Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 27. maí 2004 45 Heimsferðir bjóða nú spennandi ferð þann 5. júní til þessarar heillandi borgar í 8 nætur. Hér getur þú kynnst fegurstu borg Evrópu, gamla bænum, Hradcany kastala, Karlsbrúnni, Wenceslas torginu, og farið í spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina. Á þessum tíma skartar Prag sínu fegursta. Stökktu til Prag 5. júní 8 nætur - Hótel IL frá49.950.- Kr. 29.950.- Flugsæti með sköttum. Verð m.v. netbókun. Símabókunargjald kr. 1.500.- Kr. 49.950.- Flug og hótel í 8 nætur, m.v. 2 í herbergi, hótel ILF. Innifalinn morgunverður, íslensk fararstjórn og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.- „Frábært! Ég var í fyrra og ætla aftur í sumar!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Tónverkin kalla TÓNLEIKAR Fyrstu útskriftarnem- endur tónlistardeildar Listahá- skóla Íslands hafa verið að halda útskriftartónleika sína undan- farnar vikur. Í kvöld verða næst síðustu tónleikarnir og er röðin komin að Ingrid Karlsdóttur fiðluleikara, sem ætlar að flytja meðal annars verk eftir Prokofí- ev, Tsjaíkovskí og Ravel í Salnum í Kópavogi. „Verkið eftir Prokofíev er í langmestu uppáhaldi hjá mér,“ segir Ingrid. „Þetta er svo ótrú- legt verk að ég get ekki einu sinni lýst því með orðum.“ Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari spilar með henni á þessum tónleikum. Einnig leik- ur Helga Þóra Björgvinsdóttir með henni á fiðlu í einu verki, en hún er einn útskriftarnemend- anna þetta fyrsta ár sem Lista- háskólinn útskrifar tónlistar- nema. Ingrid byrjaði að læra á fiðlu sjö ára gömul. Fyrsti kennari hennar var Lilja Hjaltadóttir, en frá þrettán ára aldri hefur Guð- ný Guðmundsdóttir verið aðal- kennari hennar. Ingrid segist aldrei hafa lagt fiðluna frá sér og hætt námi, þótt stundum hafi hún verið búin að fá alveg nóg. Hún er ákveðin í að halda utan til náms í haust, þó ekki sé enn ákveðið hvert förinni verður heitið. „Það var alltaf eitthvað sem dró mig áfram í þessu. Tónverk- in kalla bara á mig og ég get ekki hætt fyrr en ég er búin að spila allt sem mig langar að spila.“ Ingrid er ein fjögurra tónlist- arnema sem fengu að spila ein- leik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskóla- bíói í febrúar. Hún lék þar fiðlu- konsert eftir Síbelíus og segir það ómetanlega reynslu að hafa fengið að spila með þessu flagg- skipi íslenskrar tónlistar. „Þetta var rosalega gaman, bæði mikil upplifun og stórt tækifæri. Maður er reynslunni ríkari eftir þetta og það er mik- ið einsdæmi að fá að leika ein- leik með þessari hljómsveit sem er ein sú besta í heiminum.“ ■ ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Stony, öðru nafni Steini Stadium í Quarashi, sér um tónlistina á 22 í kvöld.  Einar Ágúst og Gunni á Glaumbar. Dj Stoner eftir kl. 23.  Búðarbandið á Hressó. ■ ■ FUNDIR  15.00 Siðfræðistofnun H.Í. efnir til málþings um samþykki í rannsóknum í stofu C-103 í Eirbergi á Landspítalalóð. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra setur málþingið en fyrirlesarar verða Vil- hjálmur Árnason, Páll Hreinsson og Björn Guðbjörnsson. Málþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir.  17.00 Aðalfundur Hollvinafélags heimspekideildar Háskóla Íslands verður haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26.  20.00 París – félag þeirra sem eru einar/einir, heldur fræðslu og umræðu- fund fyrir karla að Síðumúla 25, 2. hæð. Séra Bragi Skúlason flytur erindi um viðhorf og breytt samfélagslegt hlutverk íslenskra karla. ■ ■ FYRIRLESTRAR  17.15 Bandarískur söguprófessor, Fred E. Woods, heldur fyrirlestur á veg- um Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands um íslenska mormóna sem fluttust til Utah í Bandaríkjunum á síðari hluta 19. aldar. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi. ■ ■ FÉLAGSLÍF  20.00 Aðalfundur Sögufélags Kjal- arnesþings verður haldinn á Héraðs- skjalasafni Mosfellsbæjar. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. TÓNLEIKAR Síðustu hádegistónleikar vetrarins í Hafnarborg, Hafnar- firði, verða haldnir í dag. Að þessu sinni er það Snorri Wium tenór sem ætlar að syngja nokkur ljúf Vínarlög á borð við Ég vil dansa úr Tsardasfurstynjunni og Wien, du Stadt meiner Träume. Snorri er einmitt lærður söngvari frá Vínarborg og þekkir því Vínartónlistina betur en margir aðrir. Einnig syngur Snorri aríur á borð við La donna e’mobile úr Rigoletto eftir Verdi. Með honum leikur á píanóið Antonia Hevesi, sem jafnframt er listrænn stjórnandi hádegistón- leikaraðarinnar í Hafnarborg. Tónleikar í röðinni hafa verið einu sinni í mánuði í allan vetur og hef- ur hún fengið til liðs við sig ýmsa tónlistarmenn, jafnt söngvara sem hljóðfæraleikarar. Má þar nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, sem söng með henni í mars, og Szigmond Lazár, fiðluleikara frá Ungverjalandi, sem kom fram á tónleikunum í síðasta mánuði. ■ Ljúfir tónar í hádeginu SNORRI WIUM Syngur í hádeginu í dag með Antoniu Hevesi píanóleikara í Hafnarborg. INGRID KARLSDÓTTIR MEÐ FIÐLUNA SÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.