Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 21
Fyrstu íslensku viðskiptalögfræðingarnir Í dag, laugardag, mun Viðskipta- háskólinn á Bifröst útskrifa við- skiptalögfræðinga fyrstur háskóla á Íslandi. Viðskiptalögfræði er þriggja ára nám til BS-gráðu sem blandar saman greinum viðskipta- og lögfræði þannig að úr verður hagnýt blanda fyrir þá sem vilja hasla sér völl úti í atvinnulífinu. Námið er sniðið að þörfum atvinnu- lífsins og markmið þess er að veita hagnýtan og fræðilegan undirbún- ing að störfum sérfræðinga og stjórnenda. Það má segja að við- skiptalögfræðingur sameini kosti tveggja sérfræðinga; viðskipta- fræðings og lögfræðings, og mun í einhverjum tilfellum geta komið í stað þeirra í fyrirtækjum og stofn- unum. Nýútskrifaðir viðskiptalögfræð- ingar munu hefja fjölbreytt störf að lokinni útskrift. Sumir þeirra hafa fengið vinnu við ráðgjafarstörf í bönkum og fjármálafyrirtækjum, aðrir í verslunar- og þjónustustörf- um og enn aðrir við rannsóknar- störf. Margir nemenda hyggja á framhaldsnám í haust. Viðskiptalög- fræðingar geta valið ýmsar náms- leiðir að loknu grunnnámi. Þannig hafa sumir þeirra ákveðið að menn- ta sig frekar í lögfræði og viðskipta- lögfræði en aðrir kjósa að sérhæfa sig á sviði viðskipta- eða markaðs- fræði, í stjórnun eða hagfræði. Með því að hefja nám við ný- stofnaða lögfræðideild á Bifröst fyrir þremur árum samþykktu nemendurnir að verða ákveðnir frumkvöðlar. Þeir nemendur sem fyrstir fara í nýja deild í háskóla fá nefnilega að taka á vissan hátt þátt í mótun námsins. Þegar við hófum nám á Bifröst vorum við bjartsýn um að þetta væri rétt nám fyrir okkur, væri krefjandi, áhugavert og skemmtilegt, en vissum í raun samt ekkert hvað framtíðin bæri í skauti sér. Það er skoðun útskriftarnema að námið á Bifröst hafi staðið undir væntingum og gott betur. Sú hug- mynd sem viðskiptalögfræðinám byggir á er snjöll og hagnýt og er það von okkar að viðskiptalögfræð- ingum verði vel tekið af atvinnulíf- inu, líkt og í nágrannalöndum okkar, þar sem boðið hefur verið upp á nám af þessu tagi í nokkur ár. Nýverið stofnuðu útskriftar- nemar á Bifröst Félag viðskipta- lögfræðinga á Íslandi. Markmið félagsins er að standa vörð um hagsmuni viðskiptalögfræðimennt- aðs fólks hér á landi, efla sam- heldni stéttarinnar og stuðla að vísindalegum rannsóknum á sviði viðskiptalögfræði. Félagið hefur einnig það markmið að kynna við- skiptalögfræðinga og viðskiptalög- fræði. Stofnun félagsins mun verða formlega staðfest af útskrifuðum viðskiptalögfræðingum við út- skrift þeirra á Bifröst í dag. Það er ljóst að í dag verður brot- ið blað í íslenskri menntasögu þegar ný stétt sérfræðinga kemur fram. Viðskiptaháskólinn á Bifröst fékk skilaboð frá atvinnulífinu fyrir nokkrum árum um að það vantaði nýja tegund viðskiptamenntaðra einstaklinga. Kallinu var svarað og í dag sýnir skólinn og sannar að hann er enn fremstur meðal þeirra skóla sem mennta stjórnendur fyrir atvinnulífið og samfélagið. Höfundur er formaður Félags viðskiptalögfræðinga á Íslandi. 21LAUGARDAGUR 29. maí 2004 Langt frá veruleikanum Sú mynd sem dregin hefur verið upp af Evrópusambandinu hérlendis í tengslum við útfærslu þess er einhliða og langt frá veruleikanum. Öðrum þræði er hún lituð af viðhorfum aftan úr kaldastríðinu þar sem mælikvarðarnir voru svart og hvítt. Af hálfu Samfylkingarinnar, samtaka iðnrek- enda og annarra þeirra sem keppa að að- ild Íslands að Evrópusambandinu er forð- ast að ræða hlutlægt um hvað í henni felst. Fræðsla um innviði þessarar 400 miljón manna samsteypu, stofnanir hennar og grundvallarreglur er í lágmarki. Hjörleifur Guttormsson á heimssyn.is Kjaftasaga um Deigluna Hef eins gaman að góðum kjaftasögum og hver annar, sérstaklega þær sem á ein- hvern hátt snúa að manni sjálfum. Þannig heyrði ég í vikunni að Baugur Group hefði keypt Deigluna. Þetta hefur höfundum sögunnar fundist liggja í augum uppi fyrst Deiglan hefur tekið afstöðu gegn fjölmiðla- frumvarpinu. Það vill nú reyndar svo til að undirritaður er stjórnarformaður útgáfufé- lags Deiglunnar og eini eigandi. Hingað til hefur enginn sýnt áhuga á því að leggja peninga í reksturinn og enn síður að kaupa allt klabbið. ... En greinilega er markaður- inn farinn að taka eftir hinu öflugu starfi á Deiglunni og það er spurning hvort hægt væri að kynda undir þessum kjaftasögum og pumpa upp verðið. Tekist á um yfirráð yfir Deiglunni er fyrirsögn sem á kannski eftir að sjást. Borgar Þór Einarsson á borgar.blogspot.com Þvílík ósvífni Framsóknarmaðurinn Hjálmar Árnason, sem hélt hina ógleymanlegu öfugmæla- ræðu um Berlusconi þegar hann „rök- studdi“ atkvæði sitt um lög gegn fjölmiðl- um og málfrelsinu, bítur þó höfuðið af skömminni þegar hann reynir að verja að- förina að sjávarbyggðunum með einhverju ómerkilegu hjali um fjölskylduvæna at- vinnustefnu. Þvílík ósvífni! Og þá sérstak- lega í ljósi þess að Hjálmar hefur skreytt sig með því að vera talsmaður þess að athuga beri að taka upp sóknarkerfi eins og vel hefur gefist í Færeyjum. Sigurjón Þórðarson á xf.is Launamunur kynjanna Góður grunnur hefur verið lagður að jafn- rétti kynjanna á íslenskum vinnumarkaði, aðgangur að menntun er jafn og lagalegt umhverfi er til staðar. Af einhverri ástæðu eru konur þó enn með lægri laun og í færri stjórnunarstöðum innan fyrirtækja. Nýleg skýrsla um efnahagsleg völd kvenna sýnir að enn er til staðar kynbundinn launamun- ur í samfélaginu og hafa konur um 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma. Skýra má 21-24% launamunarins með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi. Eftir stendur 7,5- 11% launamunur sem stafar af því að hjónaband, barneignir og fleira hefur önn- ur áhrif á laun kvenna en karla. Guðríður SIgurðardóttir á tikin.is AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. hverja! Veldu ... og flú fær› vanda›an leslampa 3frábærar kiljur245á a›eins kr. Me› flví a› skrá flig í Ugluna – íslenska kiljuklúbbinn tryggir flú flér áskrift a› vöndu›um og áhugaver›um kiljum á bestu kjörum sem bjó›ast á marka›num. Sex til sjö sinnum á ári fá félagarnir pakka me› flremur n‡jum kiljum og grei›a a›eins 580 kr. fyrir hverja kilju auk sendingargjalds. Í hverjum pakka eru a› jafna›i ein spennusaga, ein íslensk skáldsaga og eitt erlent skáldverk. Alkemistinn fiessi tímalausa og töfrandi saga hefur fari› sigurför um heiminn. Flateyjargátan Margslungin og spennandi sakamálasaga um lík sem finnst í útskeri á Brei›afir›i. Rokka› í Vittula Ein vinsælasta skáldsaga sí›ari ára á Nor›urlöndum. Paula Heillandi saga flar sem skáldkonan fjallar um erfi›ustu andartök ævi sinnar. ISABEL ALLENDE Kr‡ningarhátí›in Sameinar á undraver›an hátt anda gömlu rússnesku meistaranna og glæpasögur nútímans. Svartir englar Kona hverfur sporlaust og óvenju umfangsmikilli lögreglurannsókn er hrundi› af sta›. Hra›ur taktur og spenna. Lovestar Brjálæ›isleg skáldsaga um ástina, dau›ann og gu› flegar stemningin hefur teki› öll völd. firi›ji tvíburinn Hörkuspennandi bók eftir mestöluhöfundinn Ken Follett um ótrúlega uppgötvun vi› rannsókn á árásargirni út frá erf›um. Mammútafljó›in Önnur bókin um stúlkuna Aylu sem stendur frammi fyrir miskunnarlausu vali milli tveggja manna sem hún elskar. Átta gata Buick King fjallar hér um hrifningu okkar á dau›um hlutum og ógnina og hugrekki› sem vi› fyllumst frammi fyrir flví ókunna. Paradís firi›ja bókin í sjálfstæ›ri rö› um bla›akonuna Anniku Bengtzon eftir einn vinsælasta glæpasagnahöfund á Nor›urlöndum. Höll minninganna Mögnu› skáldsaga um Íslending sem hvarf a› heiman og enda›i sem einkafljónn hjá bandarískum au›k‡fingi. Dóttir beinagræ›arans Hrífandi skáldsaga sagnameistarans Amy Tan sem teflir hér saman ólíkum menningarheimum. Á villigötum Lögregluforingjanum Kurt Wallander er svipt úr sumarsælunni og inn í atbur›arás af d‡rslegum mor›um. 522 2020 eða skráðu þig á klubbar.is Hringdu strax Bóksalinn í Kabúl Í einni umtölu›ustu bók ársins er l‡sing á lífi fjölskyldu sem leitar frelsisins í hinu n‡ja Afganistan. PAULO COELHO VIKTOR ARNAR INGÓLFSSONMIKAEL NIEMI BORIS AKÚNIN ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON ANDRI SNÆR MAGNASON ÅSNE SEIERSTADLIZA MARKLUNDKEN FOLLETTHENNING MANKELL STEPHEN KING ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSONJEAN M. AUELAMY TAN Handhægur leslampi sem au›velt er a› taka me› í fer›alagi› og kemur sér vel flegar skyggja tekur. Veldu þrjár af kiljunum hér að neðan: Að gjöf! UNNAR STEINN BJARNDAL UMRÆÐAN VIÐSKIPTA- LÖGFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.