Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 53
                                ! "#   $       %   &  )  #   *++) ), #  ++) )-   #  ++) ). # /# ++)        0  1"   /  0     2 #  "#  &   /# !#  #  "##   #  3       4$   /      "  5  1$/      4$  #           . # +6+7            !   " #  $  %  #                                             LAUGARDAGUR 29. maí 2004 37 Það er mjög mikill munur áhegðun barna á Íslandi og í Kína,“ segir Qing. „Ég man til dæmis þegar ég var barn þá sát- um við bein í baki í skólanum allan liðlangan daginn og stóð- um upp þegar kennarinn gekk í stofuna. Við töluðum líka við kennarana og aðra fullorðna af mikilli virðingu. Munurinn ligg- ur auðvitað í ólíkri menningu þjóðanna.“ Qing segir það ríkan þátt í kínverskri menningu að börn hefji snemma ástundun ein- hverskonar æfinga, hvort sem það er í hljóðfæraleik, bardaga- listum eða einhverju öðru. „Það kemur í ljós um þriggja ára aldurinn hvaða mann börn hafa að geyma. Um það aldursbil má sjá hvað hvernig framtíð ein- staklingsins þróast. Það segja allavega fornar sögur.“ Hún seg- ir mikilvægt fyrir líkama og sál að snemma á ævinni séu lögð drög að því að byggja einstak- linginn upp, því grunnurinn sé svo mikilvægur. „Þetta er bara eins og að reisa hús, grunnurinn þarf að vera traustur svo hægt sé að byggja ofan á hann.“ Fyrir öll börn „Kung fu gagnast öllum börn- um,“ segir Qing, „það gerir svo margt fyrir þau. Jafnvægi kemst á líkama og sál, það bætir einbeitingu barnanna og styrkir heilastarfsemi þeirra. Þá er þetta mjög gott fyrir líkama þeirra, styrkir vöðvana og liðkar skrokkinn.“ Hún segir kung fu bæði fyrir óstýrlát börn sem læri aga og hin hlédrægari og feimnari sem læri að brjótast út úr skeljum sínum. „Þetta snýst fyrst og fremst um innra jafn- vægi, ef það er í lagi þá er allt annað svo miklu auðveldara.“ Börnin komast ekki upp með neitt múður í kung fu tímum hjá Qing og félögum hennar í Heilsudrekanum, þar er aginn í fyrirrúmi. „Þau verða einfald- lega að hlýða og gera það. Æfingarnar eru þannig að þau einbeita sér vel að verkinu og gera það sem þeim er sagt að gera.“ Og árangurinn lætur ekki á sér standa. „Ég sé mjög mikinn mun á börnunum fyrir og eftir námskeið og það er skemmtilegt að sjá hvernig þau læra aga og einbeitingu.“ Æfingarnar eru fyrst í stað leikir ásamt hefðbundnum kung fu æfingum. Börnunum er kennt að mynda raðir, þau eru látin klappa saman höndum tvö og tvö og læra að stjórna líkamanum. Í ofan á lag stunda þau svonefnd- ar kata-æfingar sem margir þekkja. Sjálf hóf Qing ung að æfa tai chi sem er ein af hinum ævafornu kínversku bardagalistum og svip- ar til qi gong sem Gunnar Eyjólfs- son leikari hefur verið svo ötull við að kynna Íslendingum á síð- ustu árum. Í tai chi eru að jafnaði mýkri æfingar en í mörgum öðr- um bardagalistum og býr Qing enn vel að þeim grunni sem hún lagði strax í barnæsku. Hún flutti til Íslands frá Kína fyrir 12 árum og öðlaðist íslenskan ríkis- borgararétt fyrir tæpum áratug. Qing hefur rekið Heilsudrekann undanfarin ár og flutti hún starf- semina nýverið í Skeifuna 3. ■ BÖRN Á KUNG FU ÆFINGU Mikill agi ríkir á æfingum og börnin komast ekki upp með neitt múður Seint verður sagt að agi sé eitt af höfuðeinkennum Íslendinga. Hin kínversk/íslenska Dong Qing Guan í Heilsudrekanum segir kung fu heppilega aðferð til ögunar og býður upp á námskeið fyrir börn niður í fjögurra ára aldur. Agi lærist í kung fu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.