Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 29. maí 2004 31 Krydd í grillveruna! ME‹ PE ST Ó • M E‹ PESTÓ • M E ‹ P ESTÓ• Prófa›u kryddsmjör me› pestó flegar flú vilt hafa matinn me› ítölskum blæ. fia› er tilvali› me› fiski, kjúklingi, í pastarétti og hva›eina sem flér dettur í hug... www.ostur . is Gott er a› hafa mismunandi tegundir af kryddsmjöri vi› höndina til a› töfra fram rétta brag›i› hverju sinni. Kryddsmjör er t.d. ómissandi me› grillkjötinu, böku›u kartöflunni, grilla›a maískólfinum – e›a ofan á snittubrau›i›! Veldu flitt uppáhaldsbrag›! N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 2 3 9 0 • s ia .is maður festist í ákveðnum viðskiptavinum, staðni og verði einhæfur.“ Þegar þarna var komið ákváðu þeir Jónsi og Gary að halda heim til Íslands aftur, en mikil straumhvörf urðu í Bandaríkjunum á sama tíma þegar árásir voru gerðar á Tvíburaturnana og Pentagon þann 11. sept- ember 2001. „Bæði hlökkuðum við til að koma heim með nýjan vísdóm, en svo gerði maður sér grein fyrir því að helst þurfti maður að vera fæddur og uppalinn Bandaríkjamaður til að geta unnið úti eftir hryðju- verkin og geta tekið þátt í amerískri þjóðerniskennd af heilum hug og húmorslausu umhverfi auglýsingamarkaðarins í kjölfarið.“ Bestu hugmyndirnar heima í rúmi Þeir Jónsi og Gary eru titlaðir hugmynda- og listrænir stjórnendur, sem þýðir að þeir eru ábyrgir fyrir allri hugmyndavinnu og útliti sem kemur frá stofunni. Gary segist fá fæstar hugmyndir í vinnunni eða á skrifstofutíma. „Hugmyndir sækja oftast að mér á kvöldin; þegar ég er kannski að keyra í umferðinni eða þá nývaknaður á morgnana, en þá er maður svo skarpur í hugsun. Drauma man ég hins vegar sjaldan þótt þeir kunni að vera uppspretta hugmynda fyrir marga. Mig dreymir hvort eð er bara fótbolta allar nætur. Ég er fótbolta- maður af lífi og sál, hef þjálfararéttindi frá UEFA og er aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins undir 19 ára, sem og meðlimur í Unglinganefnd kvenna hjá KSÍ. En mín stóra ást í lífinu er án efa Southampton í ensku deildinni.“ Jónsi segir algengan misskilning að menn verði að vera í skapandi umhverfi til að fá góðar hugmyndir. „Hugmynda- vinna er eins og hver önnur vinna og góð hugmynd uppskera mikillar vinnutarnar. Maður þarf ekki að fara á Esjuna. Þegar pressan er mikil vakna ég stundum í góðu skapi yfir því að hafa fengið hugmynd í draumi en þegar ég fer að rifja hana upp átta ég mig á því að það er engin hugmynd. Segir mér kannski hvað ég á erfitt með að skilja vinnuna eftir fyrir utan svefnherbergið áður en ég fer að sofa.“ Í hugmyndalegu samhengi segir Gary mikilvægt að hafa loftnetið úti til að meðtaka skilaboðin. „Um daginn vorum við í stökustu vandræðum að útfæra prentauglýsingu fyrir Símann um GSM-greiðslu. Vandamálið var að sýna á myndrænan hátt einn af kostum GSM-greiðslna, sem er millifærsla, en hvernig var hægt að mynda hana á athyglisverðan hátt? Jæja. Ég held svo af stað til tannlæknis og í bílnum lýst niður hugsun- um um tombólu. Hringi í Jónsa og segi: „Hvað með tombólu?“ Jónsi tek- ur mig á orðinu og svarar um leið: „Frábært! Mynd af krökkum með tombólu og á bak við heimatilbúin skilti sem á stendur: „Við tökum GSM-greiðslu.“ Myndefnið gefur þau skilaboð að GSM-greiðsla gerir þér kleift að ganga frá litlum sem stórum greiðslum og millifærslum, hvar og hvenær sem er. Og þannig var hugmyndin komin.“ Jónsi segir það sama hafa gerst þegar þeir Gary unnu að herferð fyrir Thule. „Allt byggðist á einni setningu sem kom upp í hugmynda- vinnunni og var: „Við hefðum aldrei átt að gefa Íslendingum sjálf- stæði“. Þannig var björninn unninn og Danirnir orðnir lykilmenn í aug- lýsingunni.“ Kröfuhörð þjóð Að sögn þeirra félaga spá Íslendingar mikið í gæði auglýsinga og taka strax eftir þegar handverkið er lélegt. Jónsi segir reyndar allt of margar auglýsingar einkennast af meðalmennsku. „Rannsóknir hafa sýnt að allt að áttatíu prósent auglýsinga skila litlum sem engum ár- angri. Niðurstaðan gefur auglýsingabransanum vont orð, en sökin ligg- ur ekki öll okkar megin. Grunnur að góðri auglýsingu stendur og fellur með samstarfi auglýsingastofu og við- skiptavinar; byggir á gagnkvæmri virð- ingu, trausti og skilningi á markmiðum auglýsandans sem og útfærslu hug- mynda auglýsingastofunnar.“ Og Gary segir kúnst að gera auglýs- ingar fyrir íslenskan markað. „Íslendingar sætta sig aldrei við það næstbesta og eru kröfuharðir. Þjóðin er frekar loðin um lófana og sömuleiðis vel menntuð. Þetta er veraldarvant fólk sem sér auðveldlega í gegnum hlutina og því er krafan um góða auglýsingu rík hjá ís- lenskum neytendum. Við erum meðvitað- ir um að auglýsingar eru truflun á skemmtun fólks og að þær þurfa að vera skemmtilegar og grípandi.“ Jónsi bendir á að góð auglýsing standi upp úr og minnist á gildi auglýsinga eins og í tilviki Thule um árið. „Herferðin gerði það að verkum að Thule varð næstsöluhæsti íslenski bjórinn, en hafði áður varla selst neitt og átti að hætta í framleiðslu. Á sama tíma dró bjórherferð Egils Skallagrímssonar úr sölu Egils-bjórs. Þannig geta auglýsingar gert mikinn skaða, líkt og þær gera frábæra hluti þegar vel tekst til. Í þessari matreiðslu er ekki til nein örugg uppskrift, en það hefur sýnt sig að bestu auglýsingarnar eru vel undirbúnar; þar sem menn hafa áttað sig á hvað almenningur vill með tilheyrandi rannsókn- um á neytendahópnum.“ Skólasálfræðingurinn ber ábyrgð á auglýsingasnillinni Það er komið að kveðjustund en forvitni leikur á hvort þeir félagar hafi alltaf verið skapandi og fullir hugmyndaríki. Gary hefur orðið: „Ég ólst upp í litlu þorpi við Stonehenge og fólkið mitt var ekkert sérstak- lega skapandi, heldur í byggingabransanum. Ég fylgdi þeim sporum því ég vissi ekki betur. Gekk þó alltaf með þann draum í maganum að vilja skrifa en hafði ekki hugrekki til þess fyrr en ég lagðist í ferðalög um heiminn.“ Og Jónsi segist hafa verið sveitamaður sem krakki og í allt öðrum pælingum en sköpun og listum. „Mér leið alltaf best í minni lopapeysu, gallabuxum og stígvélum með veiðistöng á Vífilsstaðavatni. Ég hafði samt mjög gaman af því að teikna og þá fyrst og fremst skopmyndir af fólki, enda hef ég alltaf verið veikur fyrir skemmtilegum týpum og sög- um af fólki. Vissi ekki hvað auglýsingabransinn var fyrr en ég var send- ur til skólasálfræðingsins fjórtán ára gamall fyrir þær sakir að trufla kennsluna með sífelldum kjaftagangi. Ég var þó jafnan prúður drengur en dró stundum óvart of mikla athygli frá kennaranum með alls kyns skemmtisögum og teiknimyndum úr eigin ranni. Eftir nokkrar mínútur hjá sálfræðingnum sá hann fljótt að ekkert amaði að mér, en opnaði í stað þess augu mín fyrir auglýsingabransanum. Mér fannst það mjög spennandi. Þetta var í eina skiptið sem ég fór til hans, en upphafið að því að ég fór að fylgjast með auglýsingum. Það er því hálfpartinn skóla- sálfræðingurinn sem ber ábyrgð á því að ég hér staddur í dag.“ thordis@frettabladid.is Ég held okkur gangi svona vel að vinna saman vegna þess við berum gagnkvæma virðingu fyrir hvor öðrum og erum meðvitaðir um kosti og galla hvors annars. ,, Maður hefði helst þurft að vera fæddur og uppalinn Bandaríkjamaður til að geta unnið úti eftir hryðjuverkin og tekið þátt í amerískri þjóðerniskennd af heilum hug í húmors- lausu umhverfi aug- lýsingamarkaðsins í kjölfarið. ,, Hvað er flashmob? Í nýlegri auglýsingu Símans má sjá hóp fólks flykkjast niður á Lækjartorg til þess eins að leggjast niður hjá klukkunni gamalkunnu í smástund og halda svo áfram leiðar sinnar. Gjörningur sem þessi kallast Flashmob og er gott dæmi um hvernig hægt er að ná saman stórum hópi fólks með SMS-skilaboðum, símhringingum eða tölvupósti. Með tækninni er kallaður til stór hópur fólks sem aldrei hefur hist áður til að fremja ákveðinn gjörning á fyrir fram ákveðnum stað eftir fyrir fram ákveðnu handriti. Markmiðið er fyrst og fremst að hafa gaman af og brjóta upp hversdagslífið. Flashmob gerist á örfáum mínútum; þátttakendur tala ekkert frekar saman, gera þetta í kaffi- eða matartímanum og halda svo áfram leiðar sinnar eins og ekkert hafi í skorist. Upphaf Flashmob má rekja til New York, en gjörningurinn hefur farið sem eldur í sinu um Bandaríkin og Evrópu. Dæmi um Flashmob-gjörning er að hittast á Austurvelli, fara úr hægri skónum og berja við gangstétt í eina mínútu. Rétt er að benda á íslensku Flashmob-vefsíðuna; www.flashmob.is. FLASHMOB Er stundað um víða veröld. Þessi gjörningur átti sér stað í Lundúnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.