Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 29. maí 2004 Nám sem nýtist Nám við Hólaskóla, háskólann á Hólum Menntun á sviði ört vaxandi atvinnugreina FERÐAMÁLAFRÆÐI •Diplóma í ferðamálafræði, landvörður og staðarvörður •BA í ferðamálafræði Áhersla er á ferðaþjónustu og uppbyggingu afþreyingar sem tengist menningu og náttúru Íslands. Markmiðið er að veita hagnýtt og vandað starfsnám á háskólastigi þar sem fræði og framkvæmd eru vel samþætt. Diplómanámið er einnig boðið í fjarnámi. FISKELDI OG FISKALÍFFRÆÐI •Diplóma í fiskeldi •BS í fiskeldi og fiskalíffræði Sérstaða námsins mótast af áherslu á líffræði fiska og tæknilegar hliðar fiskeldis. Markmiðið með náminu er að mennta einstaklinga sem eru færir um að sinna fjölbreyttum störfum á þessu sviði. HESTAFRÆÐI •Hestafræðingur og leiðbeinandi •Tamningamaður •Þjálfari og reiðkennari Markmið með náminu er að mennta fólk sem getur haslað sér völl á ýmsum sviðum atvinnugreinarinnar og með því stuðlað að framförum og aukinni arðsemi í hrossarækt, betri tamningum og reiðmennsku. Boðið er upp á undirbúningsnám fyrir ferðamálafræði og fiskeldisfræði við frumgreinadeild Hólaskóla í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Sérhæft nám – náin tengsl við atvinnulífið – alþjóðlegur skóli – samstarf við aðra háskóla – ný reiðhöll – nýir nemendagarðar – aðstaða til kennslu og rannsókna í fiskeldi á heimsmælikvarða – sérmenntaðir kennarar – sveigjanlegt og fjölbreytt nám – leikskóli – grunnskóli –fallegt umhverfi – sundlaug – íþróttaaðstaða. Umsóknarfrestur er til 10. júní Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á vef skólans www.holar.is Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 455-6300 w w w . h o l a r . i s H V ÍT T & S V A R T ■ ■ SKEMMTANIR  14.00 Formleg opnun Rauða Ljónsins verður haldin með fjölskyldu- hátíð á Eiðistorgi Meðal þess sem verð- ur á þessari fjöldskylduhátíð sem byrjar Kl. 14.00 verður útsláttarskákmót fyrir- tækja á Seltjarnarnesinu með væntan- legum keppendum í Ólympíu skákmót- inu sem fram fer í haust. Fram koma meðal annars KK, Eva Karlotta, Andrea Jónsdóttir og Djassband Árna Ísleifs- sonar.  23.00 Hljómsveitin Vax spilar á Nelly’s.  Dúettinn Handverk skemmtir á Ara í Ögri.  Atli skemmtanalögga á Hressó.  Stuðmenn verða á Sjallanum, Akur- eyri. Dj Andri á Dátanum.  Dj Stoner og Dj Vikingur á Glaumb- ar. alla helgina.  Hljómsveitin Sín leikur fyrir dansi á Kringlukránni.  Hljómsveitin Spútnik spilar í Lund- anum, Vestmannaeyjum.  Spilafíklarnir verða á neðri hæðinni og 3-Some á efri hæðinni á Celtic Cross.  SSSól skemmtir í Höllinni, Vest- mannaeyjum.  Hljómsveitin Á móti sól leikur á Út- laganum, Flúðum.  Búðarbandið verður á Prikinu.  Hermann Ingi Hermannsson spilar á Catalinu.  Hljómar verða í Valaskjálf á Egils- stöðum.  Milljónamæringarnir spila ásamt Bogomil Font, Bjarna Ara og Ragga Bjarna á Klúbbnum við Gullinbrú.  Biggi og Palli Maus sjá um tónlist- ina á 22 í kvöld.  Hljómsveitin Dans á rósum skemmtir í Vélsmiðjunni á Akureyri. ■ ■ SAMKOMUR  16.00 Menningardagskrá frá Svalbarða verður í Norræna húsinu. Fram koma barnakór, blandaður kór fullorðinna, þjóðdansarar og sirkusfólk. Ókeypis aðgangur.  20.30 Fyrsta söngvaka sumarsins á Minjasafninu á Akureyri verður í kvöld. Flytjendur eru Þórarinn Hjartarson og Þuríður Vilhjálmsdóttir. ■ ■ SÝNINGAR  15.00 Þóra Sólveig Bergsteins- dóttir er með verk á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands og fremur gjörning- inn „Hér og þar” í fjölnotarýminu í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Ókeypis aðgangur. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Um leið og við erum komnarmeð gervityppi og gervi- skegg leyfist okkur allt í einu að taka meira pláss einhvern veginn og tala meira. Þetta er ótrúlega magnað vopn í rauninni,“ segir María Pálsdóttir leikkona. „Okk- ur finnst þetta alveg makalaust, og gott veganesti fyrir okkur í lífið.“ María er eini Íslendingurinn í hópi átta norrænna leikkvenna sem mynda leikhópinn Subfrau sem sýnir dragsýninguna This Is Not My Body í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þar verða þær í drag- kóngagervi, klæða sig eins og karlmenn og hegða sér eins og karlmenn. Gott ef þær breytast ekki í karlmenn meðan á sýning- unni stendur. Nafnið á leikhópnum, Subfrau, þýðir eiginlega „undirkona“ og virðist eiga að gefa til kynna and- stæðu við súpermann, ofurmenn- ið sem svífur hátt fyrir ofan raunveruleika karlmannsins. Subfrau er þá væntanlega það sem býr undir niðri í hverri konu. „Við höfum verið að rifja upp þætti í fari okkar sem við vorum alveg búnar að gleyma, eitthvað sem maður hafði þegar maður var barn en var búinn að ýta í burtu af því maður er svo mikil kona.“ Sýningin This Is Not My Body var lokaatriði á alþjóðlegri drag- kóngahátíð í Berlín árið 2002. ■ Karlinn í djúpi konunnar ■ LEIKSÝNING FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N KONUR MEÐ KARLASTÆLA Norræni leikhópurinn Subfrau verður með dragsýninguna This Is Not My Body í Borgar- leikhúsinu á Listahátíð í kvöld klukkan átta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.