Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 29. maí 2004 Svik eftir Karin Alvtegen er einþeirra bóka sem tilnefnd var til Glerlykilsins í ár, en það er þriðja bók höfundarins. Karin varð fyrir því áfalli árið 1993, þegar hún var langt gengið með annað barn sitt, að bróðir hennar fórst í flugslysi. Til að vinna bug á þunglyndinu sem var á góðri leið með að svipta hana allri lífslöngun tók hún sér penna í hönd og byrjaði að skrifa glæpa- söguna Sekt sem sló eftirminni- lega í gegn í Svíþjóð. Árið eftir hafði Karin skrifað aðra bók, Týnd, en fyrir hana hlaut hún Glerlykilinn árið 2001. Bækur hennar hafa nú verið þýddar á yfir 20 tungumál og þykja fyrir margra hluta sakir nokkuð frá- brugðnar hinum venjulegu glæpasögum. En þær eru ekki síður spennandi, um það tala vin- sældir hennar skýru máli. Og nú mega íslenskir lesendur eiga von á Karin í næsta jólabókaflóði því að Bókaútgáfan Hólar hefur náð samningum um að gefa út spennusöguna Týnd í þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar. ■ Seamus Heaney og LiamO’Flynn frumfluttu dagskrá sína The Poet and the Piper á Horn í Hornafirði við mikla hrifningu gesta sem fylltu salinn. Eftir dag- skrána blönduðu skáldið og sekkjapípuleikarinn geði við gesti sem margir hverjir þökkuðu þeim með handabandi. Þessi nánd við áhorfendur setti skemmtilegan svip á kvöldið sem þeir félagar sögðu hafa verið afar minnisstætt. Meðal gesta voru Karl Guðmunds- son, sem þýtt hefur verk Heaneys, og Aðalsteinn Ingólfsson sem var leiðsögumaður Heaneys þegar hann kom fyrst hingað til lands fyrir mörgum árum. Heaney og Flynn lýstu margoft yfir ánægju með aðstöðu og mót- tökur á Höfn og hrifust mjög af landslaginu og hinum tilkomu- mikla Öræfajökli. Það voru engir stjörnustælar í fari þeirra félaga sem eru skemmtilegir og þægi- legir í viðkynningu og þegar Heaney kemst á flug er hann ein- stakur sögumaður. Hinn hlédrægi O’Flynn eyddi frítíma sínum að mestu í gönguferðir en Heaney skoðaði sýningu á elstu verkum Svavars Guðnasonar í Pakkhúsinu og sá muni og myndir úr eigu Þór- bergs Þórðarsonar. Frægar mynd- ir af Þórbergi þar sem hann sýnir hin ýmsu svipbrigði vöktu áhuga Heaneys sem hafði á orði að greinilegt væri að Þórbergur hefði verið einstakur persónu- leiki. Á Höfn er verið að safna heimildum um Þórberg vegna stofnunar Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit, sem stefnt er að því að verði opnað vorið 2005. Heaney er mikill áhugamaður um íslenskar fornbókmenntir og las Kormáks sögu í Íslandsför- inni. Hann hreifst mjög af kven- kenningum í ljóðunum sem hann sagði sérstaklega hugmyndaríkar. Frá Hornafirði héldu þeir félagar til Akureyrar og svo til Reykja- víkur þar sem þeir fluttu dagskrá sína. O’Flynn sneri síðan heim til Írlands þar sem hann segist kunna best við sig en næsti áfangastaður Heaneys var Portúgal en þar flutti hann fyrir- lestur síðastliðinn miðvikudag. Heaney las enska þýðingu af Kormáks sögu í flugvélinni og hreifst sérstaklega af kvenkenn- ingum í ljóðunum. ■ Ef eitthvað er telst ég líklegafrekar bókasafnari vikunnar en lesandi vikunnar. Við létum nefnilega loksins af því að byggja yfir bækurnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. „Tommi frændi, sem er dverghag- ur, hefur verið aðalverktaki heima undanfarnar vikur. Og ekki vanþörf á. Svefnloftið var farið að svigna undan bókakössunum og varla pláss fyrir litlu prisessuna sem var að koma í heiminn. Eins og allir sem elska bækur geta ímyndað sér hefur þetta verið ávísun á linnulausan sæluhroll. Hvað er notalegra en að blása gamalt ryk af kunnuglegum kili? Ég get þó ekki varist þeirri hugs- un að ljóðabækur séu hvað best hannaðar fyrir bókaraðara. Það gefur einhvern veginn meira að stelast til að renna yfir eina síðu í þeim en að glugga inn í miðja skáldsögu. Ef þessir nýtilkomnu hveitibrauðsdagar eru frátaldir hef ég hins vegar verið latur við bóklestur. Helst ég hafi gluggað í Bowling Alone eftir Putnam og Örlög Íslands, sögulega úttekt Benedikts Gröndal á íslenskri utanríkispólitík. Annars er lesturinn af praktískum toga ef undan er skil- ið nokkurs konar alþjóðlegt tímaritsátak sem hefur staðið yfir á heimilinu síðastliðið ár. Við gerðumst sem sagt áskrifendur að völdum tímaritum. Þar ber hæst hið gullvæga breska tímariti Prospect, sem á sér fáa líka á þjóðmálasviðinu. American Prospect sem fylgdi í kjölfarið olli hins vegar vonbrigðum. Úr því bætir hins vegar hið stórgóða Atlantic Monthly og ekki síður FP eða Foreign Policy sem er nokkurs konar læsileg útgáfa Foreign Affairs.“ ■ KARIN ALVTEGEN Skáldsaga hennar Týnd, sem fékk Glerlykilinn árið 2001, er væntan- leg á íslensku. SEAMUS HEANEY Nóbelsskáldið við skrifborð Þórbergs Þórðarsonar en á Höfn er verið að undirbúa stofnun Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit. DAGUR B. EGGERTSSON „Ég get þó ekki varist þeirri hugsun að ljóðabækur séu hvað best hannaðar fyrir bókaraðara. Það gefur einhvern veginn meira að stelast til að renna yfir eina síðu í þeim en að glugga inn í miðja skáldsögu.“ M YN D /M IK AE L LU N D ST RÖ M Byggði yfir bækurnar Heaney á Hornafirði Alvtegen á íslensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.