Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 8
8 29. maí 2004 LAUGARDAGUR AUÐMAÐUR Á LEIÐ Í FANGELSI Mikhail Khodorkovsky, auðugasti maður Rússlands, mætti í réttarsal eftir að hafa verið sjö mánuði í fangelsi en réttarhöld- unum var strax frestað í tíu daga. Hann er ákærður fyrir fjármálamisferli. Milljóna-Svíinn var bæði með nýja og notaða seðla: Grunur um uppruna fjársins LÖGREGLUMÁL Milljónirnar tvær sem fundust á sænskum manni í Leifsstöð á föstudaginn fyrir rúmri viku voru bæði í notuðum og nýj- um seðlum. Maðurinn hafði dvalið hér á landi síðan 6. apríl. Hann hafði gist á ýmsum gistiheimilum, bæði í Reykjavík og Kópavogi. Þegar á dvölina leið leigði hann sér herbergi, sem hann bjó í þar til hann hugðist yfirgefa landið. Maðurinn er fæddur í Tyrk- landi, en með sænskan ríkisborg- ararétt. Hann er grunaður um af- brot af ýmsu tagi í ýmsum löndum. Það var 21. maí sem maðurinn, sem er um fimmtugt, var handtek- inn í Leifsstöð. Hann var þá á leið í flug til Bretlands. Hann reyndist vera með 2 milljónir íslenskra króna á sér, alla upphæðina í fimm þúsund króna seðlum. Peningunum hafði maðurinn komið fyrir í vös- um sínum, bæði í jakka og buxum. Handtökuna bar þannig að, að óeinkennisklæddur lögreglumað- ur veitti manninum eftirtekt. Maðurinn var handtekinn og úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 26. maí. Varðhaldið var síðan fram- lengt til 11. júní. Málið er í rannsókn hjá rann- sóknarlögreglunni á Keflavíkur- flugvelli. Hún verst allra fregna af rannsókninni, en talið er að milljónirnar tvær hafi verið fengnar með vafasömum hætti. Lögreglan hefur ákveðinn grun um hvar maðurinn fékk pening- ana og beinist rannsóknin að ákveðnum aðilum hér á landi. ■ Friðarsamkomulag: Gæti þýtt frið víðar SÚDAN, AP Stjórnvöld í Súdan segja friðarsamkomulag sem náðist við uppreisnarmenn í suðurhluta landsins vera til þess fallið að auka líkur á friði í Darfurhéraði í vesturhluta landsins. Friðarsamkomulagið bindur endi á 21 árs langt borgarastríð sem hefur kostað meira en tvær milljónir manna lífið, einkum vegna hungursneyða. Uppreisnin í Darfur, sem tengist hinum átökun- um ekki, hófst á síðasta ári og hef- ur kostað þúsundir lífið. Talsmenn stjórnvalda segja aðild uppreisn- armanna í suðri að ríkisstjórn von- andi draga úr tortryggni uppreisn- armanna í Darfur. ■ STRAND Ljóst er að skemmdir urðu á skrokki vikurflutningaskipsins Herness þegar það strandaði á varnargarði við innsiglinguna í Þorlákshöfn á miðvikudag. Vitað var að stýri skipsins hefði laskast en þegar kafað var meðfram skip- inu síðdegis á fimmtudag komu frekari skemmdir í ljós. Ekki er búið að ákveða hvort gert verði að skemmdum Herness hér á landi eða hvort það verði dregið til útlanda, að sögn Guð- mundar Ásgeirssonar, stjórnarfor- manns Nesskipa. „Það er verið að afferma skipið og við tökum ákvörðun um hvað skal gera að því loknu,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Vikurinn sem var um borð verður fluttur í annað skip sem fermir það til Álaborgar, en þangað var Hernes að leggja af stað þegar það tók niðri á sand- hrygg við innsiglinguna í Þorláks- höfn. Guðmundur treysti sér ekki til að leggja mat á hversu mikið hið fjárhagslega tjón væri: „Það er heilmikið. Við fáum bara alls eng- an meðvind í þessu máli.“ ■ Tónlistartorg Listahátíðar í Kringlunni Dagskrá í dag kl. 14 Hundur í óskilum Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen. TIL BRETLANDS Svíinn var á leið í flug til Bretlands. Banaslys á Spítalastíg: Nafn hinnar látnu BANASLYS Konan sem lést í umferð- arslysi síðastliðinn mánudag, eftir að hafa orðið fyrir bíl á Spítalastíg í Reykjavík, hét Unnur Sigurðar- dóttir, til heimilis að Laufásvegi 25. Hún var 89 ára að aldri og læt- ur eftir sig eina dóttur. ■ FRIÐARSAMKOMULAGI FAGNAÐ Einni blóðugri borgarastyrjöld er að ljúka en önnur nýlega hafin. LANDSBJÖRG Björgunarskipið Einar Sigurjónsson fór í gærmorgun til aðstoðar sex tonna sómabáti sem var vélarvana um 30 sjómílur norðvestur af Hafnarfirði. Björg- unarsveit Hafnarfjarðar barst beiðni um aðstoð á tíunda tíman- um í gærmorgun og dró Einar Sig- urjónsson bátinn til hafnar. Talið er að drifbúnaður bátsins hafi bil- að og gat hann af þeim sökum ekki komist af sjálfsdáðum til hafnar. Gott veður var á þessum slóðum og engin hætta á ferðum. ■ Björgunarskip sótti sex tonna bát: Varð vélarvana EINAR SIGURJÓNSSON Björgunarskip Landsbjargar sótti sex tonna sómabát sem varð vélarvana um 30 sjómíl- ur norðvestur af Hafnarfirði í gærmorgun. ■ KJARAMÁL SAMIÐ VIÐ LYFJAFRÆÐINGA SA hafa samið við Lyfjafræðingafé- lag Íslands vegna apóteka. Samn- ingurinn, sem gildir til ársloka 2007, kveður á um 3,25 prósenta upphafshækkun frá 1. júní. Augusto Pinochet: Sviptur friðhelgi CHILE, AP Dómstóll í Chile hefur úr- skurðað að sækja megi Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra, til saka fyrir mannréttindabrot sem voru framin í stjórnartíð hans. Óvíst er þó að Pinochet þurfi að svara til saka því hægt er að áfrýja til hæstaréttar sem hefur áður dæmt að Pinochet sé of hrumur til að hægt sé að rétta yfir honum. Fyrir tveimur árum sögðu læknar að Pinochet gengi ekki heill til skógar. Það ásamt því að hann hefur þrisvar fengið hjar- taslag, þjáist af gigt og sykursýki varð til þess að ekki var réttað yfir honum þá. ■ Hernes meira laskað: Skemmdist á skrokki HERNES VIÐ VARNARGARÐINN. Ekki liggur fyrir hvort skipið verður lagfært hér heima eða dregið út. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.