Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 2
2 29. maí 2004 LAUGARDAGUR Botninn er funheitur, maður er nær þeim í neðra. Sigursteinn Gíslason er nífaldur Íslandsmeistari með ÍA og KR en hann leikur nú með nýliðum Víkings sem sitja stigalausir á botni Landssímadeildarinnar eftir þrjár umferðir. Stundum er sagt að það sé kalt á toppnum en þetta er alveg ný reynsla fyrir Sigurstein. SPURNING DAGSINS Sigursteinn, er botninn eins og kaldur og toppurinn? Bakkavör kaupir í Bretlandi: Líklegt að stefnt verði að yfirtöku VIÐSKIPTI Bakkavör keypti í gær ríflega tíu prósenta hlut í breska matvælafyrirtækinu Geest fyrir rúma fimm milljarða króna. Geest er skráð í kauphöllinni í London og var markaðsvirði þess í lok dags í gær 57 milljarðar króna. Eftir kaupin er Bakkavör stærsti einstaki hluthafinn í fyrir- tækinu, sem er leiðandi á sviði kældra matvara. „Við höfum horft lengi á þetta fyrirtæki sem leið- andi félag í þeim geira sem við störfum í,“ segir Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar. „Þetta er fyrirtæki eins og við viljum að Bakkavör verði eftir nokkur ár.“ Í tilkynn- ingu Bakkavarar kemur fram að félagið hyggi ekki á yfirtöku að sinni. Samkvæmt breskum reglum þýðir það að Bakkavör má ekki fara yfir þrjátíu prósenta hlut á næstu sex mánuðum. Fram til þess tíma er Bakkavör frjálst að auka eða minnka hlut sinn. Miðað við stefnu fyrirtækisins verður að telja líklegt að yfirtaka sé endan- legt markmið. Ágúst vill ekki svara neinu um það. „Það er hins vegar alveg ljóst að þetta er lang- tímafjárfesting. Við förum ekki með svona fjárhæðir inn á hluta- bréfamarkaðinn til að leika okkur.“ Geest liggur vel við yfirtöku. Það er í dreifðri eignaraðild og stofnanafjárfestar eru áberandi í hluthafahópnum. Um tíu þúsund manns starfa hjá Geest í Bret- landi og á meginlandi Evrópu. ■ HÆSTIRÉTTUR SÝKNAR Ósannað að fyrri eigendur hafi vitað um veggjatítlu. Veggjatítludómur: Skortur á sönnun VEGGJATÍTLUR Fyrri eigendur for- skalaðs timburhúss, sem undir- lagt var í veggjatítlu, voru í fyrra- dag sýknaðir í Hæstarétti af kröf- um um skaðabætur eða afslátt. Síðari eigendur hússins kröfðust tæplega 18 milljóna króna í bætur vegna galla á húsinu en allt tré- verk þess var metið ónýtt sökum veggjatítlunnar. Hæstiréttur staðfesti niður- stöðu héraðsdóms með þeim rök- stuðningi að ósannað væri að fyrri eigendur hefðu haft vitneskju um veggjatítluna við sölu hússins árið 1992 eða að þeir hafi ábyrgst eitt- hvað í þá veru. Kröfu um afslátt var hafnað þar sem ósannað þótti að húsið hefði verið gallað við sölu. ■ Fréttablaðið: Útgáfa um hvítasunnu Fréttablaðið kemur næst út þriðjudaginn 1. júní. Ekkert blað verður á sunnudag og mánudag. Afgreiðsla blaðsins í Skaftahlíð 24 verður opin í dag, laugardag, frá klukkan 9 til 17. Lokað verður á morgun, hvítasunnudag, en á mánudag, annan dag hvítasunnu, verður afgreiðslan opin frá klukkan 9 til 17. ■ LAGÐIR AF STAÐ Bakkavör á mikið laust fé og fyrirtækjakaup hafa verið á stefnuskránni um skeið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BAGDAD, AP Íraska framkvæmdaráð- ið útnefndi Iyad Allawi forsætisráð- herra í bráðabirgðastjórninni sem tekur við völdum af hernámsstjórn- inni 30. júní. „Þetta er frágengið,“ sagði Hameed al-Kafaei, talsmaður framkvæmdaráðsins. „Hann verður forsætisráðherra.“ Sjíamúsliminn Allawi var áberandi í stjórnarandstöðunni í valdatíð Baath-flokksins og Saddams Hussein en í flokki hans eru margir fyrrum foringjar úr Íraksher sem flúðu ofríki Saddams. Er það talið honum til tekna nú þeg- ar ofbeldi veður uppi í Írak en eitt helsta verkefni nýju stjórnarinnar verður að tryggja öryggi lands- manna. Flokkur Allawi hvatti á sín- um tíma til þess að Saddam yrði bylt en tilraun til þess mistókst árið 1996. Talsmaður Lakhdar Brahimi, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Írak, sagði hann fagna tilnefningunni og virða hana. Brahimi hefur rætt við íraska hópa, flokka og þjóðarbrot um hvernig stjórnin skyldi skipuð. Búist er við að forseti og tveir varaforsetar verði útnefndir í dag. ■ IYAD ALLAWI Barðist gegn Íraksstjórn frá því á áttunda áratugnum. Naut stuðnings bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. M YN D A P Íraska framkvæmdaráðið sameinast um forsætisráðherra: Útlagi tekur við völdum Hjálmar Árnason: Kraftmikið kjörtímabil ALÞINGI „Þetta hefur ver- ið mjög afkastamikið þing. Vel á annað hund- rað frumvörp hafa farið í gegn. Þar af mörg stór mál og sum umdeild og erfið. Ég held að þetta sýni að kjörtímabiliið fer af stað með miklum krafti og sá kraftur mun endast út kjörtíma- bilið,“ segir Hjálmar Árnason, þingfokksfor- maður Framsóknar- flokksins. „Núna á síðasta deg- inum eru söguleg tíðindi því nú er búið að ein- falda fiskveiðistjórnun- arkefnið. Af nýlegum málum má nefna fjöl- miðlafrumvarið en ekki síður breytinguna á Íbúðalánasjóði, sem á ekki bara eftir að lækka húsnæðiskostnað hjá einstaklingum heldur líka hafa áhrif á vexti í landinu. Ekki má gleyma jafn- réttisáæltunum þar sem að félagsmálanefndin, stjórn og sjórnarand- staðan, náði öll saman. Þetta eru skýr skila- boð.“ ■ Einar Kristinn Guðfinnsson: Farsælt þing ALÞINGI Þetta var þing sem fór rólega af stað. Hörð átök áttu sér stað undir lokin þar sem við urðum vitni að ótrúlegu staðfestu- leysi stjórnarandstöðunn- ar, sem hafði kallað eftir lagasetningu um fjölmiðla en þorði ekki að standa við hugmyndir sínar þegar á móti fór að blása. Þingið var farsælt, við afgreiddum mörg stór og veigamikil mál. Fram und- an er að takast á við það sem við leggjum gríðar- lega áherslu á, að lækka skatta í því skyni að bæta hag almennings. Næsta þing mun hafa gríðarlega breytingu í för með sér er Davíð Oddsson hættir sem forsætisráð- herra. Sjálfstæðismönn- um finnst það lakara og hefðum við viljað hafa for- ingja okkar áfram sem forsætisráðherra. Við sömdum um þetta og við það verður að standa. Davíð Oddsson er yfir- burðastjórnmálamaður og verður mikið skarð fyrir skildi þegar hann hverfur úr embættinu. ■ Magnús Þór Hafsteinsson: Skrýtinn starfsandi ALÞINGI „Orrustan um fjölmiðlafrumvarpið og sóknardagafrumvarpið standa klárlega upp úr á þessu þingi sem lauk í gærkvöld,“ sagði Magn- ús Þór Hafsteinsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins. Magnús kom nýr inn á þing síðasta vor og var því að ljúka sínu fyrsta ári á Alþingi. „Þetta er mikil reynsla, eldskírn eins og þingstörfum var háttað í vetur. Það sem einkenndi þingstörfin er þetta sér- kennilega andrúmsloft sem ríkir inni á Alþingi. Gjáin milli stjórnar og stjórnarandstöðu er djúp og virðist sífellt dýpka. Á móti kemur að stjórn- arandstaðan náði mjög vel saman. En þó að þingfundum hafi verið frestað eru þingmenn ekki allir komnir í sumarfrí. Þing- menn Frjálslyndra legg- ja strax eftir hvítasunnu land undir fót og vitja kjósenda, eins og Magn- ús Þór orðaði það. ■ Ögmundur Jónasson: Blikur á lofti ALÞINGI „Þetta hefur verið óvenju hart átakaþing. Það má heita að síðari hluta árs þá hafi þingið nánast leikið á reiðiskjálfi og það er ekki séð fyrir endann á þeim skjálftum. Mér segir hugur um að sprungurnar sem þessir skjálftar hafa myndað séu ekki einvörð- ungu á milli stjórnar og andstöðu heldur teygi þær sig einnig inn í stjórnarlið- ið,“ sagði Ögmundur Jón- asson, þingflokksformað- ur Vinstri grænna. „Átökin, sem hófust á vordögum, kristölluðust í fjölmiðlafrumvarpinu, en ekki síður að því er ég held, í átökum um stjórnarstefn- una til framtíðar. Ég held að við stöndum frammi fyr- ir einu stóru spurninga- merki,“ sagði Ögmundur. „Það sem mér finnst ánægjulegast eftir vetur- inn er hve góð samstaða myndaðist með stjórnar- andstöðuflokkunum. Við náðum saman um ýmis grundvallarmálefni og ég hef trú á því að það sé nokkuð sem við getum byggt á til framtíðar. ■ Kristján Möller: Stjórnin lemstruð ALÞINGI Þessi fyrsti vetur eftir kosningar er búinn að vera frábær hjá þing- flokki Samfylkingarinn- ar og erum við stolt af störfum okkar. Jafnaðar- menn hafa aldrei haft jafnmarga þingmenn og nú, tuttugu. Það sem ber hæst er endirinn, þetta dæma- lausa fjölmiðlafrum- varp og það að við fór- um þrjár vikur yfir áætluð starfslok. Það sem einkenndi þingstörfin á árinu voru hinar heiftarlegu deilur sem sköpuðust vegna hins sérkennilega fjöl- miðlafrumvarps. Reynd- ar sér ekki fyrir endann á því máli og eru blikur á lofti. Það er ljóst að ríkis- stjórnin kemur lemstruð undan þessum vetri. Samkomulag innan stjórnarflokkanna er ekki eins gott og foringj- arnir vilja láta skína í. Það verður merkilegt að koma til þings í haust með nýjan forsætisráð- herra, nema að það breytist í sumar. ■ Íran Mannskæður jarðskjálfti TEHERAN, AP Í það minnsta sex létu lífið og um 30 slösuðust í jarð- skjálfta sem reið yfir norðanvert Íran í gær. Jarðskjálftafræðistofn- un í Teheran mældi styrk skjálft- ans 5,5 á Richter-kvarða en Jarð- fræðistofnun Bandaríkjanna 6,2. Miðja skjálftans var undir þorp- inu Baladeh, um 70 kílómetra norð- austur af Teheran. Skjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan fimm síðdeg- is. Tólf eftirskjálftar fundust, sá stærsti þeirra mældist 4,4. Í desember í fyrra létust 26.000 manns þegar skjálfti upp á 6,6 á Richter reið yfir borgina Bam. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.