - Hopes And Fears Þessi plata fór beint í 1. sæti breska listans og skal engan undra, þar sem Keane er að fá frábærar viðtökur gagnrýnenda og kaupenda. Inniheldur m.a. Somewere Only We Know og Everybody’s Changing. Method Man - Tical O: The Prequel Method Man, úr Wu Tang Clan, mætir eftir 6 ára hlé með síðustu plötuna í þríleik sínum. Platan lokar svokölluðum Tical hring og gestir eru Missy Elliott, Snoop Dogg, Ghostface, Redman, Busta Rhymes o.fl. Vikutilboð 1.999 kr. Vikutilboð 1.999 kr. 2CD Tónleikatilboð 1.999 kr. 2CD Vikutilboð 1.999 kr. Vikutilboð 1.999 kr. Vikutilboð 1.999 kr. Vikutilboð 1.999 kr. Vikutilboð 1.999 kr. Vikutilboð 1.999 kr. Vikutilboð1.999 kr. Vikutilboð 1.999 kr. Vikutilboð 1.999 kr. VAXMYND AF BEYONCÉ Vaxmyndasafnið Madam Tussaud’s í London afhjúpaði í gær þessa nýju vax- styttu af söngkonunni Beyoncé Knowles. Styttan er í eins klæðnaði og söngkonan klæðist á núverandi tónleikaferð sinni um heiminn. DAYSLEEPER: DAYSLEEPER [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Rúnar Júlíusson - Trúbrotin 13 „Trúbrotin 13 er lagasarpur héðan og þaðan ásamt nokkrum frumsömdum lögum Rúnars. Eins og tit- illinn bendir til finnur Rúnar trú sinni farveg á plöt- unni og rifjar upp nokkra sálma sem eru í uppá- haldi. Ó þá náð að eiga Jesúm og Ástarfaðir himin- hæða eru sérstaklega minnisstæð, virkilega falleg lög bæði tvö sem njóta sín vel í flutningi Rúnars. Rúnar Júlíusson á hrós skilið á mörgum vígstöðv- um og er þessi plata engin undantekning. Ein- lægnin skín í gegn.“ SJ The Walkmen - Bows and Ar- rows „Miðið á boga Göngumannanna er skakkt og odd- ur örvanna óbrýndur. Þetta eru auðheyranlega menn sem geta, en það er eins og þá vanti frum- legri hugsun til þess að gera plötuna athyglisverða. Núna hjómar hún bara eins og ágætis ruslrokk- plata frá New York hljómsveit. Með smá frumleg- heitum hefði þessi platan geta orðið frábær. Of mikið rúnk, en engin fullnæging.“ BÖS The Divine Comedy: Absent Friends „Þetta er ein af þessum plötum þar sem allt er fá- ránlega vandað og vel gert. Útsetningar stórfeng- legar og dramatískar. Það virðist bara ekki skipta neinu máli því lögin hreyfa ekkert við manni. Að hlusta á Hannon á persónulegu nótunum væri kannski svipað eins og að hlusta á Sinfóníusveit Ís- lands reyna sitt allra besta við að flytja lög The Clash eða Sex Pistols á jafn einlægan hátt og höf- undarnir. Það bara gengur ekki upp. Maður bland- ar ekki saman olíu og vatni. Þessi á ekki eftir að rata aftur í spilarann minn.“ BÖS Lenny Kravitz: Baptism „Greinilegt er að gamli skólinn er enn við lýði hjá Kravitz, heyrist einna best í Flash þar sem einn gít- ar keyrir lagið áfram og eru effektar vart heyrandi. Rúsínan í pylsuendanum er svo skemmtilegt rokk- gítarsóló. Það sem eina sem hefði mátt missa sín er gestaþátttaka rapparans Jay-Z í laginu Storm, finnst það ekki alveg eiga við hér. Baptism er ekk- ert meistaraverk en er engu að síður ágætis plata. Kravitz er frostpinni.“ SJ PJ Harvey: Uh Huh Her „Hér bætir PJ nokkrum skrautperlum á festi sína, sem nú þegar var orðin hlaðin. Lögin The Slow Drug, It’s You og lokalagið The Darker Days of Me & Him hljóta að teljast með því betra sem tónlist- arkonan hefur gert. Glæsibæ HVÍTASUNNU- TILBOÐ Fimmtudag - Föstu- dag - Laugardag 30% afsláttur af öllum bolum og peysum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.