Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 50
Korn er ein þeirra sveita semminnst verður sem braut- ryðjenda í tónlistarsögunni. Um það er engin spurning. Sveitin hefur farið sínar eigin leiðir frá því að hún var stofnuð í smá- bænum Bakersfield í Kaliforníu 1992. Þá bræddu liðsmenn sam- an, undir sterkum áhrifum frá Sepultura, frumlega blöndu fönks, hiphops og metals sem þeir hafa ekki vikið frá síðan. Fjöldi metalsveita opnaði í kjöl- farið fyrir áhrif hiphops í tónlist sína og hrinti Korn þannig af stað nýrri stefnu sem fékk nafn- ið númetall. Liðsmenn sveitar- innar virðast þó ekkert sérstak- lega stoltir af því. Jonathan Davis söngvari reyndi hvað hann gat til þess að skjóta höfði sínum undan þeim hatti í viðtali við Fréttablaðið fyrr í þessum mánuði. Uppreisn fórnarlambsins Korn varð til úr ösku metalsveitarinnar LAPD sem gítarleikararnir James „Munky“ Shaffer og Brian „Head“ Welch, bassaleikarinn Reg- inald „Fieldy Snuts“ Arvizu og trommuleikarinn David Silveria voru allir liðs- menn í. Sveitin gaf út eina breið- skífu, Who’s Laughing Now, árið 1991, áður en þeir komust í kynni við söngvarann Jonathan Davis sem þá var hundóánægð- ur í heimasveitinni Sexart. Dav- is var þá að læra að verða lík- skoðari og þótti all sérvitur. Fljótlega eftir kynnin var Davis boðið í hljómsveitina og tók hún fljótlega eftir það upp nafnið Korn. Sérstæður stíll sveitarinnar vakti strax athygli plötufyrirtækja og Epic bauð best. Snemma voru gítarleikar- arnir byrjaðir að fikra sig áfram með að blanda saman effekta- fullum melódískum gítarstefj- um í niðurföllinn áður en öll sveitin braust út í dramatísk metalriff í rokkaðri köflum. Hrynheitur bassaleikur Fieldy, sem er þekktur fyrir að stilla bassann sinn nokkrum tónum neðar en tíðkast venjulega, er svo mjög einkennandi fyrir hljóm sveitarinnar. Ekki skem- mdi fyrir allsérstætt útlit liðs- manna, sem k l æ d d u s t íþróttafatn- aði og gengu með fléttur í hár- inu. Fyrir vikið var sveitin strax byrjuð að hita upp fyrir hetjur sínar Ozzy Osbourne, Megadeth og Marilyn Manson árið 1993. Það kom svo flatt upp á marga að Davis fjallaði opin- skátt í textum sínum um kyn- ferðisofbeldi gagnvart börnum í textum sínum, og var þá alltaf í hlutverki fórnarlambs. Átakan- legasta dæmið er í laginu Daddy af samnefndri frumraun sveit- arinnar frá árinu 1994. Þar tapp- aði Davis af reiði sinni til for- eldra sinna en þeir höfðu þagað yfir kynferðisofbeldi frænda hans, sem nauðgaði honum reglulega fram til 13 ára aldurs. Í textum sínum var Davis oft- ar en ekki í hlutverki þess sem fann sig ekki alveg í samfélagi sínu. Þannig gátu ráðvilltir ung- lingar um allan heim tengt sig við þá. Þökk sé stórkostlegri upp- tökustjórn Ross Robinson og hversu iðin Korn var við tón- leikahald reis fyrsta platan upp sölulistana hægt og bítandi og komst á endanum í gullplötusölu í Bandaríkjunum. Hróður sveitarinnar hafði aukist til muna þegar kom að útgáfu ann- arar plötunn- ar, Life Is Peachy, og skaust hún beint í þriðja sæti bandaríska sölulist- ans í útgáfuviku sinni þegar hún kom út í október 1996. Gagnrýndir í heimalandinu Eins og flestar þungarokks- hetjur í Bandaríkjunum, þar sem ritskoðun er töluvert meiri en í Evrópulöndunum, komst sveitin í heimsfréttirnar. Það gerðist árið 1998 þegar nemandi í Michigan var rekinn úr skólan- um fyrir að ganga í stutterma- bol með nafni sveitarinnar á. Skólastjórinn hélt því fram að tónlistin væri „smekklaus, klúr og viðbjóðsleg“ og ekki við hæfi fyrir þá ímynd sem skólastjór- inn vildi gefa út. Tímasetningin hefði ekki getað verið betri fyr- ir Korn því þetta gerðist aðeins nokkrum vikum áður en þriðja plata sveitarinnar, Follow the Leader, skilaði sér í plötuhill- urnar. Sú plata varð söluhæsta plata Korn á ferlinum, fór rak- leiðis í efsta sæti sölulistans og festi sveitina í sessi sem stærstu bandarísku rokksveit tí- unda áratugarins. Einnig gerðu sið- prúðari for- eldrar Korn og fleiri sveitir að blóraböggli í leit sinni að sökudólgi v e g n a skotárásanna í Columbine á sama ári þegar í ljós kom að skotárásamennirnir voru aðdá- endur Korn, Rammstein og Marilyn Manson. Með Follow the Leader rataði tónlist Korn upp á yfirborð meg- instraumsins og hefur sveitin náð að halda sér þar á floti frá því. Á plötunni fjallaði Davis í síðasta skipti um kynferðis- ofbeldi frænda síns og fyrstu 12 lögin voru þögn, í samræmi við þau 12 ár sem fjölskylda Davis þagaði yfir heimilisvandamál- inu. Korn náði svo að fylgja gríðarlegum vinsældum eftir með sinni bestu plötu, Issues, sem kom út árið á eftir. Þar náði sveitin að fullkomna hljóm sinn og hefur staðnað eftir það. Plata á hverju ári hér eftir Í viðtali Fréttablaðsins við Jonathan Davis upplýsti hann að Korn hefði tileinkað sér nýja starfshætti. Liðsmenn eru búnir að koma sér vel fyrir og ætla að reyna að gefa út eina plötu á ári hér eftir. Davis sagði sveitar- meðlimi vera að vinna að nýrri plötu og að þeir ætluðu sér þannig að viðhalda þeim takti sem hefur náðst með útgáfum Untouchables frá árinu 2002 og Take a Look in the Mirror frá því í fyrra. Þannig mega aðdá- endur Korn jafnvel búast við nýrri plötu frá sveitinni seint á þessu ári. Ekki er algengt að sveitir leggi út í þetta en markaðslög- málin hafa þróast þannig að tón- listarmenn eyða allt að þremur árum í að fylgja einni plötu eftir. Korn-menn eru þekktir fyrir að spyrna á móti vilja plötufyrirtækjanna sem krist- allaðist í nýjasta myndbandi þeirra, Y’All Want a Single?, þar sem sveitin sést rústa Virgin Megastore-plötuversl- un á milli þess sem stað- reyndum um vaxandi einok- un í tónlistarbransanum er smellt upp á skjáinn. Reiðin er enn til staðar í tónlist Korn og söngvar- inn Jonathan Davis virð- ist enn nota texta sína sem útrennsli fyrir reiði og gremju, þrátt fyrir að hafa fundið lífshamingj- una með velgengni, barn- eignum og edrúmennsku. Þannig að þrátt fyrir að gremjan stjórni ekki lengur lífi Davis, sem átti skiljanlega afskaplega erfiða æsku, þá má alltaf nýta hana til þess að ýta við skáldagyðjunni. Eða eins og Davis orðaði það sjálf- ur í viðtali við Fréttablaðið: „Maður getur alltaf fundið eitthvað sem maður er ekki sáttur við,“ um hvort hann þyrfti að vera reiður til þess að semja. „Þannig að nei, ég verð ekkert að vera reiður þegar ég er að semja en ég verð að finna eitthvað inni í mér sem rótar tilfinningum til.“ biggi@frettabladid.is 34 29. maí 2004 LAUGARDAGUR Opið laugardaga og sunnudaga frá 10-16 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelaleigan.is Frír flutningur á smávélum um helgar Við komum með vélina á staðinn og sækjum hana eftir notkun. Gildir fyrir smávélar og lyftur að 6.0 tonnum, á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Bandarísku brautryðjendurnir í Korn halda tvenna tónleika í Laugardalshöll um hvítasunnuhelgina. Sveitin er án efa ein af stærstu rokksveitum síðasta áratugar. Kornið sem fyllti mælinn KORN Ljóst er að Laugardals- höllin mun nötra yfir hvítasunnu- helgina, enda Korn þekkt fyrir að vera kröftugt og gott tón- leikaband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.