Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 16
Tilfærslur á krónum og aurum Kann ekki að plata Pétur Blöndal er miils virði þeim sem eru á móti fjölmiðlalög- um Davíðs Odds- sonar. Það var Pétur sem upplýsti að þingflokk- u r Sjálf- stæðisflokks hafi byrjað að ræða varnir gegn Fréttablaðinu og öðrum fjölmiðlum Norðurljósa snemma á árinu þegar ljóst þótti að flokkurinn kæmi aldrei böndum á fjölmiðlana. Í morgunþætti Stöðvar 2 var Pétur að ræða hvort forsetinn skrifi undir fjölmiðlalög Davíðs eða ekki. Pétur sagði að þar sem forsetinn hefði skrifað undir lög sem beindust gegn þúsundum öryrkja myndi hann örugglega skrifa undir lög sem beindust gegn einum auðhring. Pétur hefur tekið af öll tvímæli um að fjölmiðla- lög Davíðs eru ekki almenn, aðeins beint gegn þeim sem eru honum ekki að skapi. Fréttir frá eigendum Þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða frá menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, við fréttum um að ESA væri að skoða rekstur RÚV, kom skýrt fram hjá aðstoðarmanni ráðherrans, Steingrími Sigurgeirssyni, að í ráðuneytinu væri gert ráð fyrir að fréttin hefði borist Fréttablað- inu frá Norðurljósum. Svo er auðvitað ekki því þá hefði blaðið vitað, þegar fréttin var skrifuð, hver kærandinn er. Aðstoðarmaður inn virtist undrandi á að blaðið flytti sjálfstæð- ar fréttir. Hvort það hafi eitthvað með for- tíð aðstoðarmannsins að gera er ekki víst, en allt þar til hann varð aðstoðarmaður ráð- herra var hann blaðamað- ur á Morgunblaðinu. Ekki fyrir löngu voru flestir á Ís- landi fæddir til fátæktar fremur en auðs. Þá ríkti sú skoðun að peningar væru synd gegn trúnni á Jesú. Kirkjan ól á þeirri hug- mynd að auður sé synd með prestum sem húsvitjuðu til að tryggja framgang hennar og lestrarkunnáttu barna. Samt komust sumir í álnir með dugn- aði og því að spara allt við sjálfa sig og aðra. Þannig urðu til dug- legra drottnandi fjölskyldur. En þrátt fyrir sparnað og aðgæslu virtist bölvun hvíla á afkomend- um þeirra. Fyrr en varði var auðurinn rokinn út í veður og vind með syndum svartra sauða og veldið hrundi. Með komu Kanans urðu um- brot og hugarfarsbreyting hvað varðar ásókn í fé. Jafnvel fólk á útkjálkum, sem hafði ekki í manna minnum stolið kríueggi frá bónda hinum megin við læk- inn, gekk grátandi frá ástkærum stöðum upp á Völl í þjónustu við bandaríska herinn. Innann skamms höfðu þessir dugnaðar- forkar slegið hring um öskutunnur hans og eignað sér innihaldið. Þannig mynduðust al- þýðlegir auðhringar fyrrum fá- tæklinga og hinn svonefndi „öskutunnuaðall“ sem margir öf- unduðu af einokunarvaldi yfir tunnum, nema þeir sem þá var sagt um að gætu hvorki né vildu koma sér áfram í lífinu sökum kommúnisma og leti. Nú fór lífið í landinu að snúast um meginhugmynd: Trú á frjálst framtak einstaklings- ins. Eina fólkið sem var undan- tekning í snúningnum voru kjós- endur Sameiningarflokks al- þýðu Sósíalistaflokksins. Það er að segja uns í röðum þeirra vaknaði spurning: „Hví skyldu sósíalistar ekki láta sér líða vel eins og aðrir?“ Eftir mikla um- ræðu kom svarið: „Við höfum rétt til munaðar, því tilgangur- inn með sósíalisma er það loka- stig velmegunar sem kommún- isminn veitir“. En sósíalistar máttu ekki njóta munaðar með sama hætti og úrbeinaðir kratar sem seldu íhaldinu lærleggi sína til að liggja eins og kjötflykki í kjöltu þess og hernámsliðsins. Með öskutunnuaðlinum og öðrum á vegum einkaframtaks- ins urðu til nýríkir. Þeir sýndu sig og sáu aðra akandi á stórum bílum, áttu kvenforka sífellt að kaupa og selja, og stór hús með „holi“ og teppum út í horn. Krakkarnir sem stefndu á frægð í Ameríku. Þegar fram liðu stundir sjatnaði í kraumandi kjötkatli stéttamyndunar á Íslandi, flotið efra rann saman við soðið neðra og úr varð þjóðargrautur með samræmdu bragði. Einu gilti hverju fór fram í potti auðs og stétta, ætíð brann sami eldur undir honum í tveimur logum, Sjálfstæðisflokks og Morgun- blaðs, þangað til nýfrjáls- hyggjan kom með kenningu um einkavæðingu og óhefta sam- keppni. Hún gafst vel í byrjun. Ekki varð þverfótað fyrir fram- taki og gróða. Þá kom fram nýr angi af öskutunnuaðli samfara gamalli trú að fé fylgi synd og prestar fóru á kreik. Einn góðan veðurdag vaknaði frjálshyggjan við þann vonda draum að skot einkaframtaksins hafði hlaupið aftur úr hagla- byssu hennar og hæft hana í andlitið: Frelsið til auðs hafði fært einokun á hendi rangra manna með baugskatla sem undir brann eigin logi, ekki Sjálfstæðisflokks og Morgun- blaðs. Stofnuð hafði verið sjón- varpsstöð og útvarp og hinir rangstæðu eigendur gáfu meira að segja út ókeypis blað handa fólki með flettiþörf fremur en lestraráhuga. Til að kóróna allt höfðu þeir meiri hæfileika og kraft til framrásar innan lands og í útlöndum en sjálfstæðis- og morgunblaðsmenn, fæddir til auðs og valda á skerinu. Eina ráðið gegn þessu var að setja lög á Alþingi sem lögðu hömlur á einkaframtakið því of mikil samþjöppun hefði orðið í fjálmálaheiminum sem kæmi í veg fyrir frjálsan anda í fjölmiðl- um. Vegna offors við setningu laganna var engu líkara en verið væri að bjarga frá glötun ís- lenskri menningu sem jafnaðist á við þá hjá Evrópusambandinu, þótt allir viti að sama efnið vell- ur í öllum íslenskum fjölmiðlum frá fólki sem ráfar milli þeirra ekki ólíkt rollum á afréttum, reyndar ekki upp tinda eins og hún í leit að nýjum grösum, held- ur sífellt með sama munntóbakið sem er vægast sagt ekki upp á marga fiska. ■ Á stæða er til að efast um að það sé skynsamleg regla aðforseti Íslands geti synjað lögum frá Alþingi staðfestingarog skotið þeim til úrskurðar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hætt er við að beiting slíks valds skapi óvissu og óstöðugleika í stjórn- kerfinu og geri starfsskilyrði Alþingis og ríkisstjórnar hverju sinni erfið. Forsetaembættið mundi jafnframt breyta um eðli; í stað þess að vera sameiningartákn þjóðarinnar yrði það pólitísk valdastaða sem keppt yrði um með tilheyrandi ófriði og flokkadráttum. Forseti Íslands sæti ekki lengur á friðarstóli. Betra og rökréttara væri að stjórnarskráin geymdi ákvæði um rétt tiltekins fjölda kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um brýn málefni. Slík skipan er augljóslega einnig lýðræðislegri en hin matskennda - jafnvel duttlungafulla - regla forsetavaldsins. Hitt er svo annar handleggur að ástæðulaust er að mikla fyrir sér framkvæmdaatriði þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands kynni að vilja beita sér fyrir á grundvelli svokallaðs málskotsrétt- ar í 26. grein stjórnarskrárinnar. Engin rök eru fyrir því að slík at- kvæðagreiðsla skapaði „allsherjar öngþveiti“ í þjóðfélaginu, svo vitnað sé til ummæla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Við- skiptablaðinu í vikunni. Einfalt er að semja og setja lög um slíkar kosningar og framkvæmd þeirra þarf ekki að verða flóknari en t.d. forsetakosninga. Ekki er útilokað að forseti Íslands kunni innan fárra daga að beita málskotsréttinum í fyrsta sinn í sextíu ára sögu lýðveldisins. Er líklegt að það verði réttlætt með því að breið gjá sé á milli þings og þjóðar varðandi fjölmiðlalögin nýju; lög sem margir telja að feli í sér atlögu að þýðingarmiklum réttindum. Hafa sem kunnugt er tugþúsundir landsmanna skorað á forsetann að vísa lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoðanakannanir sýna og yfirgnæfandi stuðning við þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin. Svo er ekki unnt að horfa fram hjá ábyrgð stjórnmálamanna á framvindu mála; sumir ráðherrar og þingmenn hafa storkað forset- anum svo að undanförnu að mörgum virðist hann nauðbeygður - persónulegs heiðurs síns vegna og virðingar embættisins, ef ekki af fúsum vilja - að beita málskotsákvæðinu. Verði sú niðurstaðan er mikilvægt að skynsamir menn í öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi sameinist um að slík þjóðar- atkvæðagreiðsla verði íslenska lýðveldinu, embættum þess og stofnunum, til sóma. Í kjölfarið er rétt að alþingismenn íhugi vandlega að breyta stjórnarskránni þannig að málskotsréttur forsetans verði afnuminn, svo embættið verði öðru fremur tákn- ræn tignarstaða. Jafnframt verði réttur almennings til að krefast almennra kosninga um umdeild málefni líðandi stundar bundinn í stjórnarskrána. ■ 29. maí 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Rétturinn til að ákveða þjóðaratkvæðagreiðslu um um- deild málefni verði færður frá forsetanum til kjósenda. Í fyrsta og síðasta sinn ORÐRÉTT Einn er ánægður Ungu þingmennirnir létu [árásirn- ar vegna fjölmiðlafrumvarpsins] ekki buga sig og þeir hafa stórvax- ið allir í mínum augum fyrir það. Davíð Oddsson forsætisráðherra. Viðskiptablaðið 28. maí. Fjölbreytni aukist Fjölbreytni í fjölmiðlun hefur ekki verið meiri um langt skeið. Faglegur metnaður blaðamanna hefur aukist. Einar Karl Haraldsson, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viðskiptablaðið 28. maí. Ekki hægt að sanna? Það er oft deilt um það hvort 2x2 séu fjórir eða eitthvað allt annað. Það er víst ekki hægt að sanna það eða afsanna. Víðir Kristjánsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Morgunblaðið 28. maí. Davíð og rauðvínið Nafntogaður rithöfundur sem ég þekki segir: „Einu vandamál Ís- lands eru persónuleiki forsætis- ráðherra og of hátt verð á rauð- víni“. Egill Helgason sjónvarpsmaður. DV 29. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Betra og rökréttara væri að stjórnarskráin geymdi ákvæði um rétt tiltekins fjölda kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um brýn málefni. Slík skipan er augljóslega einnig lýðræðislegri en hin mats- kennda - jafnvel duttlungafulla - regla forsetavaldsins. ,, Í DAG VANDI FRJÁLSHYGGJUNNAR GUÐBERGUR BERGSSON Einn góðan veður- dag vaknaði frjáls- hyggjan við þann vonda draum að skot einkafram- taksins hafði hlaupið aftur úr haglabyssu hennar og hæft hana í andlitið: Frelsið til auðs hafði fært einokun á hendi rangra manna með baugskatla sem undir brann eigin logi, ekki Sjálfstæðis- flokks og Morgunblaðs. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 degitildags@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.