Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.05.2004, Blaðsíða 62
Þetta er grínmynd með engutali, svolítið í anda Steina og Olla, þó að myndin sé hvorki svarthvít né með textaskiltum.“ segir Sævar Sigurðsson en stutt- mynd hans Peningar, þar sem seg- ir frá ferðalagi ungs manns, verð- ur sýnd í Háskólabíói í dag. „Hann fer frá því að vera góðhjartaður strákur í að verða eftirlýstur glæpamaður en þetta gerist allt á aðeins sex mínútum og á svolítið óhefðbundinn hátt.“ Leikararnir í myndinni eru úr ýmsum áttum. „Ég kom auga á að- alleikarann Snorra Engilbertsson í Leikfélagi Hafnarfjarðar en hann hefur leikið þar í að minnsta kosti tveimur sýningum. Svo leika þær María Þórðardóttir og Sigrún Ýr Magnúsdóttir í myndinni en þær fóru með hlutverk í Grease í vet- ur.“ Lögreglumaðurinn í myndinni er svo leikinn af alvöru lögreglu- manni. „Myndin er tekin uppi í Borgarnesi og Theodór Kristinn Þórðarson, lögreglumaðurinn þar í bæ, leikur lögguna í myndinni en hann hefur meðal annars leikið í fjölda mynda eftir Hrafn Gunn- laugsson.“ Sævar á nokkrar stuttmyndir að baki en Peningar er fyrsta „alvöru“ myndin hans. „Ég tók þátt í stuttmyndakeppni Verslunarskól- ans nokkur ár í röð og vann þar til verðlauna. Síðustu tvö árin hef ég verið fastráðinn hjá kvikmynda- gerðinni Þeir tveir og vinn þar við eftirvinnslu,“ en Sævar klippti meðal annars Karamellumyndina sem hlaut Edduverðlaunin 2003. Peningar verður sýnd aðeins einu sinni í Háskólabíói. „Upp- runalega hugmyndin var að gera stuttmynd til að geta sótt um kvikmyndaskóla. Nú er ég að láta á það reyna að senda myndina á erlendar hátíðir. Ef eitthvað kem- ur út úr því þá hífir það myndina upp á annað plan og allt svoleiðis hjálpar við að fá inngöngu í skóla.“ Sýning á Peningum hefst í sal 2 klukkan 17.30. Það er ókeypis að- gangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. ■ 50 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bi llu nd Bi llu nd DANMÖRK Beint leiguflug me› ICELANDAIR 2. jú ní ti l 1 . s ep te m be r 10 .3 85 Fl ug sæ ti kr.á mann Innifalið er flug aðra leið og flugvallarskattar. 19.995 kr. á mann. Flug báðar leiðir og flugvallarskattar. Takmarkað sætaframboð 10 .3 85 Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 1.500 kr. þjónustugjöld á hverja bókun. Við erum að fara í fyrsta sinn áárlegt klappstýru- og fótbolta- mót í Belgíu. Þar koma allar DHL- stöðvar í Evrópu saman og keppa,“ segir Kristín Markúsdóttir, ein af klappstýrum Íslandsdeildar DHL. Klappstýrurnar sem halda út eru átta talsins. „Við förum út með fótboltaliðinu, sem hefur tekið þátt frá upphafi. Árangur þess hefur verið nokkuð misjafn en við erum þó alltaf verið fyrir ofan miðju,“ segir Kristín. Konurnar í danshópnum eru frá tvítugu til fertugs og að sögn Krist- ínar voru þær ekki miklir dansarar áður en æfingar hófust. „Við vissum ekkert út í hvað við vorum að fara enda ekki mikil klappstýruhefð á Ís- land. Við erum þess vegna búnar að vera á netinu að afla okkur upplýs- inga auk þess sem Yesmin Olsson hefur aðstoðað okkur.“ Keppnin fer þannig fram að sér- stök danskeppni er haldin og síðan skiptir miklu máli að klappstýrurnar standi sig á hliðarlínunni. „Það er dæmt hvernig við stöndum okkur í hvatningu á meðan strákarnir spila fótbolta og síðan þurfa þeir auðvitað að styðja okkur í keppninni sjálfri.“ ■ KLAPPSTÝRURNAR Eru á leið á árlegt Evrópumót DHL í Belgíu. Æfingarnar hafa verið stífar en þær hafa notið aðstoðar Yesmin Olsson. KLAPPSTÝRUKEPPNI STARFSKONUR DHL ■ Keppa á Evrópumóti í Belgíu. Klappstýrulið Íslands Góðmenni gerist glæpamaður SÆVAR SIGURÐSSON Leikstjóri myndarinnar Peningar sem verður sýnd í Háskólabíói í dag í aðeins þetta eina sinn. KVIKMYND SÆVAR SIGURÐSSON ■ Gerir þögla gamanmynd. Leikið gegn mismunun Námskeiðið er unnið í sam-starfi við forvarnardeild Hafnarfjarðar og verður haldið í Hvaleyrarvatnsskála við Hafnarfjörð,“ segir Margrét Ákadóttir, leikkona og leiklistar- meðferðarfræðingur, en Drama- smiðjan stendur í sumar fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 10–12 ára. „Við vinn- um út frá leiklist, myndlist og sönglist og fáum til okkar góða gestakennara en af þeim má nefna leikkonuna Eddu Björg- vinsdóttur, jógakennarann Guð- rúnu Arnalds, Lindu Hilmars- dóttur frá líkamsræktarstöðinni Hress og Gauja litla.“ Markmið námskeiðsins er að sporna gegn mismunun með vitsmunum. „Við viljum hjálpa börnum að yfirvinna það að dæma hvert annað með því að þjálfa upp vitsmunina gegn eðl- islægri heilastarfsemi. Það er hluti af varnarkerfi okkar allra að vera sífellt að meta hvort annað og athuga hvort okkur standi einhver ógn af næsta manni. Leiklistin er ein leið til að finna og skilja tilfinningar og á þessu námskeiði verða börnin meðal annars æfð í að tjá sig um lífið í gegnum listina.“ Dramasmiðjan hefur verið virk í vetur. „Það hafa á annað hundrað manns sótt námskeið hjá okkur og það hefur verið nóg um að vera. Nemendaleikhús Dramasmiðjunnar áætlar að frumsýna leikritið Bar Par eftir Jim Cartwright í Iðnó á næst- unni en þetta er í fyrsta sinn sem við höldum námskeið af þessu tagi og markmiðið er að bjóða upp á forvarnarstarf af þessum toga í grunnskólum Hafnarfjarðar næsta vetur.“ Námskeiðin standa krökkum til boða í viku í senn frá 7. júní til 30. júlí og skráning er hafin á dramasmidjan.is. ■ MARGRÉT ÁKADÓTTIR Leikkonan fær til sín góða gestakennara í sumar á leiklistarnámskeið ætlað börnum. LEIKLIST DRAMASMIÐJAN ■ stendur fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir 10–12 ára börn í sumar en Edda Björgvins og Gaui litli eru meðal gestakennara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SNORRI ENGILBERTSSON Í hlutverki góðmennis og glæpamanns í stuttmyndinni Peningar. FRÉTTAB LAÐ IÐ /D AVÍÐ M ÁR B JAR N ASO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.