Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 66
29. maí 2004 LAUGARDAGUR ■ FÓLK Í FRÉTTUM Ég ætla að flytja verk sem mérþykja skemmtileg. Þau eru flest skrifuð á 20. öldinni en eru mjög ólík,“ segir Gyða Valtýsdótt- ir, sem heldur útskriftartónleika í Íslensku óperunni í dag. Gyða var áður í hljómsveitinni múm ásamt tvíburasystur sinni en sagði skilið við sveitina fyrir ári síðan og sneri sér alfarið að sellóinu. Aðspurð hvort hún ætli að halda áfram á sviði klassískrar tónlistar segir Gyða að eitt sé víst, að hún muni halda áfram að leika á sellóið. „Ég er hins vegar ekki alveg tilbúin að halda mig algjör- lega á klassísku línunni. Það er hins vegar rosalega stórt gat á milli þess að vera klassískur og einhvern veginn öðruvísi tónlist- armaður en ég ætla að reyna að brúa bilið þarna á milli.“ Framtíðin er óráðin hjá Gyðu en hún segist litlar áhyggjur hafa af því. „Ég er örlagatrúar og bíð bara eftir að þau taki í taumana og flytji mig þangað sem ég á að lenda. Ég sótti um hjá kennara í Berlín en hann dó þannig að örlög- in eru greinilega byrjuð að vinna í málinu.“ Meðal verka sem flutt verða á tónleikunum eru Áróra og Úrverk sem Gyða samdi fyrir um tveimur árum. „Ég var þá á ferðalagi mínu með múm sem fólust oft í löngum rútuferðum. Þetta eru samt ekki beint tónverk en heldur ekki lög, ég myndi kalla þetta tónföndur.“ ■ Örlögin taka í taumana GYÐA VALTÝSDÓTTIR Gyða var áður í hljómsveitinni múm en útskrifast nú sem sellóleikari. Hún heldur útskriftartónleika í Íslensku óperunni í dag klukkan 18. ■ ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR ■ SJÓNVARP Við fengum Ölgerðina í sam-starf með okkur og ætlum að ráða starfsmann í júní, júlí og ágúst sem á að vinna við það að gera eingöngu skemmtilega hluti,“ segir Steinn Kári Ragnars- son dagskrárstjóri á Popptíví. „Við erum að leita að 17-20 ára strák eða stelpu sem fær að fara í fallhlífarstökk, í gókart, versla föt eða gera það sem viðkomandi finnst skemmtilegast. Mann- eskjan flakkar svo á milli þátta á Popptíví, tekur áskorun í 70 mín- útum og fer á tónleika, í bíó eða prófar tölvuleiki til að ræða um á Pikktívi, Geimtíví og Sjáðu. Svo verður jafnvel farið í einhverjar tónleikaferðir til útlanda.“ Það verður séð til þess að nóg verði um að vera hjá þeim sem hlýt- ur starfið. „Mig hefur alltaf dreymt um vinnu þar sem maður getur ver- ið í fullu starfið við að gera allt það sem maður vill og það er það sem þetta snýst um. Við erum að leita að kátum og lífsglöðum einstaklingi til að takast á við draumadjobbið og það hefur snjóað inn umsóknum með tölvupósti. Stefnan er að gera þetta að árlegum viðburði og aldrei að vita nema það verði laus fleiri en ein staða næsta sumar.“ ■ DRAUMASTARFIÐ LAUST Leitað er nú að 17-20 ára einstaklingi til að slást í hóp sjónvarpsstjarnanna á Popptíví. Umsóknum snjóar inn á Popptíví Dómari í Salt Lake City í Utah íBandaríkjunum hafnaði skaða- bótakröfu sjónvarps- áhorfanda sem kærði Janet Jackson. Maður- inn sagði að ruðnings- leikurinn sem Jackson missti brjóstið út á hafi átt að vera fjölskylduskemmtun og að atvikið hafi valdið fjölskyldu hans andlegum skaða. Maðurinn heimtaði um 210 þúsund krónur í skaðabætur en dómari sá ekki ástæðu til þess að verða við beiðni hans. Fantasia Barrino var krýndpoppstjarna í amerísku stjörnuleitinni í gærkvöldi. Hún tileinkaði tveggja ára dóttur sinni, Zion, sigurinn og sagðist hafa barist áfram svo dóttir hennar gæti fengið það besta í lífinu. Barrino vann yfirburðasigur á Díönu DeGarmo en það munaði rúmlega milljón atkvæðum á þeim stöllum. Það má því með sanni segja að sigur Barrino sé glæsi- legur. Neikvæði dómarinn og hug- myndasmiður keppninnar, Simon Cowell, sagði er úrslitin voru kunn að bandaríska þjóðin hefði nú haft fullkomlega rétt fyrir sér. Cowell bætti síðan við að það væri enginn listamaður sem hann vildi frekar vinna með en Barrino. DeGarmo lét hafa eftir sér er úr- slitin voru ljós að keppninni væri ekki endilega lokið þar sem hún væri staðráðin í að gefa út plötu og sagði Barrino að gæta sín, án þess þó að hafa plötusamning í höfn. Fyrsta smáskífa Barrino verður „I Believe“ eftir Tamyra Gray en þær spreyttu sig báðar á flutningi þess í lokaþættinum. Í sumar fara síðan þeir tólf sem komust í úrslit keppninnar í tónleikaferð um Bandaríkin. ■ Barrino skær- asta stjarnan FANTASIA BARRINO Hún hlaut einróma lof dómnefndar á úrslitakvöldinu. Bandaríska þjóðin var sammála í þetta skiptið og Fantasia vann því Idol-keppnina. ■ TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.